Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Sigmundur dæmir í Meistaradeild kvenna á morgun

Körfuboltadómarinn Sigmundur Már Herbertsson er á leið til Litháen þar sem hann dæmir leik VICI Aistes frá Litháen og SpartaK Moskvu í Meistaradeild kvenna sem fram fer í Kaunas á morgun, miðvikudaginn 27. október.

Körfubolti
Fréttamynd

Snæfellingar búnir að vinna fimm úrslitaleiki í röð í Höllinni

Snæfellingar eiga nú orðið margar skemmtilegar minningar frá ferðum sínum suður í Laugardalshöll á síðustu sex árum. Snæfell tryggði sér sigur í Lengjubikarnum 2010 með 97-93 sigri á KR í úrslitaleiknum á Höllinni á sunnudaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Snæfell vinnur Fyrirtækjabikarinn frá og með árinu 2004.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigmundur dæmir hjá sænsku meisturunum annað kvöld

Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefur í nóg að snúast þessa daganna. Hann dæmdi úrslitaleik Lengjubikars karla á milli Snæfells og KR í gær og flaug síðan til Svíþjóðar í dag þar sem hann mun dæma leik í Evrópukeppni karla annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Snæfell og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins

Íslands- og bikarmeistarar Snæfells og deildarmeistarar KR tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla sem fram fer í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Grindavík í Stykkishólmi en KR fór til Keflavíkur og vann þar fjögurra stiga sigur á heimamönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

KR og Keflavík jöfnuðu met Njarðvíkinga - undanúrslitin klár

KR og Keflavík komust í gær í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta ásamt Snæfell og Grindavík. Þau jöfnuðu þar með met Njarðvíkinga sem sátu eftir í 8 liða úrslitum eftir tap á heimavelli fyrir Grindavík. Öll þrjú félögin hafa nú tólf sinnum komist í undanúrslit Fyrirtækjabikarsins síðan hann fór fyrst fram árið 2006 en keppnin fer nú fram í fimmtánda sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigrún kölluð perla síns liðs í Frakklandi

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir byrjar mjög vel með Olympique Sannois Saint-Gratien í frönsku NF2-deildinni. Sigrún komst á síður frönsku blaðanna á dögunum þar sem henni var hrósað fyrir framgöngu sína á undirbúningstímabilinu þar sem liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum.

Körfubolti
Fréttamynd

ÍR og Fjölnir leika til úrslita í Reykjanes Cup

Keflavík hafði betur gegn grönnum sínum í Njarðvík, 92-76, á föstudagkvöld í Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í dag. Sex lið taka þótt í mótinu en auk Suðurnesjaliðanna Grindavík, Keflavík og Njarðvík eru Snæfell, Fjölnir og ÍR með í mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings

Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is.

Körfubolti
Fréttamynd

Sextán ára strákarnir komnir í úrslitaleikinn á Norðurlandamótinu

Íslenska 16 ára landslið karla spilar á morgun til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn en NM yngri landsliða stendur nú yfir í Solna í Svíþjóð. Íslensku 16 ára strákarnir hafa unnið alla fjóra leiki sína á mótinu þar á meðal fjögurra stiga sigur á Svíum sem verða mótherjar þeirra í úrslitaleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar í úrvalsdeild

Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í Iceland Express-deild karla á næstu leiktíð er liðið lagði Val öðru sinni. Að þessu sinni 73-82.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar einum sigri frá efstu deild

Haukar úr Hafnarfirði eru aðeins einum sigri frá því að komast upp í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Haukar lögðu Val örugglega í fyrsta leik liðanna um sæti í deildinni í gær, 88-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur Bærings: Bæði lið með stórt vopnabúr

Eftir að Snæfell lagði Keflavík í undanúrslitum sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, að hann vildi fá ÍR í úrslitaleiknum. Honum varð ekki að ósk sinni því Grindavík verður mótherjinn í Laugardalshöllinni í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

KFÍ komið með annan fótinn í Iceland Express deildina

KFÍ steig stórt skref í átt að úrvalsdeildarsæti eftir 77-76 sigur á Skallagrími í Borgarnesi í 1. deild karla kvöld. Ísfirðingar þurfa núna bara að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til þess að tryggja sér sæti í Iceland Express deildinni.

Körfubolti