Ástin á götunni

Fréttamynd

Collina kom Villareal áfram

Leikmenn spænska liðsins Villareal geta þakkað ítalska dómaranum Pierluigi Collina fyrir að vera komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Collina dæmdi fullkomlega löglegt mark af Everton í stöðunni 1-1 en hefði markið staðið hefði staða liðanna í einvígi þeirra verið jöfn.Villareal sigrðai leikinn að lökum 2-1 en markið skoruðu þeir eftir..

Sport
Fréttamynd

Eiður ekki í leikmannahópi Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem er að vinna WBA 2-0 í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni. Mörk Chelsea gerðu Frank Lampard og Joe Cole.

Sport
Fréttamynd

O´Leary æfur út af rauða spjaldinu

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, var ekki kátur með rauða spjaldið sem Nolberto Solano fékk gegn Portsmouth í gærkvöldi og ætlar að áfrýja dómnum.

Sport
Fréttamynd

Kóreumaður til Tottenham

Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo hjá PSV Eindhoven í Hollandi er sagður vera á leið til Tottenham Hotspurs á Englandi fljótlega, en Pyo er öflugur vinstri bakvörður og er fasta maður í landsliði Kóreu.

Sport
Fréttamynd

Undanúrslit í bikarkeppni kvenna

Í kvöld verður leikið í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Efstu liðin í Landsbankadeildinni, Breiðablik og Valur, eigst við í Kópavogi klukkan 17.30 og KR tekur á móti Fjölni.

Sport
Fréttamynd

Landsliðshópur Króata

Zlatko Kranjcar landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Íslendingum og Möltumönnum í undankeppni HM sem fara í Reykjavík og í Valetta á Möltu 3. og 7. september.

Sport
Fréttamynd

Sannfærandi sigur United manna

Manchester United sigraði Debrechen frá Ungverjalandi 3-0 ytra í 3.umferð forkeppni  Meistaradeildar Evrópu. United eru því komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gabriel Heinze gerði fyrri tvö mörk United og Kieran Richardson það þriðja. Sjá úrslit og stöðu í öðrum leikjum...

Sport
Fréttamynd

Hamburg sló Valencia út

Í úrslitum um laust sæti í Evrópukeppni félagsliða vann Lenz Cluj frá Rúmeníu 3-1 og samanlagt 4-2. Marseille burstaði Deportivo 5-1 og samanlagt 5-3 og Valencia og Hamburger gerðu markalaust jafntefli, en Hamburg vann fyrri leikinn 1-0.

Sport
Fréttamynd

Árni Gautur tapaði í vítakeppni

Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði tóks ekki að tryggja norska félagi sínu Välerenga hundruðir milljóna króna í kvöld þegar lið hans tapaði fyrir belgíska liðinu Club Brugge í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur fór 1-0 fyrir Club Brugge en Välerenga vann fyrri leikinn 1-0 í Osló.

Sport
Fréttamynd

Egill dæmir í UEFA keppninni

Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Sport
Fréttamynd

Landsliðshópur Þjóðverja

Jürgen Klinsmann. landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu hefur valið landsliðshóp Þjóðverja sem mætir Slóvakíu og Suður Afrík í næsta mánuði. Athygli vekur að Oliver Kahn, markvörður og Dietmar Hamann leikamður Liverpool eru hvíldir.

Sport
Fréttamynd

Soffía sigraði Evrópumeistarana

CSKA Soffía sigraði Liverpool  1-0 á Anfield í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fer þó áfram því liðið vann fyrri viðureign liðanna 3-1. Þetta eru mjög óvænt úrslit því afar fáheyrt er að Evrópumeistarar tapi fyrir liði eins og CSKA Soffíu, en KA sem nú er í íslensku 1. deildinni sigraði CSKA  á heimavelli fyrir 15 árum.

Sport
Fréttamynd

Tiago til Lyon

Frakklandsmeistarar Lyon í knattspyrnu hefur fest kaup á portúgalska landsliðsmanninum Tiago hjá Chelsea fyrir 6.5 miljónir punda og boðið honum 5 ára samning

Sport
Fréttamynd

Liverpool undir í hálfleik

CSKA frá Soffíu er að vinna Liverpool 1-0 í hálfleik á Anfield í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Liverpool geta þó andað léttar því liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Soffíu.

Sport
Fréttamynd

Luque fer ekki til Newcastle

Lið Deportivo la Corunia á Spáni hefur neitað lokatilboði Newcastle í sóknarmanninn Albert Luque og því er ljóst að ekkert verður af för hans til Englands eins og til stóð.

Sport
Fréttamynd

Vonar að Gerrard fái verðlaun

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vona að Steven Gerrard verði valinn verðmætasti leikmaðurinn af UEFA á næstu dögum, en hefur meiri áhyggjur af því að fyrirliðinn nái heilsu fyrir leikinn við CSKA Moskvu um titilinn meistarar meistaranna á föstudag.

Sport
Fréttamynd

Fowler vill spila gegn United

Framherjinn Robbie Fowler hefur einsett sér að snúa aftur með liði Manchester City í grannaslagnum við Manchester United í næsta mánuði, en hann hefur verið í erfiðum meiðslum á síðustu vikum

Sport
Fréttamynd

Arsenal er búið að vera

Varnarmaðurinn William Gallas hjá Chelsea segir að tíð Arsenal sem topplið á Englandi sé liðin og að liðið sé búið að vera í baráttunni um meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

David James með tvö markmið

David James, markvörður Manchester City og enska landsliðsins, segist hafa sett sér tvö skýr markmið fyrir keppnistímabilið í vetur, að komast í Evrópukeppnina með Manchester City og að vinna sér fast sæti í enska landsliðinu á ný.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti leikur Brynjars Björns

Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik fyrir Reading í kvöld þegar hann kom inná í 3-1 sigri Reading á Swansea í framlengdum leik í ensku deildabikarkeppninni. Brynjar kom inná á 71. mínúnu og krækti sér í gult spjald á 73 mínútu.

Sport
Fréttamynd

Jóhannes Karl á skotskónum

Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Leicester skoraði þriðja mark Leicester úr vítaspyrnu sem sigraði Bury 3-0 á útivelli í kvöld í ensku deildabikarkeppninni. Sjá úrslit leikja í deildabikarkeppninni..

Sport
Fréttamynd

Man. City enn taplausir

Manchester City sigraði Sunderland á útivelli í kvöld 2-1 í ensku úrvalsdeildinni og eru ósigraðir í deildinni eftir þrjá leiki með 7 stig. Middlesbrough gerði góða ferð til Birmingham og sigraði samnefnt lið 3-0. Aston Villa, sem einnig er úr Birminghamborg gerði jafntefli við Portsmouth á útivelli 1-1. Sjá markaskorara..

Sport
Fréttamynd

Danskur dómari í 1.deild

Dómari í viðureign HK og KA í 1. deild karla í knattspyrnu föstudaginn 26. ágúst næstkomandi verður Henrik N. Kragh frá Danmörku.  Aðstoðadómarar verða íslenskir. Er þetta seinni leikurinn af tveimur sem erlendur dómari dæmir í 1. deild karla á Íslandi í ár.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Sport
Fréttamynd

Robben er ekki í hundakofanum

Jose Mourinho hefur gefið það út að þó Arjen Robben verði ekki í byrjunarliði Chelsea gegn West Brom á miðvikudaginn, sé það ekki vegna þess að hann sé í hundakofanum vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Marseille með augastað á Cisse

Djibril Cisse, franski framherjinn hjá Liverpool, er undir smásjá Marseille í heimalandi sínu, en talið er að forráðamenn Liverpool séu reiðbúnir að selja leikmanninn fari svo að Michael Owen snúi aftur á heimaslóðir.

Sport
Fréttamynd

Fylkissigur í Laugardalnum

Fylkir sigraði Fram 2-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Öll mörkin í leiknum komu á lokamínútum leiksins. Með sigrinum eru Fylkismenn komnir í fimmta sætið en Fram er sem fyrr í sjöunda sæti.

Sport
Fréttamynd

Beckham hrósað í hástert

Hæstráðendur hjá spænska stórliðinu Real Madrid eru mjög ósáttir við leikmenn liðsins að  David Beckham undanskildnum. " Leikmenn félagsins verða að læra að vera fulltrúar klúbbsins líkt og Beckham," sagði fjölmiðlafulltrúi félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ballack þarf að ákveða sig

Uli Hönnes, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, hefur gefið miðjumanni sínum Michael Ballack rúman einn mánuð til að ákveða hvort framtíð sín liggi hjá félaginu eða annarsstaðar.

Sport
Fréttamynd

Wenger æfur út af

Arsene Wenger skammaði sína menn eftir tapið gegn Chelsea í gær og í fjölmiðlum sagðist hann hafa vitað að úrslit leiksins réðust á mistökum, eins og kom á daginn þegar Drogba skoraði með sköflungnum fram hjá Jens Lehmann.

Sport
Fréttamynd

Óttast um meiðsli Ljungberg

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa nokkrar áhyggjur af hnémeiðslum Svíans Freddie Ljungberg, sem hann hlaut í leiknum gegn Chelsea í gær.

Sport