
Keflavík ÍF

„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.

Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid
Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit
Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin
Víkingur tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars kvenna eftir 5-0 stórsigur á Keflavík í Víkinni í kvöld.

„Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“
Callum Lawson var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld þegar Keflavík héldu voninni lifandi um úrslitakeppni með 107-98 sigri á sterku liði Stjörnunnar í kvöld.

Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von
Keflvíkingar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir níu stiga sigur á Stjörnunni, 107-98, í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld.

Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld.

Markvörður FH fer heim til Keflavíkur
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.

Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur
Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni.

Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum
Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld.

Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga
Leik Tindastóls og Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta sem fer fram í kvöld hefur verið seinkað til kl.20:45 í kvöld.

GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða?
Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld.

„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima.

Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri.

Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið
Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri.

„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“
DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir.

Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt
Grindavík lagði Keflavík með tíu stiga mun og getur nú blandað sér í baráttuna um heimavallarrétt í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Keflavík er hins vegar enn að berjast um sæti í úrslitakeppninni.

„Staðan er erfið og flókin“
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins.

Valskonur unnu meistarana
Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna
Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu.

Stólarnir stríddu toppliðinu
Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

„Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík
Körfuboltakvöld ræddi lið Keflavíkur, sem hefur tekið miklum framförum eftir þjálfarabreytingar.

Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum
Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97.

„Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir”
Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn.

Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik
Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavíkurliðinu til sigurs í sínum fyrsta leik í endurkomunni í þjálfarastólinn en Keflvíkingar enduðu með því fjögurra leikja taphrinu sínu í Bónus deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru skrefinu á undan Haukum á Ásvöllum og unnu að lokum níu stiga sigur, 95-104.

Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“
Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson.

GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“
GAZ-mennirnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon höfðu ýmislegt að segja í upphitun fyrir leik Hauka og Keflavíkur. Þeir munu lýsa leiknum með sínum einstaka hætti á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld.

Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“
Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum.

Martin má ekki koma Keflavík til bjargar
Það verður ekkert af því að Remy Martin snúi aftur í lið Keflavíkur á þessari leiktíð, þó að hann hafi ekki verið skráður í annað félag síðan hann sleit hásin í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar í körfubolta á síðasta ári.

„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“
Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni.