Erlent

Fréttamynd

Saddam Hussein hent út úr dómssal fyrir frammíköll

Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var hent út úr dómssal í þriðja sinn á innan við viku fyrir að trufla störf dómsins og stanslaus frammíköll. Verið er að rétta yfir Hussein og sex öðrum háttsettum mönnum í tíð hans vegna þjóðarmorðs á Kúrdum árið 1988.

Erlent
Fréttamynd

Hafmeyjustúlka tekur fyrstu skrefin

Perúsk stúlka sem fæddist með leggina samfasta tók í gær sín fyrstu skref eftir að fætur hennar voru aðskildir í þremur flóknum skurðaðgerðum, þeirri fyrstu í júní 2005.

Erlent
Fréttamynd

Spiluðu í fyrsta sinn í Superdome eftir hamfarir

Fagnaðarlætin voru mikil þegar fótboltaliðið New Orleans Saints hljóp inn á heimavöll sinn Louisiana Superdome í New Orleans í gærkvöld, í fyrsta skipti síðan fellibylurinn Katrina stórskemmdi íþróttahöllina.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrum forstjóri WorldCom í fangelsi

Bernard Ebbers, fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fer í fangelsi í dag. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals í mars á síðasta ári en hefur margsinnis áfrýjað dóminum. Verði Ebbers allan tímann í fangelsi fær hann lausn árið 2028.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vara við ferðum um Oaxaca í Mexíkó

Bandaríska sendiráði í Mexíkó hefur aftur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem eiga leið um Oaxaca. Þar hafa mótmælendur hafst við í nokkra mánuði, kveikt í strætisvögnum og hafa ítrekuð átök átt sér stað milli mótmælenda og lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Erfiðar aðstæður hjálparstarfsmanna í Darfur

Hjálparstarfsmenn í Darfurhéraði í Súdan hafa ekki verið í jafnmiklum erfiðleikum með að nálgast bágstadda í landinu síðan í ágúst 2003. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í septembermánuði.

Erlent
Fréttamynd

Tóku á móti barni um borð í flugvél

Flugstjóri flugvélar British Airways á leið frá London til Boston þurfti í gær að nauðlenda í Halifax eftir að kona um borð í flugvélinni fékk hríðir. Konan var gengin sjö og hálfan mánuð með barnið en þegar flugið var hálfnað fór konan að fá hríðir.

Erlent
Fréttamynd

Lokið við merkingu karfa

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk nýlega leiðangri sínum sem farinn var til að merkja karfa. Þetta er í fjórða sinn sem slíkur leiðangur er farinn og er markmiðið að varpa ljósi á óvissu sem verið hefur um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum og á nálægum hafsvæðum á Reykjaneshrygg.

Erlent
Fréttamynd

Starfsmannastjóri Ford segir upp

Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally, forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót. Hamp varð starfsmannastjóri Ford í nóvember á síðasta ári undir stjórn Bill Ford, fráfarandi forstjóra, en þeir Hamp eru mágar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýjar vísbendingar um morðingja Rafik al-Hariri

Nýjar vísbendingar hafa fundist um hver myrti Rafik al-Hariri forsætisráðherra Líbanons. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna en þar kemur þó ekkert fram um hver fyrirskipaði morðið.

Erlent
Fréttamynd

Brown vill taka við

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi að sannfæra flokksmenn sína á þingi Verkamannaflokksins í dag um að hann væri tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum af Tony Blair.

Erlent
Fréttamynd

Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár

Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur.

Erlent
Fréttamynd

Hræddir þjófar

Þjófar sem brutust inn í íbúðarhús í Vínarborg, í Austurríki, forðuðu sér skelfingu lostnir út úr húsinu þegar þeir fundu átta mannshöfuð í kistu, í kjallaranum.

Erlent
Fréttamynd

Fundu flak þyrlu sem saknað hafði verið í tvo daga í Nepal

Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að allir farþegar í þyrlu á vegum náttúruverndarsamtakanna Worldwide Fund for Nature hafi látist þegar hún hrapaði í vonskuveðri á laugardag. Flak þyrlunnar, sem var rússnesk, fannst snemma í morgun, en þess hafði verið leitað í nærri tvo daga við erfiðar aðstæður, bæði rigningu og þoku.

Erlent
Fréttamynd

Páfi vottar múslimum virðingu sína

Benedikt sextándi páfi átti í dag fund með fulltrúum frá tuttugu múslimaríkjum í Gandolfo kastala, sem er sumarsetur hans. Öllum bar saman um að fundurinn hefði einkennst af gagnkvæmri virðingu og hlýju.

Erlent
Fréttamynd

Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra

Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk

Vel á þriðja hundrað manns voru handteknir eftir að mótmæli fóru úr böndunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra. Verið var að mótmæla lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk í hverfinu.

Erlent
Fréttamynd

Lést í sprengingu í Barcelona

Áttræður maður lést og nokkrir slösuðust í sprengingu sem varð í Barcelona á Spáni í morgun. Svo virðist sem maðurinn sem lést hafi verið að hita pela fyrir barnabarn sitt á prímusi þegar gaskúturinn sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýna skeflilegt efnahagsástand í Rússlandi

Hópur Bolsévika braust inn í rússneska fjármálaráðuneytið í morgun til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við glugga á nokkrum hæðum byggingarinnar og slepptu bæklingum þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir skelfilegt efnahagsástand og fátækt í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kristnir og múslimar verði að hafna öllu ofbeldi

Benedikt páfi sagði í dag á fundi sínum með fulltrúum 22 múslimalanda að bæði kristnir og múslimar yrðu að hafna öllu ofbeldi um leið og hann lýsti yfir djúpri virðingu fyrir þeim sem aðhylltust íslam.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í byggingu í Barcelona á Spáni

Nokkrir eru sagðir hafa slasast eftir sprengingu í húsi í Barcelona á Spáni fyrir stundu. Frá þessu er greint í spænsku útvarpi. Ekki liggur fyrir hvers vegna sprengingin varð en ljóst er að einhverjir munu vera alvarlega slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

Nasdaq eykur við í LSE

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið við hlut sinn í Kauphöll Lundúna (LSE) í Bretlandi. Nasdaq, sem er stærsti hluthafi LSE átti fyrir 24,1 prósent í breska markaðnum en hefur með kaupum á 2,2 milljónum bréfa aukið hann í 25,1 prósent eða rétt rúman fjórðung.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn

Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp.

Erlent
Fréttamynd

Sjáandi eða James Bond

Hneyksli skekur nú ríkissaksóknaraembættið í Kólumbíu eftir að í ljós kom að ríkissaksóknari réð til sín sjáanda sem beitti dáleiðslu og særingum gagnvart starfsfólki og lifði líkt og James Bond.

Erlent