Ástin á götunni Raúl tryggði Real sigur Gulldrengurinn Raúl gerði sigurmark Real Madrid gegn Cadiz í fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sigraði nýliðana 2-1 á útivelli. Ronaldo skorði fyrra mark Real en Pavoni jafnaði fyrir Cadiz í byrjun síðari hálfleiks. Raúl gerði svo sigurmark Real fimm mínútum fyrir leikslok. Sport 14.10.2005 06:39 Frábær úrslit hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð. Hanna Ljungberg koma sænska liðinu yfir á 34.mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49.mínútu með góðum skalla að stuttu færi. Sport 14.10.2005 06:39 Þór lagði Fjölni Sextándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu lauk í gær með þremur leikjum. Þór Akureyri vann Fjölni, 3-1, Víkingur Ólafsvík lagði Völsung að velli 1-0 og KS og Haukar gerðu 1-1 jafntefli. KS og Völsungur eru í fallsætum með 13 stig en Fjölnir og HK koma næst með 16 stig og Haukar eru með 17 stig í sjötta sæti. Sport 14.10.2005 06:39 Fullt hús hjá Charlton Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag sigraði liðið Middlesbrough 3-0 á útivelli. Mörkin gerðu þeir Dennis Rommendahl, Chris Perry og Darren Bent. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta Charlton varnarinnar. Sport 14.10.2005 06:39 Ruud og Rooney afgreiddu Newcastle Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy gerðu mörk Manchester United sem sigraði Newcastle í dag 2-0 í ensku úrvalsdeildinni.Þetta var þriðji sigur United í jafn mörgum leikjum í deildinni. Newcastle eru hins vegar í vondum málum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki. Sport 14.10.2005 06:39 Liðið sem mætir Svíum Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð í dag klukkan 15:00. Sport 14.10.2005 06:39 Svakalegt byrjunarlið Real Madrid Fyrsti leikur Real Madrid hófst núna klukkan 19 í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er að leika við Cadiz á útivelli. Ronaldo er búinn að koma Real yfir strax á 4. mínútu en byrjunjarlið Madridarliðsins er all svakalegt. Sport 14.10.2005 06:39 Jafnt gegn Svíum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli, 2-2, gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Svíþjóð. Sport 14.10.2005 06:39 Ítalski boltinn í gær Livorno bar sigurorð af Leece 2-1 í fyrsta leik ítölsku deildarinnar í gær og Fiorentina vann sigur á Sampdoria 2-1. Ítalíumeistarar Juventus hefja titilvörnina á heimavelli gegn Chievo í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18.30. Sport 14.10.2005 06:39 Eiður Smári á bekknum allan tímann Sjö leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea vann Tottenham 0-2. Eiður Smári var á bekknum allan tímann. Aston Villa vann Blackburn 1-0, Fulham 1 Everton 0, Man. City 2 Portsmouth 1, West Ham 1 Bolton 2, Wigan 1 Sunderland 0 og WBA 2 Birmingham 3. Chelsea er með 12 stig á toppnum, Man. City er í öðru sæti með 10 stig. Sport 14.10.2005 06:39 David James sparkað Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu valdi markvörðinn David James ekki í landsliðshóp sinn sem mætir Wales og Norður-Írlandi í næstu viku. James lék illa með Englendingum þegar liðið tapaði fyrir Dönum 4-1 í Kaupmannahöfn. Sport 14.10.2005 06:39 Áherslan verður lögð á varnarleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Sport 13.10.2005 19:46 Eiður á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen, er á varamannabekk Chelsea sem leikur við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Einum leik er lokið, Birmingham sigraði WBA 3-2. Emile Heskey gerði tvö mörk fyrir Birmingham. Sport 13.10.2005 19:46 Sigur hjá Gylfa og Leeds Gylfi Einarsson og félagar í Leeds sigruðu Norwich 1-0 á útivelli í ensku Championship deildinni. Gylfi var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði. Sjá úrslit í ensku Championship deildinni Sport 13.10.2005 19:46 Guðjón á toppnum Notts County, sem Guðjón Þórðarson þjálfar, er komið í efsta sæti ensku annarar deildarinnar en liðið sigraði Bristol Rovers í dag 2-0. Glyn Hurst gerði bæði mörk County sem eru taplausir að loknum fimm leikjum í deildinni. Sport 13.10.2005 19:46 Fullt hús hjá Bayern Bayern München sigraði Herthu Berlín 3-0 í þýsku úrvaldeildinni í dag. Bayern er nú búið að vinna alla fjóra leiki sína það sem af er móti. Mörk Bayern gerðu Michael Ballack, Memet Scholl og Roy Makaay Sport 13.10.2005 19:46 Chelsea sigraði Tottenham Chelsea sigraði Tottenham 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Asier Del Horno og Damien Duff gerðu mörk Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekknum. Sjá úrslit annara leikja og markaskorara. Sport 13.10.2005 19:46 Mikilvægur sigur Ólafsvíkinga Víkingur frá Ólafsvík sigraði Völsung 1-0 í botnbaráttuslag í fyrstu deild karla. Mark Ólafsvíkinga gerði Hermann Geir Þórsson á lokamínútum leiksins. Með sigrinum komust Ólafsvíkingar úr mestri fallhættu. Völsungar er hins vegar enn í fallsæti. Þá sigraði Þór Fjölni 3-1 á Akureyri. Sport 13.10.2005 19:46 Ísland í 9. sæti Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tryggði sér 9. sætið á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun með því að bera sigurorð af Ísraelsmönnum, 35-32. Í hálfleik var staðan 18-17 fyrir Íslendinga. Sport 13.10.2005 19:46 Liverpool staðfestir áhuga á Owen Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá Michael Owen aftur á Anfield og segir málið væntanlega skýrast eftir helgina. Sport 13.10.2005 19:45 Luque á leið til Newcastle Framherjinn Albert Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni, mun að öllum líkindum ganga í raðir Newcastle í dag, en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu seinnipartinn eftir að spænska liðið samþykkti tilboð Newcastle upp á 9,5 milljónir punda í leikmanninn í gærkvöldi. Sport 13.10.2005 19:45 Arsenal verður ekki í toppbaráttu Bryan Robson, knattspyrnustjóri West Brom, segist fullviss um að Arsenal muni ekki verða í baráttunni um titilinn í ensku úrvalsdeildinni vegna brotthvarfs þeirra Patrick Vieira og Edu af miðjunni, en segir Manchester United vera líklegast til að berjast við meistara síðasta árs. Sport 13.10.2005 19:45 Jol semur við Tottenham Hollenski knattspyrnustjórinn Martin Jol hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Tottenham, sem gilda mun út næsta ár og býður upp á möguleika á eins árs framlengingu eftir það, en Jol tók við liðinu af Frakkanum Jaques Santini í byrjun síðasta tímabils. Sport 13.10.2005 19:45 Mourinho segir riðilinn erfiðan Jose Mourinho viðurkenndi fúslega að riðillinn sem Chelsea leikur í í Meistaradeild Evrópu sé mjög erfiður og bendir á að liðið muni þurfa á sínu besta til að komast áfram. Sport 13.10.2005 19:45 Addo hreifst af Herði og Guðmundi Otto Addo, leikmanni Mainz í Þýskalandi þótti erfitt að leika í nepjunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi í 2-0 sigri liðsins á Keflvíkingum, en þótti íslenska liðið standa sig vel og hvað þá Guðmund Steinarsson og Hörð Sveinsson hafa verið erfiða andstæðinga. Sport 13.10.2005 19:45 KA sigraði HK KA sigraði HK 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 1.deild karla. KA komst í 2-0 með mörkum frá Hauki Ingvari Sigurbergssyni og Hreini Hringssyni en Rúrik Gíslason klóraði í bakkann fyrir Kópavogsliðið. Sport 13.10.2005 19:45 Leiknir upp í 1. deild Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti. Blaðamaður Vísis skellti sér á Stjörnuvöllinn. Sport 13.10.2005 19:45 Stabæk tapaði fyrir Moss Stabæk tapaði í gær 1-0 fyrir Moss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu en er þrátt fyrir tapið í efsta sæti deildarinnar. Veigar Páll Gunnarsson var í liði Stabæk en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Sport 13.10.2005 19:45 Fyrsta tap Malmö á leiktíðinni Ásthildur Helgadóttir var í liði Malmö sem tapaði 1-0 fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en þetta var fyrsta tap Malmö á þessari leiktíð. Malmö í öðru sæti í deildinni með 40 stig. Sport 13.10.2005 19:45 Breiðablik 1. deildar-meistarar Breiðablik tryggði sér í kvöld sigur í 1. deild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við Víking R. í Fossvoginum. Blikar eru með 9 stiga forskot á Víking sem er í 2. sæti og aðeins 6 stig eftir í pottinum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning og alveg magnað að vera búnir að vinna deildina."sagði Hjörvar Hafliðason markvörður Breiðabliks í viðtali við Vísi eftir leikinn. Sport 13.10.2005 19:45 « ‹ 308 309 310 311 312 313 314 315 316 … 334 ›
Raúl tryggði Real sigur Gulldrengurinn Raúl gerði sigurmark Real Madrid gegn Cadiz í fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sigraði nýliðana 2-1 á útivelli. Ronaldo skorði fyrra mark Real en Pavoni jafnaði fyrir Cadiz í byrjun síðari hálfleiks. Raúl gerði svo sigurmark Real fimm mínútum fyrir leikslok. Sport 14.10.2005 06:39
Frábær úrslit hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð. Hanna Ljungberg koma sænska liðinu yfir á 34.mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49.mínútu með góðum skalla að stuttu færi. Sport 14.10.2005 06:39
Þór lagði Fjölni Sextándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu lauk í gær með þremur leikjum. Þór Akureyri vann Fjölni, 3-1, Víkingur Ólafsvík lagði Völsung að velli 1-0 og KS og Haukar gerðu 1-1 jafntefli. KS og Völsungur eru í fallsætum með 13 stig en Fjölnir og HK koma næst með 16 stig og Haukar eru með 17 stig í sjötta sæti. Sport 14.10.2005 06:39
Fullt hús hjá Charlton Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag sigraði liðið Middlesbrough 3-0 á útivelli. Mörkin gerðu þeir Dennis Rommendahl, Chris Perry og Darren Bent. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta Charlton varnarinnar. Sport 14.10.2005 06:39
Ruud og Rooney afgreiddu Newcastle Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy gerðu mörk Manchester United sem sigraði Newcastle í dag 2-0 í ensku úrvalsdeildinni.Þetta var þriðji sigur United í jafn mörgum leikjum í deildinni. Newcastle eru hins vegar í vondum málum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki. Sport 14.10.2005 06:39
Liðið sem mætir Svíum Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð í dag klukkan 15:00. Sport 14.10.2005 06:39
Svakalegt byrjunarlið Real Madrid Fyrsti leikur Real Madrid hófst núna klukkan 19 í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er að leika við Cadiz á útivelli. Ronaldo er búinn að koma Real yfir strax á 4. mínútu en byrjunjarlið Madridarliðsins er all svakalegt. Sport 14.10.2005 06:39
Jafnt gegn Svíum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli, 2-2, gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Svíþjóð. Sport 14.10.2005 06:39
Ítalski boltinn í gær Livorno bar sigurorð af Leece 2-1 í fyrsta leik ítölsku deildarinnar í gær og Fiorentina vann sigur á Sampdoria 2-1. Ítalíumeistarar Juventus hefja titilvörnina á heimavelli gegn Chievo í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18.30. Sport 14.10.2005 06:39
Eiður Smári á bekknum allan tímann Sjö leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea vann Tottenham 0-2. Eiður Smári var á bekknum allan tímann. Aston Villa vann Blackburn 1-0, Fulham 1 Everton 0, Man. City 2 Portsmouth 1, West Ham 1 Bolton 2, Wigan 1 Sunderland 0 og WBA 2 Birmingham 3. Chelsea er með 12 stig á toppnum, Man. City er í öðru sæti með 10 stig. Sport 14.10.2005 06:39
David James sparkað Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu valdi markvörðinn David James ekki í landsliðshóp sinn sem mætir Wales og Norður-Írlandi í næstu viku. James lék illa með Englendingum þegar liðið tapaði fyrir Dönum 4-1 í Kaupmannahöfn. Sport 14.10.2005 06:39
Áherslan verður lögð á varnarleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Sport 13.10.2005 19:46
Eiður á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen, er á varamannabekk Chelsea sem leikur við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Einum leik er lokið, Birmingham sigraði WBA 3-2. Emile Heskey gerði tvö mörk fyrir Birmingham. Sport 13.10.2005 19:46
Sigur hjá Gylfa og Leeds Gylfi Einarsson og félagar í Leeds sigruðu Norwich 1-0 á útivelli í ensku Championship deildinni. Gylfi var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði. Sjá úrslit í ensku Championship deildinni Sport 13.10.2005 19:46
Guðjón á toppnum Notts County, sem Guðjón Þórðarson þjálfar, er komið í efsta sæti ensku annarar deildarinnar en liðið sigraði Bristol Rovers í dag 2-0. Glyn Hurst gerði bæði mörk County sem eru taplausir að loknum fimm leikjum í deildinni. Sport 13.10.2005 19:46
Fullt hús hjá Bayern Bayern München sigraði Herthu Berlín 3-0 í þýsku úrvaldeildinni í dag. Bayern er nú búið að vinna alla fjóra leiki sína það sem af er móti. Mörk Bayern gerðu Michael Ballack, Memet Scholl og Roy Makaay Sport 13.10.2005 19:46
Chelsea sigraði Tottenham Chelsea sigraði Tottenham 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Asier Del Horno og Damien Duff gerðu mörk Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekknum. Sjá úrslit annara leikja og markaskorara. Sport 13.10.2005 19:46
Mikilvægur sigur Ólafsvíkinga Víkingur frá Ólafsvík sigraði Völsung 1-0 í botnbaráttuslag í fyrstu deild karla. Mark Ólafsvíkinga gerði Hermann Geir Þórsson á lokamínútum leiksins. Með sigrinum komust Ólafsvíkingar úr mestri fallhættu. Völsungar er hins vegar enn í fallsæti. Þá sigraði Þór Fjölni 3-1 á Akureyri. Sport 13.10.2005 19:46
Ísland í 9. sæti Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tryggði sér 9. sætið á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun með því að bera sigurorð af Ísraelsmönnum, 35-32. Í hálfleik var staðan 18-17 fyrir Íslendinga. Sport 13.10.2005 19:46
Liverpool staðfestir áhuga á Owen Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá Michael Owen aftur á Anfield og segir málið væntanlega skýrast eftir helgina. Sport 13.10.2005 19:45
Luque á leið til Newcastle Framherjinn Albert Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni, mun að öllum líkindum ganga í raðir Newcastle í dag, en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu seinnipartinn eftir að spænska liðið samþykkti tilboð Newcastle upp á 9,5 milljónir punda í leikmanninn í gærkvöldi. Sport 13.10.2005 19:45
Arsenal verður ekki í toppbaráttu Bryan Robson, knattspyrnustjóri West Brom, segist fullviss um að Arsenal muni ekki verða í baráttunni um titilinn í ensku úrvalsdeildinni vegna brotthvarfs þeirra Patrick Vieira og Edu af miðjunni, en segir Manchester United vera líklegast til að berjast við meistara síðasta árs. Sport 13.10.2005 19:45
Jol semur við Tottenham Hollenski knattspyrnustjórinn Martin Jol hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Tottenham, sem gilda mun út næsta ár og býður upp á möguleika á eins árs framlengingu eftir það, en Jol tók við liðinu af Frakkanum Jaques Santini í byrjun síðasta tímabils. Sport 13.10.2005 19:45
Mourinho segir riðilinn erfiðan Jose Mourinho viðurkenndi fúslega að riðillinn sem Chelsea leikur í í Meistaradeild Evrópu sé mjög erfiður og bendir á að liðið muni þurfa á sínu besta til að komast áfram. Sport 13.10.2005 19:45
Addo hreifst af Herði og Guðmundi Otto Addo, leikmanni Mainz í Þýskalandi þótti erfitt að leika í nepjunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi í 2-0 sigri liðsins á Keflvíkingum, en þótti íslenska liðið standa sig vel og hvað þá Guðmund Steinarsson og Hörð Sveinsson hafa verið erfiða andstæðinga. Sport 13.10.2005 19:45
KA sigraði HK KA sigraði HK 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 1.deild karla. KA komst í 2-0 með mörkum frá Hauki Ingvari Sigurbergssyni og Hreini Hringssyni en Rúrik Gíslason klóraði í bakkann fyrir Kópavogsliðið. Sport 13.10.2005 19:45
Leiknir upp í 1. deild Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti. Blaðamaður Vísis skellti sér á Stjörnuvöllinn. Sport 13.10.2005 19:45
Stabæk tapaði fyrir Moss Stabæk tapaði í gær 1-0 fyrir Moss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu en er þrátt fyrir tapið í efsta sæti deildarinnar. Veigar Páll Gunnarsson var í liði Stabæk en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Sport 13.10.2005 19:45
Fyrsta tap Malmö á leiktíðinni Ásthildur Helgadóttir var í liði Malmö sem tapaði 1-0 fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en þetta var fyrsta tap Malmö á þessari leiktíð. Malmö í öðru sæti í deildinni með 40 stig. Sport 13.10.2005 19:45
Breiðablik 1. deildar-meistarar Breiðablik tryggði sér í kvöld sigur í 1. deild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við Víking R. í Fossvoginum. Blikar eru með 9 stiga forskot á Víking sem er í 2. sæti og aðeins 6 stig eftir í pottinum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning og alveg magnað að vera búnir að vinna deildina."sagði Hjörvar Hafliðason markvörður Breiðabliks í viðtali við Vísi eftir leikinn. Sport 13.10.2005 19:45