Ástin á götunni

Fréttamynd

Hólmfríður var að hugsa um að hætta í fótbolta

Hólmfríður Magnúsdóttir er að hefja sitt fyrsta tímabil í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta með Philadelphia Independence. Fyrir rúmum tveimur árum var hún þó að íhuga að hætta í fótbolta en þetta kemur fram í viðtali við hana Í afmælisriti KR sem kom út í gær og er fjallað um á heimasíðu KR.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn dæmir leik Shaktar og Kalmar í kvöld

Knattspyrnudómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín dæma á Copa del Sol mótinu á Marbella á Spáni en þar keppa sex lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi auk Shaktar Donetsk frá Úkraínu og CSKA Moskvu.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna

Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar eins og leit jafnvel út fyrir um tíma því Daninn snjalli hefur samið við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum fotbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar okkar fengu háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi

Íslenska kvennalandsliðið fékk háttvísiverðlaunin á EM í Finnlandi í sumar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari veitir verðlaununum viðtöku í Nyon í Sviss í dag í tengslum við ráðstefnu fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu datt niður um fimm sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast. Spánverjar endurheimtu toppsæti listans en þar voru Brasilíumenn síðast.

Fótbolti
Fréttamynd

Selfyssingar unnu gamla þjálfarann í gær

Selfoss vann 2-0 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöllinni en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og jafnframt fyrsti leikurinn á móti Gunnlaugi Jónssyni síðan að hann yfirgaf þjálfarastöðu liðsins til þess að fara að þjálfa Valsliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lélegt jafntefli í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn arfaslöku liði Lúxemborgar en liðin mættust ytra í dag. Garðar Jóhannsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára

„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur: Strákarnir mættu einbeittir til leiks

„Við áttum frábær upphlaup og nokkra góða leikkafla og í heildina litið var þetta mjög gott. Við byrjuðum leikinn mjög vel og ég var mjög ánægður hvað strákarnir mættu einbeittir til leiks og tóku leikinn strax í sýnar hendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá U-21 árs landsliði Íslands

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta unnu í kvöld 0-6 sigur gegn San Marinó í undankeppni EM 2011 en leikið var ytra. Þetta var fjórði sigur íslensku strákanna í fimm leikjum í undankeppninni og liðið skaust á topp riðilsins með sigrinum.

Fótbolti