Íslenski handboltinn

Klaufalegt tap gegn Svíum
Íslendingar töpuðu fyrir Svíum með einu marki, 29-28, í vináttuleik þjóðanna í Svíþjóð í kvöld. Svíar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Roland Eradze markvörður var besti maður íslenska liðsins og varði 18 skot. Róbert Gunnarsson var markahæstur með 5 mörk en Dagur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson voru með 4 mörk.

Viggó hefur ekkert heyrt í Garcia
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist enn ekki hafa heyrt í Jaliesky Garcia landsliðsmanni sem er á Kúbu, en faðir hans lést á öðrum degi jóla.

Leikið í Þýskalandi í gær
Lokaumferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið var háð í gær. Íslenskir landsliðsmenn voru þar í eldlínunni.

Undirbúningur fyrir HM hafinn
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik heldur til Svíþjóðar í dag til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23. janúar. Liðið leikur tvo landsleiki við Svía á miðvikudag og fimmtudag. Liðið fer svo til Spánar í næstu viku og leikur á æfingamóti gegn Frökkum, Egyptum og Spánverjum.

Róbert ræðir við Gummersbach
Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur.

Logi Geirsson gefur af sér
Logi Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik og atvinnumaður með Lemgo í Þýskalandi, er um margt sérstakur einstaklingur. Fréttablaðið hefur áður greint frá jákvæðum og uppbyggilegum pistlum kappans á heimasíðu sinni þar sem hann opinberar sýn sína á lífið og reynir að smita fólk með jákvæðni sinni.

Einar skoraði níu mörk
Jólasteikin fór misvel í íslensku handboltastrákana í Þýskalandi, sumir spiluðu vel í vikunni en aðrir voru þyngri á sér. Einar Hólmgeirsson sleppti greinilega ábótinni þetta árið því hann var í fantaformi með liði sínu Grosswallstadt er það sigraði Tus Lubbecke, 40-35. Einar skoraði níu mörk í öllum regnbogans litum og Snorri Steinn Guðjónsson lék einnig vel fyrir Grosswallstadt og skoraði fjögur mörk.
Kiel sigraði Dusseldorf
Kiel lagði Düsseldorf að velli 36-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Düsseldorf í leiknum. Kiel er efst í deildinni með 30 stig eftir 17 umferðir. Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo, þegar liðið tapaði fyrir Flensburg 31-29. Magdeburg bar sigurorð af Pfullingen 33-30.

Róbert til Gummersbach
Fátt getur komið í veg fyrir að línumaðurinn snjalli, Róbert Gunnarsson, gangi til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach. Róbert hitti framkvæmdastjóra og þjálfara liðsins í dag og fór í læknisskoðun. Hann horfði á Gummersbach vinna Essen í gær en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Essen

Ásgeir Örn til Lemgo
Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar.
Tap gegn Þjóðverjum
Íslenska ungmennaliðið í handknattleik, skipað leikmönnum fæddir 1986, tapaði í dag sínum öðrum leik á Hela Cup er þeir töpuðu fyrir þýskum jafnöldrum sínum 20-18 eftir að hafa verið 10-8 undir í hálfleik.
Unglingalandsliðið vann Austurríki
Unglingalandslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sigraði Austurríki 29-18 á Hela Cup í Þýskalandi í gærkvöld.

Ólafur fær keppinaut
Líklegt þykir að handknattleikslið Hamborg þurfi að endurskoða leikmannlista félagsins um áramót en nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Jon Belustegi gangti til liðs við Ciudad Real á Spáni. Belustegi er örvhentur og mun væntanlega keppa við Ólaf Stefánsson um stöðuna hjá spænska félaginu.
Kíl endurheimti efsta sætið
Kíl endurheimti efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið sigraði Groswallstadt á útivelli, 30-26. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Groswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.
Ísland vann Katalóníu
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik bar sigurorð af úrvalsliði Katalóníu, 36-34, í framlengdum vináttuleik rétt fyrir utan Barcelona á þriðjudagskvöldið.

Essen tapaði fyrir Kiel
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark þegar Tusem Essen tapaði fyrir Kiel 21-28 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Kiel er í fyrsta sæti með 26 stig en Essen er í 8. sæti með 18 stig.
Árni fékk eins leiks bann
Árni Stefánsson, þjálfari FH í handbolta, var í gær dæmdur í eins leiks bann vegna endurtekinnar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fram og FH í DHL-deildinni í handbolta 18. desember. Aganefnd HSÍ dæmdi FH-inga einnig í sjö þúsund króna sekt vegna atviksins. Þá var Daníel Berg Grétarsson, leikmaður Gróttu/KR, dæmdur í eins leiks bann.
Sigruðu úrvalslið Katalóníu
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði úrvalslið Katalóníu með 36 mörkum gegn 34 í vináttuleik í Katalóníu í gærkvöldi. Úrslit réðust í framlengingu en staðan í lok venjulegs leiktíma var 30-30. Dagný Skúladóttir var valin best á vellinum í gærkvöldi en hún var markahæst, skoraði ellefu mörk. Hanna Stefánsdóttir skoraði sjö mörk og Hrafnhildur Skúladóttir fimm.

Kem sterkur til baka
Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad í Þýskalandi, segist sár og svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir HM í Túnis en er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik. </font /></b />

Snorri Steinn situr heima
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik tilkynnti fyrir stundu hvaða sextán leikmenn leika fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í lok janúar. Ólafur steánsson kemr nú inn í landsliðshópinn að nýju en Snorri Steinn Guðjónsson hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans.

Arnór í stað Snorra
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans.

Kvennalandslið spilar í Katalóníu
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hélt í gær til Katalóníu en liðið mun spila leik gegn úrvalsliðið Katalóníu í dag.

Snorri og Þórir detta út
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í morgun 16 manna landsliðshóp sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Túnis í lok janúar og byrjun febrúar. Snorri Steinn Guðjónsson og Þórir Ólafsson detta út úr hópnum sem tók þátt í Heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði og Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýkominn úr aðgerð á hendi.

Hópurinn mun taka breytingum
Fréttablaðið fékk þá Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, og Júlíus Jónasson, þjálfara ÍR, til að spá í spilin varðandi valið á landsliðshópnum em Viggó Sigurðsson kemur til með að velja fyrir HM í Túnis sem fer fram í janúar.

Pressan eykst á Viggó
"Hugurinn er óneitanlega við mótið í Túnis og margt sem er í skoðun út af því," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Nú líður óðum að heimsmeistaramótinu í Túnis þar sem Ísland verður meðal þátttakenda og segir Viggó að hann finni að pressan sé að aukast.

Ólafur spænskur bikarmeistari
Ólafur Stefánsson varð í dag spænskur bikarmeistari í handbolta með liði sínu Ciudad Real sem sigraði Portland San Antonio 39-36 í tvíframlengdum úrslitaleik. Ólafur skoraði 6 mörk í leiknum en markahæsti maður leiksins með hvorki meira né minna en 17 mörk var Demetrio Lozano hjá Portland.

Þórsarar í úrvalsdeildina
Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í handbolta karla í dag þrátt fyrir að hafa tapað fyrir HK í dag í lokaumferð Norður riðils DHL deildarinnar, 26:32. Norðanmenn hafna í 4. sæti því Fram sem barðist við Þór um fjórða og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrvalsdeildinni tapaði fyrir FH á heimavelli í dag, 31:32.

Þór áfram á kostnað Frammara
Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning .

Undanúrslit á EM í handbolta í dag
<font face="Helv"> Evrópumeistarar Dana í kvennahandbolta mæta í dag Rússum í undanúrslitum Evrópumeistarakeppninnar sem fram fer í Ungverjalandi en Ungverjar keppa einmitt í hinum undanúrslitaleiknum gegn Norðmönnum. Frænkur okkar í Noregi og Danmörku þykja líklegri til að halda svo áfram í úrslit en þessi tvö lið kepptu til úrslita í Evrópukeppninni árið 2002 og höfðu þær dönsku þá góðan sigur og danska liðið hefur ekki orðið fyrir neinni blóðtöku að ráði síðan þá. Lið Norðmanna hefur hins vegar tekið breytingum milli ára. </font>

Valur sigraði toppslaginn
Í kvöld fóru fram þrír leikir í Suðurriðli úrvaldsdeildar karla í handknattleik. Valsmenn komust upp að hlið ÍR-inga er þeir sigruðu þá 29-28 í miklum spennuleik. Grótta/KR unnu góðan fjögra marka sigur á Selfyssingum, 26-22, og Víkingar og Stjarnan gerðu jafntefli, 28-28.