Erlent

Erfiðar aðstæður hjálparstarfsmanna í Darfur

MYND/Reuters

Hjálparstarfsmenn í Darfurhéraði í Súdan hafa ekki verið í jafnmiklum erfiðleikum með að nálgast bágstadda í landinu síðan í ágúst 2003. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í septembermánuði.

Talið er að um tvöhundruð þúsund manns hafi látist í átökunum og um tvær og hálf milljón manna þurft að flýja heimili sín. Yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna í Darfur segir ástandið nú vera það erfitt að draga þurfi saman hjálparstarf á stórum svæðinum í héraðinu. Ofbeldi hafi aukist mikið á svæðinu og telja hjálaparstarfsmenn sér víða ekki vært.

Hjálparstarfsmenn hafa um nokkurt skeið ekki getað farið um norðurhluta héraðsins. Matar- og lyfjasendingar hafa því ekki komist til þeirra rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu þúsund einstaklinga þar sem þurfa á hjálp að halda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×