Ástin á götunni Gunnar Heiðar skoraði en meiddist Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hélt uppteknum hætti í sænska boltanum í kvöld og skoraði eina mark Halmstad, sem þó tapaði stórt, 6-1 fyrir Djurgarden. Gunnar Heiðar þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir klukkutíma leik. Kári Árnason tók út leikbann í kvöld, en Sölvi Geir Ottesen var allan tímann á varamannabekknum. Sport 23.10.2005 15:02 Tvær breytingar á A-landsliðinu Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í liðið í stað þeirra Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar. Sport 23.10.2005 15:01 Crouch valinn í landsliðið Sóknarmaður Liverpool, Peter Crouch, var í gær valinn í enska landsliðið sem mætir Austurríki og Pólverjum í undankeppni Heimsmeistaramótins í knattspyrnu. Alan Smith hjá Manchester Utd var einnig valinn en Wayne Rooney er í banni gegn Austurríki. Sport 23.10.2005 15:01 Carsley aftur í aðgerð Það blæs ekki byrlega fyrir botnlið Everton þessa dagana og í dag bárust þær fréttir að miðjumaðurinn sterki Lee Carsley hafi farið í aðra aðgerð á hné og verði því frá í lágmark sex vikur til viðbótar. Sport 23.10.2005 15:01 Þrír 19 ára í U-21 árs liðið Eyjólfur Sverrisson hefur valið þrjá leikmenn úr U-19 ára landsliði Íslands í U-21 árs hóp sinn sem mætir Svíum í undankeppni EM í Svíþjóð þann 11. október. Þetta eru þeir Theodór Elmar Bjarnason, Bjarni Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason. Sport 23.10.2005 15:01 Best á gjörgæslu Knattspyrnugoðið George Best hefur verið lagður inn á gjörgæslu á Cromwell sjúkrahúsinu í London, samkvæmt fréttum frá BBC. Ekki liggur ljóst fyrir hvað amar að Best, en hann lét græða í sig lifur fyrir þremur árum og hefur verið nokkuð heilsutæpur á síðustu árum. Sport 23.10.2005 15:01 Moyes áhyggjufullur David Moyes, knattspyrnustjóri botnliðs Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur viðurkennt að martröð liðsins muni aðeins halda áfram í deildinni ef liðinu fer ekki að takast að skora mörk. Everton situr á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig úr sjö leikjum, en því hefur aðeins tekist að skora eitt mark það sem af er. Sport 23.10.2005 15:01 Nistelrooy fer ekki frá United Umboðsmaður Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United hefur gefið það út að hollenski framherjinn sé ekki á leið frá liðinu eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, en Nistelrooy hefur verið orðaður við Real Madrid á Spáni. Sport 23.10.2005 15:01 Ísland U-19 tapaði fyrir Búlgaríu Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum yngri en 19 ára, tapaði í dag fyrir Búlgaríu 1-0 í undankeppni EM. Markið kom á 50. mínútu leiksins úr vítaspyrnu, en einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Sport 23.10.2005 15:01 Mexíkóar heimsmeistarar U-17 Mexókóar komu mjög á óvart og sigruðu Brasilíumenn 3-0 í úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppni knattspyrnulandsliða skipuðum leikmönnum 17 ára og yngri í Perú í gær. Sport 23.10.2005 15:01 Beckham og Rooney sættust Ensku landsliðsmennirnir Wayne Rooney og David Beckham, sem rifust heiftarlega á vellinum í tapi Englendinga fyrir Norður-Írum á dögunum, hafa nú náð sáttum á ný. Rooney brá sér yfir til Spánar í gærkvöld ásamt konu sinni og snæddi kvöldverð með Beckham hjónunum. Sport 23.10.2005 15:01 Stelpurnar töpuðu fyrir Rússum U-19 ára landslið kvenna tapaði lokaleik sínum í riðlakeppninni í undankeppni EM fyrir Rússum 5-1 á laugardaginn, en liðið er engu að síður komið áfram í milliriðla. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins, sem hafnaði í öðru sæti riðils síns. Sport 23.10.2005 15:01 Sammi vill mæta Roma "Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segist vonast eftir að mæta einhverjum af stóru liðunum í Evrópu þegar dregið verður í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á morgun. Sport 23.10.2005 15:01 Enski landsliðshópurinn tilkynntur Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt 24 manna landsliðshóp Englendinga sem mætir Austurríki og Pólverjum dagana 8. og 12. október næstkomandi. Athygli vekur að framherji Liverpool, Peter Crouch er kominn inn í hópinn á ný, en Danny Murphy frá Charlton hlýtur ekki náð fyrir augum Svíans, þrátt fyrir að leika mjög vel með liði sínu undanfarið. Sport 23.10.2005 15:01 Mourhinho heimtar virðingu Jose Mourinho segir að það sé kominn tími til að fólk fari að virða lið Chelsea, eftir að það tók Liverpool í kennslustund á Anfield í gær, en bendir á að nóg sé eftir af tímabilinu á Englandi þó Chelsea gangi vel í byrjun. Sport 23.10.2005 15:01 Juventus í 5 stiga forystu Juventus náði 5 stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-0 sigri á Inter Milan. David Trezeguet og Pavel Nedved skoruðu mörk Juve sem er með 18 stig eða fullt húst stiga eftir 6 umferðir í Serie A. AC Milan og Fiorentina koma næst með 13 stig í öðru og þriðja sæti. Sport 23.10.2005 15:01 Osasuna kemur á óvart á Spáni Osasuna gerði best toppliðanna á Spáni í dag þegar liðið lyfti sér upp í 3. sæti fótboltadeildarinnar La Liga með 1-0 útisigri á Deportivo La Coruna. Inaki Munoz skoraði sigurmarkið á 19. mínútu og er Osasuna með 12 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Getafe sem lagði Valencia í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:01 Wigan lagði Bolton Nýliðar Wigan halda áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þeir unni 2-1 sigur á Bolton í deildinni í dag. Wigan er í 7. sæti deildarinnar með 13 stig, aðeins 2 stigum frá Charlton sem er í 2. sæti. Bolton er einu stigi á undan Wigan í 5. sæti. Sport 23.10.2005 15:01 Loks sigur hjá Middlesbrough Middlesbrough vann 2-3 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og lyfti sér með sigrinum upp í 10. sæti deildarinnar. Aiyegbeni Yakubu skoraði 2 mörk fyrir Boro, það seinna úr vítaspyrnu á 88. mínútu en George Boateng eitt. Luke Moore og Steven Davis skoruðu mörk Aston Villa sem er í fimmta neðsta sæti með 6 stig. Sport 23.10.2005 15:01 Maldini skoraði tvö fyrir AC Milan Sjálfur varnarmaðurinn og fyrirliðinn Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Reggina. Með sigrinum lyfti liðið sér í 2. sæti Serie A í fótbolta á Ítalíu og er með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni gegn Inter Milan í kvöld. Sport 23.10.2005 15:01 Grétar fékk 6 mínútur með Alkmar Grétar Rafn Steinsson lék síðustu 6 mínúturnar í liði AZ Alkmar sem tyllti sér á topp hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 3-2 sigri á NEC Nijmegen. Feyenoord sem er í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Alkmar tapaði í dag fyrir Utrecht 3-1. Sport 23.10.2005 15:01 Mörkunum rignir á Anfield Damien Duff hefur komið Chelsea aftur yfir gegn Liverpool þar sem staðan er orðin 1-2 og flautað hefur verið til hálfleiks. Duff skoraði eftir frábæran undirbúning Didier Drogba sem losaði sig skemmtilega við Sami Hyypia og kom boltanum á Duff. Markið kom á 42. mínútu. Sport 23.10.2005 15:01 Real Madrid í 3. sætið Real Madrid færðist upp í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með stórsigri á Mallorca, 4-0. Mörk Real voru albrasilísk í kvöld, Brasilíumaðurinn Roberto Carlos skoraði tvö af mörkum Real og landar hans Ronaldo og nýliðinn Julio Baptista eitt hvor. David Beckham átti stórleik og lagði þrjú af mörkunum. Sport 23.10.2005 15:01 Cisse yfirheyrður Djibril Cisse, leikmaður Liverpool hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í London en hann er sakaður um að hafa lagt hendur á 15 ára gamlan unglingspilt. Meint atvik á að hafa átt sér stað á föstudagskvöld þegar Cisse var í auglýsingatökum en þar var settur á svið ímyndaður landsleikur milli Englendinga og Frakka. Sport 23.10.2005 15:01 Chelsea að afgreiða Liverpool Joe Cole hefur komið Chelsea í 3-1 yfir gegn Liverpool í stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en seinni hálfleikur stendur nú yfir. Enn og aftur var það Didier Drogba sem skapaði mark fyrir gestina og lagði upp fyrir Cole á 63. mínútu. Sport 23.10.2005 15:01 Chelsea komið yfir gegn Liverpool Frank Lampard hefur komið Chelsea 1-0 yfir á 27. mínútu gegn Liverpool á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lampard skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Djimi Traore en hann braut á Didier Drogba í vítateignum. Lampard fékk gult spjald fyrir fagnaðarlæti sín. Sport 23.10.2005 15:01 Ruud vill leika á Spáni Umboðsmaður Ruud van Nistelrooy hjá Man Utd segir leikmanninn vilja leika á Spáni áður en ferli hans lýkur. Hann gefur til kynna að það gæti orðið svo snemma sem næsta sumar en Nistelrooy hefur áður verið orðaður við Real Madrid. Sport 23.10.2005 15:01 Veigar með tvö fyrir Stabæk í dag Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Stabæk í 4-1 heimasigri á Kongsvinger í norsku 1. deildinni í dag. Sigurinn færði Stabæk skrefi nær sæti í úrvalsdeildinni að ári en liðið er nú efst með 58 stig, átta stigum ofar en Hønefoss sem er í 3. sæti deildarinnar og aðeins fjórar umferðir eru eftir. Sport 23.10.2005 15:01 Chelsea valtaði yfir Liverpool Chelsea heldur áfram óstöðvandi sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4-1 sigri á Liverpool á Anfield í dag. Frank Lampard, Damien Duff, Joe Cole og Geremi skoruðu mörk Chelsea en Steven Gerrard mark Liverpool þegar hann jafnaði metin í 1-1. Sport 23.10.2005 15:01 Enn tapar Everton Þrumfleygur Danny Mills af 25 metra færi á 71. mínútu og mark á lokasekúndum leiksins frá Darius Vassell tryggði Manchester City 2-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú í hádeginu. Hvorki gengur né rekur hjá Everton sem er í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig. Man City er hins vegar í talsvert betri málum í 6. sæti með 14 stig. Sport 23.10.2005 15:01 « ‹ 291 292 293 294 295 296 297 298 299 … 334 ›
Gunnar Heiðar skoraði en meiddist Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hélt uppteknum hætti í sænska boltanum í kvöld og skoraði eina mark Halmstad, sem þó tapaði stórt, 6-1 fyrir Djurgarden. Gunnar Heiðar þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir klukkutíma leik. Kári Árnason tók út leikbann í kvöld, en Sölvi Geir Ottesen var allan tímann á varamannabekknum. Sport 23.10.2005 15:02
Tvær breytingar á A-landsliðinu Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í liðið í stað þeirra Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar. Sport 23.10.2005 15:01
Crouch valinn í landsliðið Sóknarmaður Liverpool, Peter Crouch, var í gær valinn í enska landsliðið sem mætir Austurríki og Pólverjum í undankeppni Heimsmeistaramótins í knattspyrnu. Alan Smith hjá Manchester Utd var einnig valinn en Wayne Rooney er í banni gegn Austurríki. Sport 23.10.2005 15:01
Carsley aftur í aðgerð Það blæs ekki byrlega fyrir botnlið Everton þessa dagana og í dag bárust þær fréttir að miðjumaðurinn sterki Lee Carsley hafi farið í aðra aðgerð á hné og verði því frá í lágmark sex vikur til viðbótar. Sport 23.10.2005 15:01
Þrír 19 ára í U-21 árs liðið Eyjólfur Sverrisson hefur valið þrjá leikmenn úr U-19 ára landsliði Íslands í U-21 árs hóp sinn sem mætir Svíum í undankeppni EM í Svíþjóð þann 11. október. Þetta eru þeir Theodór Elmar Bjarnason, Bjarni Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason. Sport 23.10.2005 15:01
Best á gjörgæslu Knattspyrnugoðið George Best hefur verið lagður inn á gjörgæslu á Cromwell sjúkrahúsinu í London, samkvæmt fréttum frá BBC. Ekki liggur ljóst fyrir hvað amar að Best, en hann lét græða í sig lifur fyrir þremur árum og hefur verið nokkuð heilsutæpur á síðustu árum. Sport 23.10.2005 15:01
Moyes áhyggjufullur David Moyes, knattspyrnustjóri botnliðs Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur viðurkennt að martröð liðsins muni aðeins halda áfram í deildinni ef liðinu fer ekki að takast að skora mörk. Everton situr á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig úr sjö leikjum, en því hefur aðeins tekist að skora eitt mark það sem af er. Sport 23.10.2005 15:01
Nistelrooy fer ekki frá United Umboðsmaður Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United hefur gefið það út að hollenski framherjinn sé ekki á leið frá liðinu eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, en Nistelrooy hefur verið orðaður við Real Madrid á Spáni. Sport 23.10.2005 15:01
Ísland U-19 tapaði fyrir Búlgaríu Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum yngri en 19 ára, tapaði í dag fyrir Búlgaríu 1-0 í undankeppni EM. Markið kom á 50. mínútu leiksins úr vítaspyrnu, en einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Sport 23.10.2005 15:01
Mexíkóar heimsmeistarar U-17 Mexókóar komu mjög á óvart og sigruðu Brasilíumenn 3-0 í úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppni knattspyrnulandsliða skipuðum leikmönnum 17 ára og yngri í Perú í gær. Sport 23.10.2005 15:01
Beckham og Rooney sættust Ensku landsliðsmennirnir Wayne Rooney og David Beckham, sem rifust heiftarlega á vellinum í tapi Englendinga fyrir Norður-Írum á dögunum, hafa nú náð sáttum á ný. Rooney brá sér yfir til Spánar í gærkvöld ásamt konu sinni og snæddi kvöldverð með Beckham hjónunum. Sport 23.10.2005 15:01
Stelpurnar töpuðu fyrir Rússum U-19 ára landslið kvenna tapaði lokaleik sínum í riðlakeppninni í undankeppni EM fyrir Rússum 5-1 á laugardaginn, en liðið er engu að síður komið áfram í milliriðla. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins, sem hafnaði í öðru sæti riðils síns. Sport 23.10.2005 15:01
Sammi vill mæta Roma "Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segist vonast eftir að mæta einhverjum af stóru liðunum í Evrópu þegar dregið verður í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á morgun. Sport 23.10.2005 15:01
Enski landsliðshópurinn tilkynntur Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt 24 manna landsliðshóp Englendinga sem mætir Austurríki og Pólverjum dagana 8. og 12. október næstkomandi. Athygli vekur að framherji Liverpool, Peter Crouch er kominn inn í hópinn á ný, en Danny Murphy frá Charlton hlýtur ekki náð fyrir augum Svíans, þrátt fyrir að leika mjög vel með liði sínu undanfarið. Sport 23.10.2005 15:01
Mourhinho heimtar virðingu Jose Mourinho segir að það sé kominn tími til að fólk fari að virða lið Chelsea, eftir að það tók Liverpool í kennslustund á Anfield í gær, en bendir á að nóg sé eftir af tímabilinu á Englandi þó Chelsea gangi vel í byrjun. Sport 23.10.2005 15:01
Juventus í 5 stiga forystu Juventus náði 5 stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-0 sigri á Inter Milan. David Trezeguet og Pavel Nedved skoruðu mörk Juve sem er með 18 stig eða fullt húst stiga eftir 6 umferðir í Serie A. AC Milan og Fiorentina koma næst með 13 stig í öðru og þriðja sæti. Sport 23.10.2005 15:01
Osasuna kemur á óvart á Spáni Osasuna gerði best toppliðanna á Spáni í dag þegar liðið lyfti sér upp í 3. sæti fótboltadeildarinnar La Liga með 1-0 útisigri á Deportivo La Coruna. Inaki Munoz skoraði sigurmarkið á 19. mínútu og er Osasuna með 12 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Getafe sem lagði Valencia í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:01
Wigan lagði Bolton Nýliðar Wigan halda áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þeir unni 2-1 sigur á Bolton í deildinni í dag. Wigan er í 7. sæti deildarinnar með 13 stig, aðeins 2 stigum frá Charlton sem er í 2. sæti. Bolton er einu stigi á undan Wigan í 5. sæti. Sport 23.10.2005 15:01
Loks sigur hjá Middlesbrough Middlesbrough vann 2-3 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og lyfti sér með sigrinum upp í 10. sæti deildarinnar. Aiyegbeni Yakubu skoraði 2 mörk fyrir Boro, það seinna úr vítaspyrnu á 88. mínútu en George Boateng eitt. Luke Moore og Steven Davis skoruðu mörk Aston Villa sem er í fimmta neðsta sæti með 6 stig. Sport 23.10.2005 15:01
Maldini skoraði tvö fyrir AC Milan Sjálfur varnarmaðurinn og fyrirliðinn Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Reggina. Með sigrinum lyfti liðið sér í 2. sæti Serie A í fótbolta á Ítalíu og er með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni gegn Inter Milan í kvöld. Sport 23.10.2005 15:01
Grétar fékk 6 mínútur með Alkmar Grétar Rafn Steinsson lék síðustu 6 mínúturnar í liði AZ Alkmar sem tyllti sér á topp hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 3-2 sigri á NEC Nijmegen. Feyenoord sem er í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Alkmar tapaði í dag fyrir Utrecht 3-1. Sport 23.10.2005 15:01
Mörkunum rignir á Anfield Damien Duff hefur komið Chelsea aftur yfir gegn Liverpool þar sem staðan er orðin 1-2 og flautað hefur verið til hálfleiks. Duff skoraði eftir frábæran undirbúning Didier Drogba sem losaði sig skemmtilega við Sami Hyypia og kom boltanum á Duff. Markið kom á 42. mínútu. Sport 23.10.2005 15:01
Real Madrid í 3. sætið Real Madrid færðist upp í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með stórsigri á Mallorca, 4-0. Mörk Real voru albrasilísk í kvöld, Brasilíumaðurinn Roberto Carlos skoraði tvö af mörkum Real og landar hans Ronaldo og nýliðinn Julio Baptista eitt hvor. David Beckham átti stórleik og lagði þrjú af mörkunum. Sport 23.10.2005 15:01
Cisse yfirheyrður Djibril Cisse, leikmaður Liverpool hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í London en hann er sakaður um að hafa lagt hendur á 15 ára gamlan unglingspilt. Meint atvik á að hafa átt sér stað á föstudagskvöld þegar Cisse var í auglýsingatökum en þar var settur á svið ímyndaður landsleikur milli Englendinga og Frakka. Sport 23.10.2005 15:01
Chelsea að afgreiða Liverpool Joe Cole hefur komið Chelsea í 3-1 yfir gegn Liverpool í stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en seinni hálfleikur stendur nú yfir. Enn og aftur var það Didier Drogba sem skapaði mark fyrir gestina og lagði upp fyrir Cole á 63. mínútu. Sport 23.10.2005 15:01
Chelsea komið yfir gegn Liverpool Frank Lampard hefur komið Chelsea 1-0 yfir á 27. mínútu gegn Liverpool á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lampard skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Djimi Traore en hann braut á Didier Drogba í vítateignum. Lampard fékk gult spjald fyrir fagnaðarlæti sín. Sport 23.10.2005 15:01
Ruud vill leika á Spáni Umboðsmaður Ruud van Nistelrooy hjá Man Utd segir leikmanninn vilja leika á Spáni áður en ferli hans lýkur. Hann gefur til kynna að það gæti orðið svo snemma sem næsta sumar en Nistelrooy hefur áður verið orðaður við Real Madrid. Sport 23.10.2005 15:01
Veigar með tvö fyrir Stabæk í dag Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Stabæk í 4-1 heimasigri á Kongsvinger í norsku 1. deildinni í dag. Sigurinn færði Stabæk skrefi nær sæti í úrvalsdeildinni að ári en liðið er nú efst með 58 stig, átta stigum ofar en Hønefoss sem er í 3. sæti deildarinnar og aðeins fjórar umferðir eru eftir. Sport 23.10.2005 15:01
Chelsea valtaði yfir Liverpool Chelsea heldur áfram óstöðvandi sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4-1 sigri á Liverpool á Anfield í dag. Frank Lampard, Damien Duff, Joe Cole og Geremi skoruðu mörk Chelsea en Steven Gerrard mark Liverpool þegar hann jafnaði metin í 1-1. Sport 23.10.2005 15:01
Enn tapar Everton Þrumfleygur Danny Mills af 25 metra færi á 71. mínútu og mark á lokasekúndum leiksins frá Darius Vassell tryggði Manchester City 2-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú í hádeginu. Hvorki gengur né rekur hjá Everton sem er í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig. Man City er hins vegar í talsvert betri málum í 6. sæti með 14 stig. Sport 23.10.2005 15:01