Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum

Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður og virti ekki mörk einangrunar

Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis

Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.

Erlent