Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Keflavík mætir Fjölni

Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Tveir af leikjunum verða viðureignir úrvalsdeildarliða, en það eru leikir Keflavíkur og Fjölnis annarsvegar og Skallagríms og ÍR hinsvegar.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar meistarar

Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík burstaði Keflavík

Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun.

Sport
Fréttamynd

KR í úrslitin

KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30.

Sport
Fréttamynd

Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld

Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum.

Sport
Fréttamynd

Þór sigraði KR

Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan.

Sport
Fréttamynd

Þór tekur á móti KR á Akureyri

Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Aftur frestun vegna leka

Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík með fullt hús stiga

Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti.

Sport
Fréttamynd

Leik Þórs og KR frestað vegna leka

Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss

Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík lagði ÍR

Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Keflavík og Haukum

Karlalið Keflavíkur tapaði fyrir finnska liðinu Lappeeranta í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld 92-75, en leikurinn fór fram í Keflavík. Á sama tíma töpuðu Haukastúlkur stórt á heimavelli fyrir Polisporto Ares frá Ítalíu 85-45 á Ásvöllum.

Sport
Fréttamynd

Keflavík og Haukar spila í kvöld

Tveir leikir verða á dagskrá í Evrópukeppninni í körfuknattleik hér á landi í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur á móti finnska liðinu Lappeenranta í Keflavík og Haukastúlkur spila við Ribera frá Ítalíu á Ásvöllum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Grindvíkinga

Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48.

Sport
Fréttamynd

Heil umferð í kvöld

Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR.

Sport
Fréttamynd

Helgi Jónas og Damon Bailey hættir

Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey.

Sport
Fréttamynd

Keflavík tapaði í Lettlandi

Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

Suðurnesjaliðin taplaus

Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74.

Sport
Fréttamynd

Haukar töpuðu stórt í Frakklandi

Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir í kvöld

Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar töpuðu í Finnlandi

Íslandsmeistarar Keflavíkur biðu lægri hlut fyrir finnska liðinu Lappeenranta í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í dag, 92-77, eftir að hafa verið 17 stigum undir í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

ÍS lagði Breiðablik

Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Allt eftir bókinni

16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum.

Sport
Fréttamynd

Glæsilegur árangur í Aþenu

Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt.

Sport
Fréttamynd

Silfur hjá Kristínu Rós

Kristín Rós Hákonardóttir, sundmaður, heldur áfram að gera frábæra hluti en í gær varð hún í öðru sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi í S7 flokki á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson í úrvalsliði ÓL

Ólafur Stefánsson var valinn sem hægri skytta í úrvalslið Ólympíuleikanna í Aþenu. Það voru Bengt Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía, og Frakkinn Daniel Costantini sem völdu liðið í samvinnu við landsliðsþjálfara þátttökuþjóðanna í Aþenu.

Sport
Fréttamynd

Leikunum lokið

Ólympíuleikunum var slitið í gærkvöld í Aþenu í Grikklandi. Bandaríkin hlutu flest verðlaun, 103 þar af 35 gull. Kínverjar voru með 32 gull og 63 verðlaun í heildina.

Sport
Fréttamynd

Enn ein rós í hnappagat Króata

Heimsmeistarar Króata bættu annarri rós í hnappagatið í gær þegar þeir unnu Þjóðverja, 26-24, í leik um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Sport
Fréttamynd

Ólympíumeistarar eftir vítakeppni

Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik.

Sport