Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Tólf stiga sigur á Dönum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skellti því danska ytra í kvöld. Lokatölur 54-66 fyrir Ísland en leikurinn var liður í B-deild Evrópukeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir Þór gaf flestar stoðsendingar í Bosníu

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska 18 ára landsliðsins, gaf flestar stoðsendingar í b-deild Evrópukeppninnar sem lauk í Bosníu í gær. Íslenska liðið vann fjóra síðustu leiki sína og tryggði sér 13. sætið með öruggum sigri á Dönum.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltaliðið hlaut brons

Körfuboltalandslið karla tapaði fyrir Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum í morgun og endar í þriðja sæti keppninnar. UM lokaleik liðsins var að ræða en Lúxemborgar unnu átta stiga sigur, 74-66.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland vann 54 stiga sigur á San Marino

Ísland fékk létta æfingu þegar það rótburstaði San Marino 93-39 á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í dag. Ísland vann 1. leikhluta 24-14 og þann næsta 26-4. Sigurinn var aldrei í hættu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kvennalandsliðið tapaði gegn Möltu

Kvennalandslið Íslands í körfubolta byrjaði illa á Smáþjóðaleikunum þegar það tapaði fyrir Möltu, 53-69, í fyrsta leik en staðan í hálfleik var 24-34 Möltu í vil.

Sport
Fréttamynd

Böðvar ætlar að koma með Keflavíkur-hugsunarháttinn

Böðvar Þórir Kristjánsson er nýr þjálfari 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri í körfunni en Böðvar mun taka við starfi Hrafns Kristjánssonar sem hætti með liðið í kjölfar þess að Þórsarar féllu úr Iceland Express deild karla í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir lykilleikmenn ekki með kvennalandsliðinu

Tveir af bestu bakvörðum landsins í kvennakörfunni, Hildur Sigurðardóttir í KR og Pálína Gunnlaugsdóttir í Keflavík, verða ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Þetta kom fram á karfan.is.

Körfubolti
Fréttamynd

Marvin og Bárður valdir bestir í 1. deild karla

Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars, og Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis fengu stærstu verðlaunin fyrir 1. deild karla á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands í gærkvöldi. Marvin var valinn besti leikmaðurinn en Bárður var kosinn besti þjálfari deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og Signý voru valin best á lokahófi KKÍ

Jón Arnór Stefánsson, bakbvörður úr KR og Signý Hermannsdóttir, miðherji úr Val, voru kosin bestu leikmenn Iceland Express deildanna á lokahófi KKÍ sem stendur nú yfir á Broadway. Þetta er í fyrsta sinn sem Signý Hermannsdóttir er kosin best en Jón Arnór Stefánsson hlaut þessi sömu verðlaun fyrir sjö árum síðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Kynnt sem kraftakona frá Íslandi

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, hefur ákveðið að gera samning við þýska 2. deildarliðið TSVE Lady Dolphins og verður því fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að spila í Þýskalandi.

Körfubolti