

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30.
Haukur Þrastarson átti einn sinn besta leik fyrir Kielce þegar pólska liðið sigraði Elverum frá Noregi, 37-33, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.
Haukur Þrastarson og félagar í pólska liðinu KS Vive Handball Kielce urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Sádí Arabíu.
Haukur Þrastarson og félagar í pólska liðinu Vive Kielce byrjuðu heimsmeistarakeppni félagsliða á laufléttum 21 marks sigri á Al Kuwait í dag.
Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska stórliðinu Kielce hafa ekki lagt í vana sinn að tapa mörgum deildarleikjum undanfarin ár. Liðið hefur nú unnið 75 leiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 21 marks stórsigur gegn Gwardia Opole, 42-21.
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson munu allir taka þátt með liðum sínum í heimsmeistaramóti félagsliða í handbolta sem fram fer í október á þessu ári.
Íslendingaliðið Vive Kielce varð í kvöld pólskur meistari í handbolta í ellefta skiptið í röð eftir sigur í vítakastkeppni gegn Wisla Plock í lokaumferð deildarinnar.
Íslendingalið Kielce mætir Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Dregið var í morgun.
Íslendingalið Magdeburg beið lægri hlut fyrir Kiel í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.
Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi.
Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce er liðið vann öruggan 13 marka sigur gegn Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 34-21, en Kielce hefur unnið alla 14 leiki tímabilsins.
Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd.
Það voru Íslendingar í eldlínunni úti um alla Evrópu handboltanum í kvöld. Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu fimm marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum hans í Bergischer í þýsku deildinni, og Íslendingaliðin GOG og Álaborg unnu sigra í dönsku deildinni svo eitthvað sé nefnt.
Sigvaldi Guðjónsson segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Kolstad sem er með ofurlið í smíðum. Viðræður stóðu yfir í nokkurn tíma.
Íslendingarnir í liði Póllandsmeistara Vive Kielce fóru mikinn er liðið vann stórsigur á Chrobry Glagów í kvöld. Haukur Þrastarsson var magnaður en Selfyssingurinn skoraði alls níu mörk í sigri heimamanna.
Haukur Þrastarson var í fyrsta skipti í hóp hjá pólska liðinu Vive Kielce í keppnisleik þegar að liði mætti Telekom Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag eftir löng og erfið meiðsli. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur einnig með Kielce, en hann skoraði eitt mark þegar að liðið vann 32-29.
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu í dag stórsigur á útivelli gegn Gornik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 21-30, en Sigvaldi skoraði tvö mörk fyrir Kielce.
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í pólska liðinu Vive Kielce þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29, þegar að liðið heimsótti rúmenska félagið Dinamo Bucuresti í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.
Haukur Þrastarson hefur lítið getað spilað með pólska stórliðinu Kielce síðan hann kom til þess frá Selfossi í fyrra.
Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, segist eiga nokkuð í land með að komast í sitt besta form. Kielce-menn fara sér engu óðslega með Selfyssinginn en hann vonast til að verða orðinn klár í slaginn seinna í þessum mánuði.
Sigvaldi Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu í dag stórsigur gegn Gwardia Opole í pólsku deildinni í handbolta. Lokatölur 40-24, og Kielce hefur nú unnið báða leiki sína í byrjun tímabils.
Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson fékk þungt högg á höfuðið í vináttuleik með liði sínu Vive Kielce í gær. Hann missir því af leik liðsins gegn Füchse Berlin í dag.
Łomża Vive Kielce varð pólskur meistari í handbolta í gærkvöld er liðið lagði SPR Stal Mielec með níu marka mun, lokatölur 33-24. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson leika með liðinu.
Íslenskir handknattleiksmenn voru á ferðinni víða um Evrópu í dag.
Talant Dujshebaev, þjálfari Sigvalda Guðjónssonar og Hauks Þrastarsonar hjá Kielce, hefur verið dæmdur í sex leikja bann í pólsku bikarkeppninni fyrir framkomu sína í leik gegn Wisla Plock fyrr í þessum mánuði. Þá fékk Dujshebaev væna sekt.
Íslenski landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var á sínum stað í stórliði Kielce í pólska handboltanum í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var á sínum stað í liði Kielce í pólska handboltanum í dag.
Íslenskir landsliðsmenn létu vel að sér kveða í leikjum kvöldsins í evrópskum handbolta.
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kielce unnu öruggan sigur í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Handknattleiksmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson framlengdi í dag samning sinn við pólska stórliðið Łomża Vive Kielce. Er hann nú samningsbundinn til ársins 2022.