
Víkingur Reykjavík

Birta í markinu hjá nýliðunum
Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

Birnir Snær og Sigdís Eva sköruðu fram úr hjá Víkingi
Knattspyrnufólkið Birnir Snær Ingason og Sigdís Eva Bárðardóttir voru í gær kjörin íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2023.

„Reiði og hatur eru oft góð orka“
Arnar Gunnlaugsson leyfði leikmönnum sínum ekki að fara heldur lét þá horfa á Blika taka á móti og fagna Íslandsmeistaraskildinum, á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan. Þannig vildi hann skapa hvatningu fyrir Víkinga sem í ár urðu svo Íslandsmeistarar með yfirburðum og einnig bikarmeistarar.

Botna ekkert í viðbrögðum Víkings
Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar.

Gott að losna við óvissuna með barn á leiðinni
Arnar Gunnlaugsson kveðst sáttur við þá niðurstöðu að vera áfram í Víkinni þrátt fyrir áhuga sænska liðsins Norrköping. Félagið hafi sannarlega viljað fá hann sem þjálfara liðsins, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

Víkingur slítur viðræðum við Norrköping
Arnar Gunnlaugsson er ekki að fara til sænska félagsins Norrköping eftir allt saman því Víkingur hefur slitið viðræðunum

Utan vallar: Ég er strax farinn að sakna þeirra
Við kveðjum ekki aðeins árið 2023 þessa dagana heldur einnig tvo litríkustu þjálfara Bestu deildar karla í fótbolta.

Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga
Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni.

Heiðursstúkan: Aron hræddur um að tapa enn einu sinni fyrir Birni
Önnur þáttaröð Heiðursstúkunnar hefur hafið göngu sína á Vísi. Fimm þættir verða sýndir fyrir áramót og fimm eftir áramót.

„Sumir halda að þetta sé heimskt af mér“
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er tvítugur markvörður sem mættur er til meistaraliðs Víkings. Til þess fórnaði hann sæti í enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves, sem Pálmi segir suma eflaust telja heimskulega ákvörðun. Hann þekkir vel til keppinautar síns um stöðu í byrjunarliði Víkinga, Ingvars Jónssonar, en báðir eru þeir Njarðvíkingar.

„Það var helvítis högg að heyra það“
„Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum.

„Þetta er frábært lið“
Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla.

Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig.

Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn
Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins.

Eyjamenn kafsigldu Víkinga
ÍBV vann átján marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deild karla í Eyjum í dag. ÍBV er nú komið upp í annað sæti deildarinnar.

Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga
Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku.

Breiðablik sigraði Bose-mótið
Breiðablik sigraði Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bose-mótinu í knattspyrnu, lokatölur á Kópavogsvelli 3-1 Blikum í vil.

Valsmenn unnu í Safamýri
Valur vann sex marka sigur á Víkingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri, heimavelli Víkinga, 21-27.

Stjarnan upp úr fallsæti
Stjarnan lyfti sér upp úr fallsæti Olís-deildar karla í handbolta á kostnað Víkinga með góðum sigri í kvöld. Þá vann Grótta botnlið Selfoss.

Herra Víkingur tekur eitt ár enn og á möguleika á leikjametinu
Halldór Smári Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Víking út næsta tímabil og verður því með Íslands- og bikarmeisturum Víkinga í Bestu deildinni 2024.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 30-27 | HK vann langþráðan og afar mikilvægan sigur gegn Víkingi
HK tók á móti Víkingum í Kórnum í mikilvægum leik í botnbaráttunni í níundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 30-27 HK í vil sem nældi sér þar af leiðandi í dýrmæt stig í baráttu liðanna um að forðast fall úr deildinni.

Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“
Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á.

Bjarni Guðnason er látinn
Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri.

KA komst aftur á sigurbraut
KA er komið aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið vann þriggja marka útivallarsigur gegn Víkingi í 8. umferð Olís deildar karla. Þetta var annað tap Víkings í röð.

Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum
16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu.

Nennir ekki að segjast vera hættur fyrr en það er staðfest
Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er mættur í þjálfarateymi Íslands- og bikarmeistara Víkings en er þó ekki viss um að skórnir séu farnir upp í hillu.

Þrjár Stephensen-kynslóðir áberandi á verðlaunapallinum
Guðmundur Stephensen er langþekktasti borðtennisspilari Íslands fyrr og síðar. Hann er samt ekki sá eini í fjölskyldunni sem er liðtækur í íþróttinni. Það kom í ljós um helgina.

Umfjöllun: Fram - Víkingur 32-24| Framarar í engum vandræðum með Víkinga
Fram tók á móti Víkingi í sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Framarar sem voru einu stigi á eftir Víkingum fyrir leikinn áttu í engum vandræðum með nýliðana og unnu góðan átta marka sigur 32-24.

Meistararnir vilja fá markakónginn
Íslands- og bikarmeistarar Víkings vilja fá Emil Atlason, markakóng Bestu deildarinnar, í sínar raðir fyrir næsta tímabil.

Ótrúlegar endasprettur Víkings | Stórsigur Hauka fyrir norðan
Sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta lauk með þremur leikjum í kvöld. Hinum þremur viðureignunum var flýtt vegna þátttöku Aftureldingar, FH, ÍBV og Vals í Evrópubikarkeppninni um helgina.