
Alþingiskosningar 2021

Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart.

Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu
Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni.

Daði Már kjörinn varaformaður Viðreisnar
Daði Már Kristófersson var kjörinn nýr varaformaður Viðreisnar á landsþingi flokksins sem lauk í gærkvöldi.

Helgi Hrafn og Smári gefa ekki kost á sér aftur
Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, þingmenn Pírata, munu ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þeir munu þó áfram starfa innan flokksins.

Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði
Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði.

Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag.

Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og fylgi Samfylkingar minnkar
Fylgi Pírata og Miðflokksins eykst, en fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minnkar í nýrri könnun MMR.

Tommi á Búllunni í framboð fyrir Flokk fólksins
Tómas A. Tómasson, oftast kallaður Tommi og kenndur við Búlluna, hefur ákveðið að ganga til liðs við Flokk fólksins og segist hann stefna á að taka þátt í næstu Alþingiskosningum.

Hamskipti Vinstri grænna
Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn.

Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins.

Þorgerður Katrín vill áfram leiða Viðreisn í Suðvesturkjördæmi
Benedikt Jóhannesson fyrsti formaður Viðreisnar hyggur á framboð til Alþingis í einu þriggja stærstu kjördæmanna á suðvesturhorninu. Hann minnir á að bæði hann og Jóna Sólveig Elínardóttir þáverandi varaformaður hafi boðið sig fram í landsbyggðarkjördæmum í kosningunum 2016 og náð kjöri.

Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu
Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða.

Hvað með almennan kosningarétt, er það góð hugmynd?
Gunnar Smári Egilsson fjallar réttinn til að kjósa og telur að þeir sem betur mega sín hafi í raun réttri lagt undir sig sjálft lýðræðið.

Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust
Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári.

Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori
Forsætisráðherra hefur ákveðið að boðað verði til alþingiskosninga hinn 25. september á næsta ári. Það yrðu þriðju kosningarnar í röð þar sem kosið yrði að hausti en ekki vori eins og lengst af hefur verið venjan á Íslandi.