Ráðherra sagður hafa ýjað að dómgreindarbresti Ágústu Johnson Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 13:43 Kafli úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar var birtur í dag. Vísir/Vilhelm Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52