Innlent Haldið sofandi á gjörgæslu Jonathan Motzfeldt, formanni grænlenska landsþingsins, er enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum en hann var fluttur þangað frá Grænlandi á fimmtudag. Motzfeldt hefur verið greindur með lungnabólgu og nýrnabilun vegna bakteríusýkingar. Innlent 25.7.2006 21:26 Nýr spítali haldi áætlun Áríðandi er að undirbúningur við byggingu nýs spítala haldi áætlun, segir í ályktun frá stjórn hjúkrunarráðs Landspítalans. Stjórnin segir frestun á framkvæmdum geta haft alvarlegar afleiðingar þar sem húsnæðisskortur sé nú þegar óviðunandi. Með nýrri byggingu muni þjónusta við sjúklinga batna, hagkvæmni í rekstri aukast og aðstaða starfsmanna og nemenda verða betri. Innlent 25.7.2006 21:25 Fimm Rússar handteknir Innlent 25.7.2006 21:25 Kostirnir eru króna eða ESB Aðeins tveir raunhæfir kostir eru varðandi framtíðarskipan gengismála á Íslandi. Annaðhvort núverandi staða með flotgengisstefnu krónunnar eða upptaka evru með inngöngu í myntbandalagið og Evrópusambandið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs sem kemur út í dag. Innlent 25.7.2006 21:26 Farþegarnir blandast áfram Eftir að breytingum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar lýkur í vor eiga komu- og brottfararfarþegar enn eftir að blandast. Innlent 25.7.2006 21:25 Enn ein bílvelta á Hólssandi Erlendur ferðamaður velti bílaleigubíl sínum á Hólssandi í fyrrakvöld. Hann var einn í bílnum og sakaði ekki. Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík segir þennan veg sérstaklega varasaman. Það sem af er sumri hafi orðið þar einar átta bílveltur. Innlent 25.7.2006 21:25 Hafa reynslu af vinnu erlendis Íslenska orkufyrirtækið Enex, sem vinnur að rannsóknum á jarðvarma í þremur sveitarfélögum í austanverðri Slóvakíu, hefur tekið þátt í meira en fimm verkefnum á erlendri grundu. Meðal annars hefur fyrirtækið tekið þátt í stórum verkefnum í El Salvador, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu. Innlent 25.7.2006 21:25 Seðlarnir komnir á netið Fólk getur nú nálgast álagningarseðla sína rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.rsk.is, með veflykli sínum. Opnað var fyrir þessa þjónustu klukkan fjögur í gærdag. Innlent 25.7.2006 21:25 Margir búa utan borgar Fimmtungur starfsmanna á skrifstofu borgarstjórnar og borgarstjóra býr í bæjarfélögunum kringum borgina. Starfsmennirnir eru 25. Tveir þeirra búa í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn á Seltjarnarnesi. Innlent 25.7.2006 21:25 Ræðismaður Svía á Húsavík Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur ákveðið að stofna sænska ræðisskrifstofu á Húsavík. Íslensk stjórnvöld hafa veitt samþykki sitt til að Þórunn Harðardóttir gegni starfi sem ræðismaður fyrir Svíþjóð og hefur Þórunn verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Innlent 25.7.2006 21:25 Stjórnarmenn bera ábyrgð „Það er alveg ljóst að Byggðastofnun tók þessa ákvörðun og þeir sem sitja í stjórninni bera þá ábyrgð líka.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, um málefni Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja og samskipti þess við Byggðastofnun. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, hefur sagt að peningum hafi verið veitt til félagsins vegna þrýstings frá ríkisstjórninni. Innlent 25.7.2006 21:25 Nokkuð um ölvun í Eyjum Innlent 25.7.2006 21:25 Ekki á sundi heldur á göngu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um það um hádegið í gær að maður væri á sundi mitt í Grafarvogi, og fylgdi það sögunni að hann væri nánast á bólakafi í sjónum. Innlent 25.7.2006 21:25 Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu Gríðarleg eftirspurn er eftir íslenskum mjólkurafurðum hjá verslanakeðjunni Whole Foods Market í Bandaríkjunum. Innkaupastjóri keðjunnar segir fyrirtækið geta tekið allar þær mjólkurvörur sem Íslendingar geta framleitt. Innlent 25.7.2006 21:26 Engin varanleg mengun Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna bensínslyssins í Ljósavatnsskarði í dag vera litla sem enga. Valdimar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir mest af bensíninu hafa lent á veginum og vegkantinum en vegurinn er mikið upphækkaður á þessum stað. Innlent 25.7.2006 22:06 Bækur fundust í gröf Sá merkilegi atburður gerði í dag að bækur fundust í fyrsta sinn við fornleifauppgröft hér á landi á Skriðuklaustri í dag. Bækurnar lágu í kistum tveggja manna sem eru líklega munkar úr klaustrinu. Því er talið að bækurnar séu sálmabækur. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós marga fagra hluti. Enn bíða grafir rannsóknir í klausturkirkjunni að Skriðu og því líklegt að uppgröfturinn leiði fleira óvænt í ljós. Innlent 25.7.2006 21:50 Óperuhúsi ekki frestað Kópavogsbær hyggur á niðurskurð sem nemur um hálfum milljarði króna til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að byggingu óperuhúss verði ekki frestað þrátt fyrir bæjarstjórn hafi ákveðið á dögunum að skera niður um hálfan milljarð króna vegna þenslu. Innlent 25.7.2006 21:35 Banaslys við Hellisheiðarvirkjun Tæplega fimmtugur franskur maður lést í vinnuslysi á svæði Hellisheiðarvirkjunar í morgun. Maðurinn féll úr sjö til níu metra hæð þegar lyftari með kranabómu valt. Innlent 25.7.2006 18:06 Netsími bundinn í jarðlínu Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, vill koma því á framfæri að notast er við jarðlínur í netsímtölum fyrirtækisins. Í frétt hér á Vísi fyrr í dag var sagt að "ólíkt símkerfi Símans eru símar Atlassíma ekki bundnir við jarðlínur heldur er hringt í gegnum tölvur." Yfirmenn lögreglu og Neyðarlínu vilja að beðið verði með að heimila flutning símanúmera úr talsímakerfinu í netsímakerfi Atlassíma. Þeir óttast að flutningurinn dragi úr öryggi og geti hamlað lögreglurannsóknum. Innlent 25.7.2006 15:33 Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins lýsir yfir stuðningi við Sigurstein Másson Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við formann bandalagsins, Sigurstein Másson, í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag. Innlent 25.7.2006 14:49 British airways taka upp nýja þjónustu Flugfélagið British airways hefur opnað nýja þjónustu á heimasíðu sinni en nú geta viðskiptavinir félagsins innritað sig á síðu þeirra allt að 24 tímum fyrir brottför. Allt að sex manns geta nú innritað sig í einu, valið fæti í flugvélinni og einnig er hægt að velja barnamáltíð ef börn eru með í ferð. Innlent 25.7.2006 14:46 Icelandair íhugar að krefja ríkið um skaðabætur Icelandair er að skoða rétt sinn til að krefja ríkið um skaðabætur vegna kostnaðar , sem félagið hefur orðið fyrir vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra. Innlent 25.7.2006 14:06 Stefán Jón Hafstein mótmælir frestun á byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss Stefán Jón Hafstein, fulltrúi Samfylkingarinnar í menningarmálaráði, segir ríkisstjórnina ekki geta einhliða gengið gegn samningum, um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, sem fjórir ráðherrar skrifuðu undir fyrir örfáum mánuðum. Innlent 25.7.2006 13:39 Franskur maður lést í vinnuslysi Franskur maður á fimmtugsaldri lést og annar slasaðist lítillega í vinnuslysi við Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf níu í morgun. Á heimasíðu lögreglunnar segir að mennirnir hafi verið að vinna við tengivirki á virkjanasvæðinu. Annar stóð á vörubretti framan á gafli lyftara í um sjö til níu metra hæð. Innlent 25.7.2006 13:30 Nokkur ölvun í Eyjum um liðna helgi Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að hafa nokkur afskipti af skemmtanahaldi liðinnar helgi sökum ölvunar á fólki. Lögreglan fékk þrjár tilynningar um slagsmál fyrir utan skemmtistaði bæjarins en í öllum tilvikum voru þau afstaðin þegar lögregla kom á staðinn. Engir eftirmálar virðast hafa orðið af slagsmálunum. Innlent 25.7.2006 12:46 Skattgreiðendur geta nálgast Skattgreiðendur, sem töldu fram til skatts á Netinu, geta nálgast álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra; www.rsk.is með veflykli sínum eftir klukkan fjögur í dag. Aðrir munu fá álagningarseðla senda til sín í pósti á föstudaginn kemur og í byrjun næstu viku. Sama dag verður lögð fram skrá með álagningu opinberra gjalda árið 2006. Innlent 25.7.2006 12:08 Mikil mengun vegna slyssins Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans. Innlent 25.7.2006 11:30 Framkvæmdum frestað á tónlistar og ráðstefnuhúsi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hægja á framkvæmdum við tónlistar og ráðstefnuhús í samkomulagi við Reykjavíkurborg og Portus. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þetta væru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún vildi viðhalda stöðugleikanum. Viðræður verða við Portus á næstu dögum og þá verður endanlega rætt um hvernig staðið verður að framkvæmdunum. Innlent 25.7.2006 11:47 Stefnt að því að ljúka framkæmkvæmdum næsta vor Framkvæmdum við stækkun og breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar miðar vel áfram. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fyrir tuttugu ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar næsta vor. Lokaáfangi verksins er nú að hejast með enn frekari breytingum á 2. hæð flugstöðvarinnar og verulegri stækkun og breytingu á innritunar- og komusal stöðvarinnar. Innlent 25.7.2006 11:22 Óskar eftir samvinnu við almenningi Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir samvinnu við almenning varðandi upplýsingar um fíkniefni. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að fíkniefni séu oft fylgifiskur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Það sé því samfélagsleg skylda hvers og eins og því beinir lögreglan því til almennings að koma upplýsingum til lögreglu varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Vestmannaeyja. Fullri nafnleynd er heitið en hægt er að hafa beint samband við lögregluna í síma 4811665 eða fíkniefnasíma Ríkislögreglustjóra 800-5005. Innlent 25.7.2006 11:05 « ‹ 308 309 310 311 312 313 314 315 316 … 334 ›
Haldið sofandi á gjörgæslu Jonathan Motzfeldt, formanni grænlenska landsþingsins, er enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum en hann var fluttur þangað frá Grænlandi á fimmtudag. Motzfeldt hefur verið greindur með lungnabólgu og nýrnabilun vegna bakteríusýkingar. Innlent 25.7.2006 21:26
Nýr spítali haldi áætlun Áríðandi er að undirbúningur við byggingu nýs spítala haldi áætlun, segir í ályktun frá stjórn hjúkrunarráðs Landspítalans. Stjórnin segir frestun á framkvæmdum geta haft alvarlegar afleiðingar þar sem húsnæðisskortur sé nú þegar óviðunandi. Með nýrri byggingu muni þjónusta við sjúklinga batna, hagkvæmni í rekstri aukast og aðstaða starfsmanna og nemenda verða betri. Innlent 25.7.2006 21:25
Kostirnir eru króna eða ESB Aðeins tveir raunhæfir kostir eru varðandi framtíðarskipan gengismála á Íslandi. Annaðhvort núverandi staða með flotgengisstefnu krónunnar eða upptaka evru með inngöngu í myntbandalagið og Evrópusambandið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs sem kemur út í dag. Innlent 25.7.2006 21:26
Farþegarnir blandast áfram Eftir að breytingum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar lýkur í vor eiga komu- og brottfararfarþegar enn eftir að blandast. Innlent 25.7.2006 21:25
Enn ein bílvelta á Hólssandi Erlendur ferðamaður velti bílaleigubíl sínum á Hólssandi í fyrrakvöld. Hann var einn í bílnum og sakaði ekki. Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík segir þennan veg sérstaklega varasaman. Það sem af er sumri hafi orðið þar einar átta bílveltur. Innlent 25.7.2006 21:25
Hafa reynslu af vinnu erlendis Íslenska orkufyrirtækið Enex, sem vinnur að rannsóknum á jarðvarma í þremur sveitarfélögum í austanverðri Slóvakíu, hefur tekið þátt í meira en fimm verkefnum á erlendri grundu. Meðal annars hefur fyrirtækið tekið þátt í stórum verkefnum í El Salvador, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu. Innlent 25.7.2006 21:25
Seðlarnir komnir á netið Fólk getur nú nálgast álagningarseðla sína rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.rsk.is, með veflykli sínum. Opnað var fyrir þessa þjónustu klukkan fjögur í gærdag. Innlent 25.7.2006 21:25
Margir búa utan borgar Fimmtungur starfsmanna á skrifstofu borgarstjórnar og borgarstjóra býr í bæjarfélögunum kringum borgina. Starfsmennirnir eru 25. Tveir þeirra búa í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn á Seltjarnarnesi. Innlent 25.7.2006 21:25
Ræðismaður Svía á Húsavík Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur ákveðið að stofna sænska ræðisskrifstofu á Húsavík. Íslensk stjórnvöld hafa veitt samþykki sitt til að Þórunn Harðardóttir gegni starfi sem ræðismaður fyrir Svíþjóð og hefur Þórunn verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Innlent 25.7.2006 21:25
Stjórnarmenn bera ábyrgð „Það er alveg ljóst að Byggðastofnun tók þessa ákvörðun og þeir sem sitja í stjórninni bera þá ábyrgð líka.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, um málefni Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja og samskipti þess við Byggðastofnun. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, hefur sagt að peningum hafi verið veitt til félagsins vegna þrýstings frá ríkisstjórninni. Innlent 25.7.2006 21:25
Ekki á sundi heldur á göngu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um það um hádegið í gær að maður væri á sundi mitt í Grafarvogi, og fylgdi það sögunni að hann væri nánast á bólakafi í sjónum. Innlent 25.7.2006 21:25
Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu Gríðarleg eftirspurn er eftir íslenskum mjólkurafurðum hjá verslanakeðjunni Whole Foods Market í Bandaríkjunum. Innkaupastjóri keðjunnar segir fyrirtækið geta tekið allar þær mjólkurvörur sem Íslendingar geta framleitt. Innlent 25.7.2006 21:26
Engin varanleg mengun Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna bensínslyssins í Ljósavatnsskarði í dag vera litla sem enga. Valdimar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir mest af bensíninu hafa lent á veginum og vegkantinum en vegurinn er mikið upphækkaður á þessum stað. Innlent 25.7.2006 22:06
Bækur fundust í gröf Sá merkilegi atburður gerði í dag að bækur fundust í fyrsta sinn við fornleifauppgröft hér á landi á Skriðuklaustri í dag. Bækurnar lágu í kistum tveggja manna sem eru líklega munkar úr klaustrinu. Því er talið að bækurnar séu sálmabækur. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós marga fagra hluti. Enn bíða grafir rannsóknir í klausturkirkjunni að Skriðu og því líklegt að uppgröfturinn leiði fleira óvænt í ljós. Innlent 25.7.2006 21:50
Óperuhúsi ekki frestað Kópavogsbær hyggur á niðurskurð sem nemur um hálfum milljarði króna til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að byggingu óperuhúss verði ekki frestað þrátt fyrir bæjarstjórn hafi ákveðið á dögunum að skera niður um hálfan milljarð króna vegna þenslu. Innlent 25.7.2006 21:35
Banaslys við Hellisheiðarvirkjun Tæplega fimmtugur franskur maður lést í vinnuslysi á svæði Hellisheiðarvirkjunar í morgun. Maðurinn féll úr sjö til níu metra hæð þegar lyftari með kranabómu valt. Innlent 25.7.2006 18:06
Netsími bundinn í jarðlínu Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, vill koma því á framfæri að notast er við jarðlínur í netsímtölum fyrirtækisins. Í frétt hér á Vísi fyrr í dag var sagt að "ólíkt símkerfi Símans eru símar Atlassíma ekki bundnir við jarðlínur heldur er hringt í gegnum tölvur." Yfirmenn lögreglu og Neyðarlínu vilja að beðið verði með að heimila flutning símanúmera úr talsímakerfinu í netsímakerfi Atlassíma. Þeir óttast að flutningurinn dragi úr öryggi og geti hamlað lögreglurannsóknum. Innlent 25.7.2006 15:33
Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins lýsir yfir stuðningi við Sigurstein Másson Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við formann bandalagsins, Sigurstein Másson, í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag. Innlent 25.7.2006 14:49
British airways taka upp nýja þjónustu Flugfélagið British airways hefur opnað nýja þjónustu á heimasíðu sinni en nú geta viðskiptavinir félagsins innritað sig á síðu þeirra allt að 24 tímum fyrir brottför. Allt að sex manns geta nú innritað sig í einu, valið fæti í flugvélinni og einnig er hægt að velja barnamáltíð ef börn eru með í ferð. Innlent 25.7.2006 14:46
Icelandair íhugar að krefja ríkið um skaðabætur Icelandair er að skoða rétt sinn til að krefja ríkið um skaðabætur vegna kostnaðar , sem félagið hefur orðið fyrir vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra. Innlent 25.7.2006 14:06
Stefán Jón Hafstein mótmælir frestun á byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss Stefán Jón Hafstein, fulltrúi Samfylkingarinnar í menningarmálaráði, segir ríkisstjórnina ekki geta einhliða gengið gegn samningum, um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, sem fjórir ráðherrar skrifuðu undir fyrir örfáum mánuðum. Innlent 25.7.2006 13:39
Franskur maður lést í vinnuslysi Franskur maður á fimmtugsaldri lést og annar slasaðist lítillega í vinnuslysi við Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf níu í morgun. Á heimasíðu lögreglunnar segir að mennirnir hafi verið að vinna við tengivirki á virkjanasvæðinu. Annar stóð á vörubretti framan á gafli lyftara í um sjö til níu metra hæð. Innlent 25.7.2006 13:30
Nokkur ölvun í Eyjum um liðna helgi Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að hafa nokkur afskipti af skemmtanahaldi liðinnar helgi sökum ölvunar á fólki. Lögreglan fékk þrjár tilynningar um slagsmál fyrir utan skemmtistaði bæjarins en í öllum tilvikum voru þau afstaðin þegar lögregla kom á staðinn. Engir eftirmálar virðast hafa orðið af slagsmálunum. Innlent 25.7.2006 12:46
Skattgreiðendur geta nálgast Skattgreiðendur, sem töldu fram til skatts á Netinu, geta nálgast álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra; www.rsk.is með veflykli sínum eftir klukkan fjögur í dag. Aðrir munu fá álagningarseðla senda til sín í pósti á föstudaginn kemur og í byrjun næstu viku. Sama dag verður lögð fram skrá með álagningu opinberra gjalda árið 2006. Innlent 25.7.2006 12:08
Mikil mengun vegna slyssins Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans. Innlent 25.7.2006 11:30
Framkvæmdum frestað á tónlistar og ráðstefnuhúsi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hægja á framkvæmdum við tónlistar og ráðstefnuhús í samkomulagi við Reykjavíkurborg og Portus. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þetta væru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún vildi viðhalda stöðugleikanum. Viðræður verða við Portus á næstu dögum og þá verður endanlega rætt um hvernig staðið verður að framkvæmdunum. Innlent 25.7.2006 11:47
Stefnt að því að ljúka framkæmkvæmdum næsta vor Framkvæmdum við stækkun og breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar miðar vel áfram. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fyrir tuttugu ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar næsta vor. Lokaáfangi verksins er nú að hejast með enn frekari breytingum á 2. hæð flugstöðvarinnar og verulegri stækkun og breytingu á innritunar- og komusal stöðvarinnar. Innlent 25.7.2006 11:22
Óskar eftir samvinnu við almenningi Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir samvinnu við almenning varðandi upplýsingar um fíkniefni. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að fíkniefni séu oft fylgifiskur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Það sé því samfélagsleg skylda hvers og eins og því beinir lögreglan því til almennings að koma upplýsingum til lögreglu varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Vestmannaeyja. Fullri nafnleynd er heitið en hægt er að hafa beint samband við lögregluna í síma 4811665 eða fíkniefnasíma Ríkislögreglustjóra 800-5005. Innlent 25.7.2006 11:05