Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Ósk um handtökuheimild og deilur um Erfða­greiningu

Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur óskað eftir handtökuheimild á hendur Benjamín Nethanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoan Gallant, varnarmálaráðherra landsins á grundvelli saka um stríðsglæpi. Dómstóllinn vill einnig handtaka þrjá leiðtoga Hamas samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Aukin skjálfta­virkni og erjur um Erfða­greiningu

Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta.

Innlent
Fréttamynd

Á­tök í Ölfusi og offitulyf

Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Sjó­slys, Þór­katla og fram­tíð Play

Í hádegisfréttum verður rætt við upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar en Gæslan hefur stefnt flutningaskipi til hafnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um að það hafi átt þátt í að strandveiðibátur sökk í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Meint fjár­kúgun, frelsissvipting og líkams­á­rás

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Hand­taka hælis­leit­enda og brott­rekstur Hollands úr Euro­vision

Lögmaður þriggja kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­hrina og skyndi­legt brott­hvarf þjálfara

Skammvinn skjálftahrina reið yfir við Sundhnúksgígaröðina í nótt. Um þrjátíu smáir skjálftar riðu þá yfir á einum og hálfum klukkutíma. Farið verður yfir stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosinu lokið, meintur fjárdráttur og manndrápsrannsókn

Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er lokið. Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er.

Innlent