Innlent Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný. Innlent 17.10.2006 15:58 Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað. Innlent 17.10.2006 15:53 Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 17.10.2006 15:27 Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni. Innlent 17.10.2006 15:06 Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Innlent 17.10.2006 14:46 Notkun nagladekkja dregst saman um 20% á fjórum árum Notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Þetta kemur fram á vef framkvæmdasviðs. Þar segir að hlutfallið hafi verið um 65 prósent í febrúar árið 2002 en það er nú komið niður í 52 prósent. Innlent 17.10.2006 14:36 Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Innlent 17.10.2006 14:02 Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn. Innlent 17.10.2006 12:54 Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Innlent 17.10.2006 12:36 Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt. Innlent 17.10.2006 12:29 Þurfa að kaupa upp bújarðir fyrir nýja stóriðju Hvalfjarðarsveit þarf að kaupa upp bújarðir í grennd við Grundartangahöfn ef hugmyndir um nýja plássfreka stóriðju á svæðinu verða að veruleika. Innlent 17.10.2006 12:08 Lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi í gærmorgun hét Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson. Hann var fæddur þann 31. maí árið 1940 og var til heimilis að Kirkjuvegi 62 í Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Innlent 17.10.2006 11:59 Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt. Innlent 17.10.2006 10:43 Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu. Innlent 17.10.2006 10:32 Reynir nýr deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst Reynir Kristinsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Innlent 17.10.2006 10:09 Ófært yfir Tröllatunguheiði Ófært er yfir Tröllatunguheiði á Vestfjörðum og þungfært á Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði samkvæmt Vegagerðinni. Á Klettshálsi er hálka, á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli eru hálkublettir. Innlent 17.10.2006 09:47 Íslenskir unglingar lesa minna en aðrir unglingar Íslenskir unglingar lesa minna en gengur og gerist meðal jafnaldra þeirra í öðrum löndum, samkvæmt skýrslu um lesskilning og íslenskukunnáttu fimmtán ára unglinga, og Morgunblaðið greinir frá. Innlent 17.10.2006 07:50 Grundartangi ákjósanlegur fyrir hátækniiðnað Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Innlent 17.10.2006 07:18 Eldur kviknaði í klefa á Litla Hrauni Eldur kviknaði inni í klefa í fangelsinu á Litla Hrauni undir kvöld í gær þegar vistmaður var fjarverandi. Hann var slökktur áður en hætta stafaði af. Grunur leikur á að einhver fangi hafi kveikt í klefa samfanga síns og verða allir fangar á sama gangi yfirheyrðir í dag. Innlent 17.10.2006 07:15 Fíkniefni fundust við húsleit í Keflavík Lögreglan í Keflavík handtók fimm ungmenni á heimili í Keflavík laust fyrir miðnætti. Við húsleit í íbúðinni fundust 70 grömm af hassi og tíu grömm af amfetamíni, sem lagt var hald á. Innlent 17.10.2006 07:12 Umferðafundir skila árangri Alls hafa 45 þúsund ungmenni sótt umferðarfundi á vegum VÍS í framhaldsskólum landsins á síðustu 12 árum. Innlent 16.10.2006 21:39 Sjúkraskrár í opnum hillum Læknastöðin ehf. uppfyllir ekki kröfur um öryggiskerfi persónuupplýsinga. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Persónuverndar á öryggi persónuupplýsinga hjá Læknastöðinni ehf. Innlent 16.10.2006 21:40 Allt verði rannsakað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vill að allt sem lýtur að hlerunum og njósnum verði rannsakað. Hún heimilaði í gær Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra, að skoða öll gögn Þjóðskjalasafnsins um sjálfan sig. Innlent 16.10.2006 21:41 Skagamenn rannsaka málið Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Innlent 16.10.2006 21:40 Rafmagnsöryggi ábótavant Raflögnum og rafbúnaði á íslenskum verkstæðum er í mörgum tilfellum ábótavant samkvæmt úttekt Neytendastofu. Innlent 16.10.2006 21:40 170 kannabisplöntur gerðar upptækar Lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglunnar í Kópavogi og sérsveit Ríkislögreglustjóra, lagði hald á 170 kannabisplöntur við húsleit í suðurhluta Hafnarfjarðar á sunnudag. Tveir menn voru handteknir en þeim hefur verið sleppt. Innlent 16.10.2006 21:41 Fréttablaðið með yfirburði Fréttablaðið er meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Forysta Fréttablaðsins á önnur dagblöð hefur aldrei mælst meiri. Innlent 16.10.2006 21:41 Afnema þyrfti bankaleynd Hið mikla álag sem er á Tryggingastofnun ríkisins þessa dagana og greint var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku, má rekja til leiðréttingar sem skjólstæðingar stofnunarinnar þurfa að gera á árlegum framreikningi tekjuáætlunar. Innlent 16.10.2006 21:40 Minna veiðist nú af þorski og ýsu Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2006 nemur rúmum 1.054.000 tonnum og er það 356.000 tonna minni afli en á sama tímabili árið 2005 að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Innlent 16.10.2006 21:40 Biðtími eftir lækni þrír til fjórir dagar Óviðunandi ástand hefur verið í læknamálum og er biðtími eftir lækni allt að þrír til fjórir dagar, segja fulltrúar bæjarstjórnar Grindavíkur sem fundað hafa með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins vegna heilsugæslu í bænum og um málefni aldraðra. Innlent 16.10.2006 21:40 « ‹ 200 201 202 203 204 205 206 207 208 … 334 ›
Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný. Innlent 17.10.2006 15:58
Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað. Innlent 17.10.2006 15:53
Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 17.10.2006 15:27
Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni. Innlent 17.10.2006 15:06
Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Innlent 17.10.2006 14:46
Notkun nagladekkja dregst saman um 20% á fjórum árum Notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Þetta kemur fram á vef framkvæmdasviðs. Þar segir að hlutfallið hafi verið um 65 prósent í febrúar árið 2002 en það er nú komið niður í 52 prósent. Innlent 17.10.2006 14:36
Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Innlent 17.10.2006 14:02
Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn. Innlent 17.10.2006 12:54
Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Innlent 17.10.2006 12:36
Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt. Innlent 17.10.2006 12:29
Þurfa að kaupa upp bújarðir fyrir nýja stóriðju Hvalfjarðarsveit þarf að kaupa upp bújarðir í grennd við Grundartangahöfn ef hugmyndir um nýja plássfreka stóriðju á svæðinu verða að veruleika. Innlent 17.10.2006 12:08
Lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi í gærmorgun hét Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson. Hann var fæddur þann 31. maí árið 1940 og var til heimilis að Kirkjuvegi 62 í Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Innlent 17.10.2006 11:59
Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt. Innlent 17.10.2006 10:43
Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu. Innlent 17.10.2006 10:32
Reynir nýr deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst Reynir Kristinsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Innlent 17.10.2006 10:09
Ófært yfir Tröllatunguheiði Ófært er yfir Tröllatunguheiði á Vestfjörðum og þungfært á Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði samkvæmt Vegagerðinni. Á Klettshálsi er hálka, á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli eru hálkublettir. Innlent 17.10.2006 09:47
Íslenskir unglingar lesa minna en aðrir unglingar Íslenskir unglingar lesa minna en gengur og gerist meðal jafnaldra þeirra í öðrum löndum, samkvæmt skýrslu um lesskilning og íslenskukunnáttu fimmtán ára unglinga, og Morgunblaðið greinir frá. Innlent 17.10.2006 07:50
Grundartangi ákjósanlegur fyrir hátækniiðnað Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Innlent 17.10.2006 07:18
Eldur kviknaði í klefa á Litla Hrauni Eldur kviknaði inni í klefa í fangelsinu á Litla Hrauni undir kvöld í gær þegar vistmaður var fjarverandi. Hann var slökktur áður en hætta stafaði af. Grunur leikur á að einhver fangi hafi kveikt í klefa samfanga síns og verða allir fangar á sama gangi yfirheyrðir í dag. Innlent 17.10.2006 07:15
Fíkniefni fundust við húsleit í Keflavík Lögreglan í Keflavík handtók fimm ungmenni á heimili í Keflavík laust fyrir miðnætti. Við húsleit í íbúðinni fundust 70 grömm af hassi og tíu grömm af amfetamíni, sem lagt var hald á. Innlent 17.10.2006 07:12
Umferðafundir skila árangri Alls hafa 45 þúsund ungmenni sótt umferðarfundi á vegum VÍS í framhaldsskólum landsins á síðustu 12 árum. Innlent 16.10.2006 21:39
Sjúkraskrár í opnum hillum Læknastöðin ehf. uppfyllir ekki kröfur um öryggiskerfi persónuupplýsinga. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Persónuverndar á öryggi persónuupplýsinga hjá Læknastöðinni ehf. Innlent 16.10.2006 21:40
Allt verði rannsakað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vill að allt sem lýtur að hlerunum og njósnum verði rannsakað. Hún heimilaði í gær Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra, að skoða öll gögn Þjóðskjalasafnsins um sjálfan sig. Innlent 16.10.2006 21:41
Skagamenn rannsaka málið Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Innlent 16.10.2006 21:40
Rafmagnsöryggi ábótavant Raflögnum og rafbúnaði á íslenskum verkstæðum er í mörgum tilfellum ábótavant samkvæmt úttekt Neytendastofu. Innlent 16.10.2006 21:40
170 kannabisplöntur gerðar upptækar Lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglunnar í Kópavogi og sérsveit Ríkislögreglustjóra, lagði hald á 170 kannabisplöntur við húsleit í suðurhluta Hafnarfjarðar á sunnudag. Tveir menn voru handteknir en þeim hefur verið sleppt. Innlent 16.10.2006 21:41
Fréttablaðið með yfirburði Fréttablaðið er meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Forysta Fréttablaðsins á önnur dagblöð hefur aldrei mælst meiri. Innlent 16.10.2006 21:41
Afnema þyrfti bankaleynd Hið mikla álag sem er á Tryggingastofnun ríkisins þessa dagana og greint var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku, má rekja til leiðréttingar sem skjólstæðingar stofnunarinnar þurfa að gera á árlegum framreikningi tekjuáætlunar. Innlent 16.10.2006 21:40
Minna veiðist nú af þorski og ýsu Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2006 nemur rúmum 1.054.000 tonnum og er það 356.000 tonna minni afli en á sama tímabili árið 2005 að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Innlent 16.10.2006 21:40
Biðtími eftir lækni þrír til fjórir dagar Óviðunandi ástand hefur verið í læknamálum og er biðtími eftir lækni allt að þrír til fjórir dagar, segja fulltrúar bæjarstjórnar Grindavíkur sem fundað hafa með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins vegna heilsugæslu í bænum og um málefni aldraðra. Innlent 16.10.2006 21:40