Lög og regla Ár fyrir að stela bát Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa í apríl stolið 18 feta Sea Rover rörabáti og Suzuki-utanborðsmótor að verðmæti samtals um 3.770.000 krónur. Innlent 13.10.2005 15:01 Bílþjófar fengu aðstoð lögreglu Athugull vegfarandi sem átti leið fram hjá Seyðishólum í Grímsnesi í nótt sá þar til tveggja manna, sem voru að bjástra við að skipta um dekk á bíl, en fórst það illa úr hendi. Hann lét lögregluna á Selfossi vita sem fór á vettvang og kom þá ýmislegt í ljós. Innlent 13.10.2005 15:00 Þjófur flúði vegna öskurs Það var ekki af ótta við þjófavarnakerfi eða að lögreglan væri rétt að koma sem þjófur lagði í ofboði á flótta af innbrotsstað í íbúðarhúsi í Grafarvogi í nótt, heldur skelfdist hann öskur sem húsfreyjan á bænum rak upp þegar hún varð hans var. Þá var hann kominn inn í forstofu og hafði kveikt þar ljós í rólegheitum þegar ósköpin dundu yfir. Innlent 13.10.2005 15:00 Stakk mann fjórum sinnum Tveir menn, nítján og tuttugu ára, hafa verið ákærðir, annar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Annar mannanna stakk þolandann fjórum sinnum með hnífi víðs vegar um líkamann. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 15:00 Dæmdur fyrir umboðssvik Jón Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. En hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Innlent 13.10.2005 15:00 Flutti inn fíkniefni í vösunum Tæplega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma hingað til lands í maí. Innlent 13.10.2005 15:00 Sjálfsvíg fátíð í fangelsum Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Innlent 13.10.2005 15:00 Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Innlent 13.10.2005 15:00 Breiddi yfir haus eftir íkveikju Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík í mars árið 2003. Maðurinn kveikti í geymslum í kjallara fjölbýlishúss sem hann bjó sjálfur í. Innlent 13.10.2005 15:00 Angólsk kona í fangelsi Angólsk kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir þrjú skjalafalsbrot. Innlent 13.10.2005 14:59 Lést eftir högg á kjálka Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Innlent 13.10.2005 14:59 Strokufangi áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir nítján ára pilti, sem ákærður er fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki í byrjun september, hefur verið framlengt þar til dómur fellur en þó ekki lengur en til 4. janúar. Aðalmeðferð í málinu verður í lok mánaðarins. Innlent 13.10.2005 14:59 Bruninn kostaði 73 milljónir Kvikmyndafyrirtækið Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Innlent 13.10.2005 14:59 Hasslyktin kom upp um þá Fíkniefni fundust í bíl þriggja pilta, sautján og átján ára að aldri, í Grundarfirði í fyrrakvöld. Innlent 13.10.2005 14:59 Stakk mann í ölæði 35 ára kona hefur játað að hafa stungið sambýlismann sinn í bakið á Kleppsvegi um klukkan fjögur í fyrrinótt. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir hnífsstunguna sem fór í herðablað hans og féll annað lunga hans saman. Innlent 13.10.2005 14:59 Lögreglumaður dæmdur í fangelsi Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Innlent 13.10.2005 14:59 Játuðu smyglið Hollensk kona og þrítugur maður hafa játað innflutning á 200 til 300 grömmum af kókaíni. Lögreglan vill ekki staðfesta magn efnisins að svo stöddu. Konan faldi kókaínið í leggöngum sínum þegar kom til landsins. Innlent 13.10.2005 14:59 Hrina árekstra í Reykjavík Nokkuð var um árekstra í Reykjavík í gær að sögn lögreglu. Rétt eftir miðnætti varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Ljósvallagötu og Ásvallagötu. Við Norðurbrún var ekið á bifreið en tjónvaldur hvarf af vettvangi. Um níuleytið á sunnudagsmorgun rákust tveir bílar saman á Vesturlandsvegi en tjón var óverulegt. Innlent 13.10.2005 14:58 Þriggja bíla árekstur Harður þriggja bíla árekstur varð við Lyngholt á milli Akranes og Borgarnes um klukkan sex í gær. Á meðan lögregla var á vettvangi fóru tveir bílar, sem komu að, út af og þurfti að flytja einn farþeganna á sjúkrahúsið á Akranesi. Innlent 13.10.2005 14:59 Gripnir við að flagga Dalvísk ungmenni skemmtu sér við það aðfaranótt sunnudags að flagga á frumlegan hátt í bænum Innlent 13.10.2005 14:58 Óvenju mikið um fíkniefni Óvenjumörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Um klukkan 16.30 á laugardag voru þrír piltar í bíl stöðvaðir. Í ljós kom að allir voru með kannabisefni á sér og farþegarnir tveir undir áhrifum. Piltarnir gengust við efnunum og var sleppt að yfirheyslunni lokinni. Innlent 13.10.2005 14:58 Játar að hafa slegið Danann Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag. Innlent 13.10.2005 14:59 Hraðakstur á Ólafsfirði Tíu ökumenn voru stöðvaðir í Ólafsfjarðargöngum á laugardag fyrir hraðakstur, við sameiginlegt umferðareftirlit lögreglu á Ólafsfirði og í Dalvík. Innlent 13.10.2005 14:58 Félagar Skotans niðurbrotnir Félagar Skotans sem veitti danska hermanninum Flemming Tolstrup banahögg aðfaranótt laugardags segjast niðurbrotnir. Innlent 13.10.2005 14:59 Þrjár bílveltur í mikilli hálku Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en á svæðinu var rigning og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. Innlent 13.10.2005 14:58 Krefst refsingar Aðalmeðferð var í máli gegn Jóni Ragnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Lykilhótela, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón var ákærður af ríkislögreglustjóra fyrir umboðssvik um 37 milljón króna lán í nafni Lykilhótela. Innlent 13.10.2005 14:58 Málið sent saksóknara Lögreglurannsókn á líkamsárás í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst er lokið og verður málið sent ríkissaksóknara eftir helgi. Sá grunaði er talinn hafa barið annan mann með hafnaboltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega. Innlent 13.10.2005 14:58 Dómur hvatning fyrir fórnarlömb Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í einkamáli konu gegn þremur karlmönnum er einstæður hér á landi. Hann getur verið hvatning til fórnarlamba nauðgara um að leita réttar síns, þótt ákæruvaldið telji ekki næg efni til ákæru. Innlent 13.10.2005 14:58 Krefst um eins árs fangelsis Saksóknari krafðist þess að tuttugu og eins árs maður, sem framdi vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember fyrir ári síðan, fengi í kringum tólf mánaða fangelsisdóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 14:58 Áfram í varðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir manni sem handtekinn var í lok október vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára. Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok október. Innlent 13.10.2005 14:58 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 120 ›
Ár fyrir að stela bát Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa í apríl stolið 18 feta Sea Rover rörabáti og Suzuki-utanborðsmótor að verðmæti samtals um 3.770.000 krónur. Innlent 13.10.2005 15:01
Bílþjófar fengu aðstoð lögreglu Athugull vegfarandi sem átti leið fram hjá Seyðishólum í Grímsnesi í nótt sá þar til tveggja manna, sem voru að bjástra við að skipta um dekk á bíl, en fórst það illa úr hendi. Hann lét lögregluna á Selfossi vita sem fór á vettvang og kom þá ýmislegt í ljós. Innlent 13.10.2005 15:00
Þjófur flúði vegna öskurs Það var ekki af ótta við þjófavarnakerfi eða að lögreglan væri rétt að koma sem þjófur lagði í ofboði á flótta af innbrotsstað í íbúðarhúsi í Grafarvogi í nótt, heldur skelfdist hann öskur sem húsfreyjan á bænum rak upp þegar hún varð hans var. Þá var hann kominn inn í forstofu og hafði kveikt þar ljós í rólegheitum þegar ósköpin dundu yfir. Innlent 13.10.2005 15:00
Stakk mann fjórum sinnum Tveir menn, nítján og tuttugu ára, hafa verið ákærðir, annar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Annar mannanna stakk þolandann fjórum sinnum með hnífi víðs vegar um líkamann. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 15:00
Dæmdur fyrir umboðssvik Jón Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. En hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Innlent 13.10.2005 15:00
Flutti inn fíkniefni í vösunum Tæplega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma hingað til lands í maí. Innlent 13.10.2005 15:00
Sjálfsvíg fátíð í fangelsum Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Innlent 13.10.2005 15:00
Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Innlent 13.10.2005 15:00
Breiddi yfir haus eftir íkveikju Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík í mars árið 2003. Maðurinn kveikti í geymslum í kjallara fjölbýlishúss sem hann bjó sjálfur í. Innlent 13.10.2005 15:00
Angólsk kona í fangelsi Angólsk kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir þrjú skjalafalsbrot. Innlent 13.10.2005 14:59
Lést eftir högg á kjálka Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Innlent 13.10.2005 14:59
Strokufangi áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir nítján ára pilti, sem ákærður er fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki í byrjun september, hefur verið framlengt þar til dómur fellur en þó ekki lengur en til 4. janúar. Aðalmeðferð í málinu verður í lok mánaðarins. Innlent 13.10.2005 14:59
Bruninn kostaði 73 milljónir Kvikmyndafyrirtækið Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Innlent 13.10.2005 14:59
Hasslyktin kom upp um þá Fíkniefni fundust í bíl þriggja pilta, sautján og átján ára að aldri, í Grundarfirði í fyrrakvöld. Innlent 13.10.2005 14:59
Stakk mann í ölæði 35 ára kona hefur játað að hafa stungið sambýlismann sinn í bakið á Kleppsvegi um klukkan fjögur í fyrrinótt. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir hnífsstunguna sem fór í herðablað hans og féll annað lunga hans saman. Innlent 13.10.2005 14:59
Lögreglumaður dæmdur í fangelsi Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Innlent 13.10.2005 14:59
Játuðu smyglið Hollensk kona og þrítugur maður hafa játað innflutning á 200 til 300 grömmum af kókaíni. Lögreglan vill ekki staðfesta magn efnisins að svo stöddu. Konan faldi kókaínið í leggöngum sínum þegar kom til landsins. Innlent 13.10.2005 14:59
Hrina árekstra í Reykjavík Nokkuð var um árekstra í Reykjavík í gær að sögn lögreglu. Rétt eftir miðnætti varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Ljósvallagötu og Ásvallagötu. Við Norðurbrún var ekið á bifreið en tjónvaldur hvarf af vettvangi. Um níuleytið á sunnudagsmorgun rákust tveir bílar saman á Vesturlandsvegi en tjón var óverulegt. Innlent 13.10.2005 14:58
Þriggja bíla árekstur Harður þriggja bíla árekstur varð við Lyngholt á milli Akranes og Borgarnes um klukkan sex í gær. Á meðan lögregla var á vettvangi fóru tveir bílar, sem komu að, út af og þurfti að flytja einn farþeganna á sjúkrahúsið á Akranesi. Innlent 13.10.2005 14:59
Gripnir við að flagga Dalvísk ungmenni skemmtu sér við það aðfaranótt sunnudags að flagga á frumlegan hátt í bænum Innlent 13.10.2005 14:58
Óvenju mikið um fíkniefni Óvenjumörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Um klukkan 16.30 á laugardag voru þrír piltar í bíl stöðvaðir. Í ljós kom að allir voru með kannabisefni á sér og farþegarnir tveir undir áhrifum. Piltarnir gengust við efnunum og var sleppt að yfirheyslunni lokinni. Innlent 13.10.2005 14:58
Játar að hafa slegið Danann Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag. Innlent 13.10.2005 14:59
Hraðakstur á Ólafsfirði Tíu ökumenn voru stöðvaðir í Ólafsfjarðargöngum á laugardag fyrir hraðakstur, við sameiginlegt umferðareftirlit lögreglu á Ólafsfirði og í Dalvík. Innlent 13.10.2005 14:58
Félagar Skotans niðurbrotnir Félagar Skotans sem veitti danska hermanninum Flemming Tolstrup banahögg aðfaranótt laugardags segjast niðurbrotnir. Innlent 13.10.2005 14:59
Þrjár bílveltur í mikilli hálku Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en á svæðinu var rigning og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. Innlent 13.10.2005 14:58
Krefst refsingar Aðalmeðferð var í máli gegn Jóni Ragnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Lykilhótela, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón var ákærður af ríkislögreglustjóra fyrir umboðssvik um 37 milljón króna lán í nafni Lykilhótela. Innlent 13.10.2005 14:58
Málið sent saksóknara Lögreglurannsókn á líkamsárás í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst er lokið og verður málið sent ríkissaksóknara eftir helgi. Sá grunaði er talinn hafa barið annan mann með hafnaboltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega. Innlent 13.10.2005 14:58
Dómur hvatning fyrir fórnarlömb Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í einkamáli konu gegn þremur karlmönnum er einstæður hér á landi. Hann getur verið hvatning til fórnarlamba nauðgara um að leita réttar síns, þótt ákæruvaldið telji ekki næg efni til ákæru. Innlent 13.10.2005 14:58
Krefst um eins árs fangelsis Saksóknari krafðist þess að tuttugu og eins árs maður, sem framdi vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember fyrir ári síðan, fengi í kringum tólf mánaða fangelsisdóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 14:58
Áfram í varðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir manni sem handtekinn var í lok október vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára. Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok október. Innlent 13.10.2005 14:58
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent