Innlent Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeild Glitnis telur líklegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 25 punkta 2. nóvember næstkomandi og að vextirnir fari í 14,25 prósent. Þá telur deildin líkur á að bankinn byrji að lækka vexti eftir mars á næsta ári og verði þeir komnir niður í 10 prósent fyrir lok ársins. Viðskipti innlent 2.10.2006 11:21 Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. Innlent 2.10.2006 11:03 Sigrún til Evrópuskrifstofu SA Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni. Viðskipti innlent 2.10.2006 10:42 Alþingi sett í dag Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Innlent 2.10.2006 10:41 Húsnæðisverð hækkar Þvert ofan í flestar spár hefur húsnæðisverð hækkað um tæp 2,5% síðustu fjórar vikurnar og hefur því hækkaðu um tæp 11% á tólf mánuðum. Innlent 2.10.2006 10:05 Leit að týndu fólki Björgunarsveitir voru þrívegis kallaðar út í gær, þar af tvívegis til að leita að fólki, sem týnst hafði við að leita að kindum. Það var á Brekknaheiði á Austfjörðum og fannst fólkið heilt á húfi. Innlent 2.10.2006 10:01 KB banki greiðir arð með bréfum í Exista KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu. Arðgreiðslan nemur 19,2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 2.10.2006 09:59 Grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar Lögreglan í Olsó handtók seint í gærkvöldi þrítugan mann af pakistönskum uppruna, sem er grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra fyrr um kvöldið. Innlent 2.10.2006 09:52 SAS sýnir Icelandair áhuga Flugrisinn SAS hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. Viðskipti innlent 1.10.2006 22:06 Herleysinu fagnað Andstæðingar hersetu Bandaríkjamanna á Íslandi komu saman á Suðurnesjum og í Reykjavík í gær og fögnuðu brotthvarfi hersins. Sjötíu manns fóru í skoðunarferð um varnarsvæðið og á NASA hélt Jón Baldvin Hannibalsson ræðu. Innlent 2.10.2006 01:18 Féll af baki við smölun og lést Karlmaður á níræðisaldri lést eftir að hann féll af hestbaki ofarlega í Laxárdal í Dalasýslu í fyrradag. Maðurinn var bóndi og var við smalamennsku þegar slysið varð. Að sögn lögreglu virðist sem að hesturinn hafi hnotið um þúfu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. Innlent 1.10.2006 22:04 Margir keyra á og stinga svo af Lögreglunni í Reykjavík var á laugardag tilkynnt um sex tilvik þar sem ekið hafði verið á mannlausar bifreiðar og síðan stungið af. Alls hafa 65 slík tilvik verið skráð í september. Innlent 1.10.2006 22:05 Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. Innlent 1.10.2006 22:04 Hávaði og slagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast í fyrrinótt, en ölvun, slagsmál og hávaðaútköll settu svip sinn á nóttina. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðarbraut. Innlent 1.10.2006 22:04 Þrír vígðir til embætta Prests- og djáknavígsla fór fram í Dómkirkjunni í gær. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur til djákna og Hans Guðberg Alfreðson og Guðmund Örn Jónsson til presta. Innlent 1.10.2006 22:04 Sækist eftir fjórða sæti Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður gefur kost á sér í fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dögg er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur um tíu ára skeið rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Einnig er hún aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Innlent 1.10.2006 22:06 Porter verður heiðursdoktor Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla, sem talinn er einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í dag. Innlent 1.10.2006 22:05 Skólplögnin er í vafasömu ástandi Skólplögnin á varnarsvæðinu er í vafasömu ástandi, vatnslagnir þarf að endurnýja og breyta þarf rafmagninu til að mæta evrópskum stöðlum. Faglega úttekt þarf að gera á fasteignunum. Kostnaður við breytingar verður gríðarlegur. Innlent 1.10.2006 22:04 Vill myndavélar á gangana Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, Helgi Ómar Bragason, segir að hann sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir að kæra úrskurð Persónuverndar vegna öryggismyndavéla á heimavist skólans. Stofnunin hafði áður úrskurðað að skólanum væri ekki heimilt að hafa öryggismyndavélar á göngum heimavistarinnar. Innlent 1.10.2006 22:04 Síðasta skip sumarsins farið Faxaflóahafnir áætla að um 55.000 erlendir ferðamenn hafi komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar. Það er sami fjöldi og í fyrra, þegar einn af hverjum sjö erlendum ferðamönnum kom til landsins með skemmtiferðaskipi sem lagðist að Reykjavíkurhöfn. Innlent 1.10.2006 22:04 Skilning skortir í samfélaginu Talið er að um 500 manns hljóti heilaskaða hér á landi árlega. Algengustu orsakir heilaskaða eru umferðarslys og ofbeldisverk. Nú er í bígerð að stofna félag um málefni fólks með heilaskaða. Innlent 1.10.2006 22:04 Fólksflæði mest til Íslands Af Norðurlöndunum hafa Íslendingar hlutfallslega tekið á móti langflestum frá nýju aðildarríkjum ESB síðustu tvö ár. Um tvö prósent Íslendinga koma frá þessum löndum. Fólkið kemur aðallega frá Póllandi. Innlent 1.10.2006 22:04 Vændiskaup eru ofbeldi ekki viðskipti Kaup á vændi eru ofbeldi en ekki viðskipti, segir séra Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur vegna fréttar Fréttablaðsins um að tvær liðlega tvítugar stúlkur frá Póllandi hafi verið hér á einhvers vegum til að stunda vændi. Þorvaldur segir sjaldan rætt um þá sem eru að sækja svokallaða súlustaði eða kaupa sér vændi. Innlent 1.10.2006 22:06 Rykkornin eru risavaxin Örtæknikjarni hefur verið opnaður í Háskóla Íslands. Örtækni nýtist flestum raunvísindagreinum og eru væntingarnar sem bundnar eru við nýja tækjakostinn risavaxnar. Innlent 1.10.2006 22:05 Ósátt við mengun Svala Heiðberg, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði, er afar ósátt við mengunina frá malbikunarstöðinni Hlaðbæ-Colas við Hringhellu og skilur ekki hvers vegna deiliskipulag er ekki afgreitt þannig að fyrirtækið geti hafið byggingaframkvæmdir á nýjum stað. Innlent 1.10.2006 22:05 Nam 12 milljónum Taprekstur menntaskólans á Ísafirði nam rúmum 12 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt rekstrareikningi skólans. Þessi halli er 5,7 prósent umfram fjárheimildir að sögn Ingibjargar S. Guðmundsdóttur skólameistara í viðali við Bæjarins besta. Innlent 1.10.2006 22:04 Mengun næstmest í Reykjavík Losun koltvísýrings (CO2) vegna samgangna á hvern íbúa er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Losun koltvísýrings er aðeins meiri í Málmey í Svíþjóð. Innlent 1.10.2006 22:04 Gefur kost á sér í 2. til 3. sæti Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum, sækist eftir 2.-3. sæti á framboðslista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Bryndís hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðin fimmtán ár, fyrst fyrir Ísafjarðarkaupstað og síðar Ísafjarðarbæ eftir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hún hefur tvisvar tekið sæti sem varamaður á Alþingi. Innlent 1.10.2006 22:04 Sækist eftir fjórða sæti Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gefur kost á sér í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Borgar Þór er lögfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur á lögfræðisviði Landsbanka Íslands. Innlent 1.10.2006 22:06 Vilja lækka tekjuskattinn Danskir íhaldsmenn vilja lækka tekjuskattinn þannig að enginn greiði meira en helming launa sinna til ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við formann flokksins, Bendt Bendtsen, í dagblaðinu Politiken í gær. Bendtsen segir að Danir muni hljóta heimsmeistaratitilinn í skattheimtu ef fyrirhugaðar breytingar á skattakerfinu í Svíþjóð ganga eftir. Innlent 1.10.2006 22:06 « ‹ 222 223 224 225 226 227 228 229 230 … 334 ›
Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeild Glitnis telur líklegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 25 punkta 2. nóvember næstkomandi og að vextirnir fari í 14,25 prósent. Þá telur deildin líkur á að bankinn byrji að lækka vexti eftir mars á næsta ári og verði þeir komnir niður í 10 prósent fyrir lok ársins. Viðskipti innlent 2.10.2006 11:21
Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. Innlent 2.10.2006 11:03
Sigrún til Evrópuskrifstofu SA Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni. Viðskipti innlent 2.10.2006 10:42
Alþingi sett í dag Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Innlent 2.10.2006 10:41
Húsnæðisverð hækkar Þvert ofan í flestar spár hefur húsnæðisverð hækkað um tæp 2,5% síðustu fjórar vikurnar og hefur því hækkaðu um tæp 11% á tólf mánuðum. Innlent 2.10.2006 10:05
Leit að týndu fólki Björgunarsveitir voru þrívegis kallaðar út í gær, þar af tvívegis til að leita að fólki, sem týnst hafði við að leita að kindum. Það var á Brekknaheiði á Austfjörðum og fannst fólkið heilt á húfi. Innlent 2.10.2006 10:01
KB banki greiðir arð með bréfum í Exista KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu. Arðgreiðslan nemur 19,2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 2.10.2006 09:59
Grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar Lögreglan í Olsó handtók seint í gærkvöldi þrítugan mann af pakistönskum uppruna, sem er grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra fyrr um kvöldið. Innlent 2.10.2006 09:52
SAS sýnir Icelandair áhuga Flugrisinn SAS hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. Viðskipti innlent 1.10.2006 22:06
Herleysinu fagnað Andstæðingar hersetu Bandaríkjamanna á Íslandi komu saman á Suðurnesjum og í Reykjavík í gær og fögnuðu brotthvarfi hersins. Sjötíu manns fóru í skoðunarferð um varnarsvæðið og á NASA hélt Jón Baldvin Hannibalsson ræðu. Innlent 2.10.2006 01:18
Féll af baki við smölun og lést Karlmaður á níræðisaldri lést eftir að hann féll af hestbaki ofarlega í Laxárdal í Dalasýslu í fyrradag. Maðurinn var bóndi og var við smalamennsku þegar slysið varð. Að sögn lögreglu virðist sem að hesturinn hafi hnotið um þúfu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. Innlent 1.10.2006 22:04
Margir keyra á og stinga svo af Lögreglunni í Reykjavík var á laugardag tilkynnt um sex tilvik þar sem ekið hafði verið á mannlausar bifreiðar og síðan stungið af. Alls hafa 65 slík tilvik verið skráð í september. Innlent 1.10.2006 22:05
Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. Innlent 1.10.2006 22:04
Hávaði og slagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast í fyrrinótt, en ölvun, slagsmál og hávaðaútköll settu svip sinn á nóttina. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðarbraut. Innlent 1.10.2006 22:04
Þrír vígðir til embætta Prests- og djáknavígsla fór fram í Dómkirkjunni í gær. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur til djákna og Hans Guðberg Alfreðson og Guðmund Örn Jónsson til presta. Innlent 1.10.2006 22:04
Sækist eftir fjórða sæti Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður gefur kost á sér í fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dögg er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur um tíu ára skeið rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Einnig er hún aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Innlent 1.10.2006 22:06
Porter verður heiðursdoktor Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla, sem talinn er einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í dag. Innlent 1.10.2006 22:05
Skólplögnin er í vafasömu ástandi Skólplögnin á varnarsvæðinu er í vafasömu ástandi, vatnslagnir þarf að endurnýja og breyta þarf rafmagninu til að mæta evrópskum stöðlum. Faglega úttekt þarf að gera á fasteignunum. Kostnaður við breytingar verður gríðarlegur. Innlent 1.10.2006 22:04
Vill myndavélar á gangana Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, Helgi Ómar Bragason, segir að hann sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir að kæra úrskurð Persónuverndar vegna öryggismyndavéla á heimavist skólans. Stofnunin hafði áður úrskurðað að skólanum væri ekki heimilt að hafa öryggismyndavélar á göngum heimavistarinnar. Innlent 1.10.2006 22:04
Síðasta skip sumarsins farið Faxaflóahafnir áætla að um 55.000 erlendir ferðamenn hafi komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar. Það er sami fjöldi og í fyrra, þegar einn af hverjum sjö erlendum ferðamönnum kom til landsins með skemmtiferðaskipi sem lagðist að Reykjavíkurhöfn. Innlent 1.10.2006 22:04
Skilning skortir í samfélaginu Talið er að um 500 manns hljóti heilaskaða hér á landi árlega. Algengustu orsakir heilaskaða eru umferðarslys og ofbeldisverk. Nú er í bígerð að stofna félag um málefni fólks með heilaskaða. Innlent 1.10.2006 22:04
Fólksflæði mest til Íslands Af Norðurlöndunum hafa Íslendingar hlutfallslega tekið á móti langflestum frá nýju aðildarríkjum ESB síðustu tvö ár. Um tvö prósent Íslendinga koma frá þessum löndum. Fólkið kemur aðallega frá Póllandi. Innlent 1.10.2006 22:04
Vændiskaup eru ofbeldi ekki viðskipti Kaup á vændi eru ofbeldi en ekki viðskipti, segir séra Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur vegna fréttar Fréttablaðsins um að tvær liðlega tvítugar stúlkur frá Póllandi hafi verið hér á einhvers vegum til að stunda vændi. Þorvaldur segir sjaldan rætt um þá sem eru að sækja svokallaða súlustaði eða kaupa sér vændi. Innlent 1.10.2006 22:06
Rykkornin eru risavaxin Örtæknikjarni hefur verið opnaður í Háskóla Íslands. Örtækni nýtist flestum raunvísindagreinum og eru væntingarnar sem bundnar eru við nýja tækjakostinn risavaxnar. Innlent 1.10.2006 22:05
Ósátt við mengun Svala Heiðberg, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði, er afar ósátt við mengunina frá malbikunarstöðinni Hlaðbæ-Colas við Hringhellu og skilur ekki hvers vegna deiliskipulag er ekki afgreitt þannig að fyrirtækið geti hafið byggingaframkvæmdir á nýjum stað. Innlent 1.10.2006 22:05
Nam 12 milljónum Taprekstur menntaskólans á Ísafirði nam rúmum 12 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt rekstrareikningi skólans. Þessi halli er 5,7 prósent umfram fjárheimildir að sögn Ingibjargar S. Guðmundsdóttur skólameistara í viðali við Bæjarins besta. Innlent 1.10.2006 22:04
Mengun næstmest í Reykjavík Losun koltvísýrings (CO2) vegna samgangna á hvern íbúa er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Losun koltvísýrings er aðeins meiri í Málmey í Svíþjóð. Innlent 1.10.2006 22:04
Gefur kost á sér í 2. til 3. sæti Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum, sækist eftir 2.-3. sæti á framboðslista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Bryndís hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðin fimmtán ár, fyrst fyrir Ísafjarðarkaupstað og síðar Ísafjarðarbæ eftir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hún hefur tvisvar tekið sæti sem varamaður á Alþingi. Innlent 1.10.2006 22:04
Sækist eftir fjórða sæti Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gefur kost á sér í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Borgar Þór er lögfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur á lögfræðisviði Landsbanka Íslands. Innlent 1.10.2006 22:06
Vilja lækka tekjuskattinn Danskir íhaldsmenn vilja lækka tekjuskattinn þannig að enginn greiði meira en helming launa sinna til ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við formann flokksins, Bendt Bendtsen, í dagblaðinu Politiken í gær. Bendtsen segir að Danir muni hljóta heimsmeistaratitilinn í skattheimtu ef fyrirhugaðar breytingar á skattakerfinu í Svíþjóð ganga eftir. Innlent 1.10.2006 22:06