Körfubolti

Haukar í úrslitaeinvígið í 1. deild karla eftir sigur á Þór í oddaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Semja Inge var atkvæðamikill með Haukum í kvöld.
Semja Inge var atkvæðamikill með Haukum í kvöld. Mynd/Vilhelm
Karlalið Hauka tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta eftir 69-58 sigur á Þór Þorlákshöfn í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. Þórsliðið vann fyrsta leikinn í einvíginu á Ásvöllum en Haukaliðið svaraði með tveimur nokkuð sannfærandi sigrum.

Semaj Inge var með 18 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Haukum, Davíð Páll Hermannsson skoraði 14 stig og þeir Sævar Ingi Haraldsson og Óskar Magnússon voru báðir með 9 stig.

Richard Field skoraði 14 stig og tók 11 fráköst hjá Þór, Þórarinn Ragnarsson var með 12 stig og Magnús Pálsson skoraði 10 stig og gaf 6 stoðsendingar.

Haukar mæta annaðhvort Val eða Skallagrím í úrslitunum en þau lið spila oddaleik í Vodafone-höllinni á morgun. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Iceland Express deild karla en KFÍ fór beint upp sem deildarmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×