Íþróttir Efasemdir uppi um að verkið klárist á réttum tíma Forsvarsmenn fyrir byggingu nýja Wembley-leikvangsins segjast ekkert geta fullyrt um hvort mannvirkið verði tilbúið á tilsettum tíma í vor til að hýsa úrslitaleikinn í enska bikarnum. Sport 11.11.2005 15:32 Detroit með 5. sigurinn í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95. Sport 11.11.2005 13:37 Prinsinn getur komist á toppinn á ný Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár. Sport 10.11.2005 19:47 Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sport 10.11.2005 20:59 Phoenix - Detroit í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA. Sport 10.11.2005 18:49 Gerði nýjan samning við Wigan Varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við spútniklið Wigan í ensku úrvalsdeildinni, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Bastia fyrir hálfa milljón punda. Sport 10.11.2005 16:54 Eru dagar Alain Perrin taldir? Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth virðist loksins vera að missa þolinmæðina í garð knattspyrnustjórans Alain Perrin, sem hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í fjórum af tuttugu leikjum síðan hann tók við á síðasta tímabili. Það er versti árangur nokkurs stjóra í sögu félagsins. Sport 10.11.2005 16:28 Æsileg barátta um annað sætið Petter Solberg og Marcus Grönholm há nú mikið einvígi um annað sætið í stigakeppni ökumanna á heimsmeistaramótinu í ralli. Nú stendur Ástralíurallið sem hæst og þar hefur Solberg nauma forystu eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. Þeir félagar eru hnífjafnir í öðru sæti stigakeppninnar með 71 stig, en eru þó 56 stigum á eftir heimsmeistranum Sebastien Loeb sem þegar hefur tryggt sér titilinn. Sport 10.11.2005 16:02 Ánægður hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool segist nú vera ánægður í herbúðum liðsins og segist vilja klára samning sinn hjá félaginu. Cissé var mjög ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði Liverpool í upphafi leiktíðar, en er nú orðinn markahæstur í liðinu og virðist hafa skipt um skoðun. Sport 10.11.2005 15:45 Látið Crouch í friði Michael Owen hefur biðlað til stuðningsmanna enska landsliðsins að baula ekki á Peter Crouch þegar hann spilar fyrir liðið, því það geti grafið undan sjálfstrausti hans. Áhorfendur bauluðu á Crouch þegar hann spilaði fyrir England gegn Austurríki í síðasta mánuði, en framherjinn leggjalangi hefur ekki skorað mark fyrir Liverpool eða enska landsliðið í 16 leikjum á tímabilinu. Sport 10.11.2005 15:32 Lék á tveimur yfir pari í dag Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta keppnisdegi sínum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag á tveimur höggum yfir pari, eða 74 höggum. Skor er almennt frekar hátt á mótinu og innan við þriðjungur kylfinganna á mótinu á San Rouque vellinum eru á pari eða þar undir. Sport 10.11.2005 15:53 Ívar samdi við Reading til 2008 Ívar Ingimarsson hefur skrifað undir nýjan samning við fyrstu deildar liðið Reading, sem þýðir að hann verður hjá félaginu í þrjú ár til viðbótar. Ívar hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2003, en samningur hans hefði runnið út í sumar. Sport 10.11.2005 14:06 Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár. Sport 10.11.2005 14:12 King og Lampard heilir Þrátt fyrir fréttir um hið andstæða í gær, virðist nú sem þeir Ledley King og Frank Lampard verði klárir í slaginn með enska landsliðinu gegn Argentínu á laugardaginn. Talið var að King gæti ekki spilað vegna hnémeiðsla, en bæði hann og Lampard komust í gegn um æfingu með enska liðinu í morgun. Sport 10.11.2005 13:57 Vitali Klitschko hættur Þungavigtarhnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 34 ára gamall vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Fyrirhuguðum andstæðingi hans Hasim Rahman hefur því verið afhent WBC meistarabeltið, en þeir áttu að berjast núna 12. nóvember. Sport 10.11.2005 13:52 Nowitzki meiddist og Dallas tapaði Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Philadelphia sigraði Dallas auðveldlega 112-97 eftir að Dallas var án Dirk Nowitzki lengst af í leiknum, en hann meiddist í baki. Keith Van Horn skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en Allen Iverson skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Sport 10.11.2005 12:15 Ballack verður ekki seldur í janúar Michael Becker, umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack hjá Bayern Munchen, segir að leikmaðurinn verði alls ekki seldur frá Bayern þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar, en fjöldi liða er á höttunum eftir Ballack sem hefur enn ekki gefið upp hvort hann ætli að framlengja samning sinn við Bayern. Sport 9.11.2005 17:42 Ledley King meiddur á hné Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Ledley King verði með enska landsliðinu þegar það mætir Argentínumönnum í æfingaleik á laugardaginn, eftir að hann gat ekki æft með liðinu í dag vegna hnémeiðsla. Sport 9.11.2005 17:36 Verður frá í tvo mánuði Miðvallarleikmaðurinn Mark van Bommel hjá Barcelona verður frá keppni í um tvo mánuði eftir að að hann meiddist illa á æfingu með hollenska landsliðinu. Hann fór í aðhlynningu hjá læknum í Amsterdam og hefur verið ráðlagt að fara ekki strax til Barcelona vegna þess að hann er enn mikið bólginn. Sport 9.11.2005 17:30 Philadelphia - Dallas í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Dallas Mavericks verður í beinni útsendingu á NBA TV körfuboltastöðinni á Digital Ísland í kvöld. Þarna eru á ferðinni tvö skemmtileg lið, sem hafa á að skipa tveimur af betri leikmönnum heimsins, þeim Allen Iverson og Dirk Nowitzki. Sport 9.11.2005 14:17 Fékk Mike Tyson í heimsókn Tveir kóngar í íþróttaheiminum, knattspyrnuhetjan Diego Armando Maradona og hnefaleikakappinn Mike Tyson, fóru mikinn í sjónvarpsþætti þess fyrrnefnda í argentísku sjónvarpi í gær. Maradona og Tyson eiga ýmislegt sameiginlegt. Sport 9.11.2005 14:00 Sacramento fékk grínið borgað Skondin uppákoma varð fyrir leik Sacramento og Detroit í NBA í nótt. Í upphitun fyrir leik liðanna eru venjulega spiluð myndbrot á risaskjá fyrir ofan völlinn og þegar lið Detroit var kynnt, hafði einhverjum háðfuglinum dottið í hug að sýna myndir af brenndum bílum og ónýtum byggingum, til að gera grín af staðalmyndum um bílaborgina. Þetta fór ekki vel fyrir brjóstið á leikmönnum Detroit. Sport 9.11.2005 13:09 Hannover rekur þjálfarana Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 hefur rekið aðalþjálfarann Ewald Lienen og aðstoðarmann hans Michael Frontzeck, eftir að þeir náðu aðeins einum sigri í síðustu átta leikjum með liðið. Lienen er þriðji þjálfarinn sem tekur pokann sinn í úrvalsdeildinni í vetur, en áður höfðu þeir Klaus Augenthaler hjá Leverkusen og Wolfgan Wolf hjá Nurnberg verið látnir fara. Sport 9.11.2005 13:03 Þrælahald stundað í fótbolta Sextán ára knattspyrnumenn frá Afríku fara unnvörpum til Belgíu að reyna fyrirsér í atvinnumennskunni. Fæstir ná að uppfylla þann draum og þeir lenda á bótum hjá belgíska ríkinu. Sport 9.11.2005 13:46 Byrjar strax að æfa aftur Fyrirliði Newcastle, Alan Shearer, er strax kominn aftur heim til Newcastle eftir kviðslitsaðgerð sem hann gekkst undir í Þýskalandi í byrjun vikunnar og hefur þegar byrjað rólegar æfingar. Sport 9.11.2005 12:54 Tibúinn að mæta Argentínu David Beckham hefur átt eftirminnilegar stundir með enska landsliðinu þegar það hefur mætt Argentínumönnum á stórmótum og hlakkar til að mæta þeim í vináttuleik þann 12. næstkomandi. Sport 9.11.2005 12:41 Verðum að ná í 20 stig fyrir jól Birmingham hefur gengið skelfilega í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð og liðið situr nú í 19. sæti deildarinnar með aðeins sex stig úr fyrstu tólf leikjunum. Steve Bruce hefur sett liðinu markmið og ætlar því að vera komið með 20 stig um jólin. Sport 9.11.2005 12:25 Detroit enn taplaust Detroit Pistons heldur áfram sigurgöngu sinni í upphafi leiktíðar í NBA og í gær rúllaði liðið yfir Sacramento á útivelli 102-88. Milwaukee Bucks tapaði sínum fyrsta leik, en Los Angeles Lakers byrjar ágætlega. Sport 9.11.2005 11:21 Miklu betri en Beckham Brasilímaðurinn Juninho Pernambucano hefur að mati sérfræðinga tekið krúnuna af sjálfum David Beckham sem helsti aukaspyrnusérfræðingur heims. Sport 8.11.2005 22:14 Ceres 4 þrekþjálfari Þróttar Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Sport 8.11.2005 22:16 « ‹ 318 319 320 321 322 323 324 325 326 … 334 ›
Efasemdir uppi um að verkið klárist á réttum tíma Forsvarsmenn fyrir byggingu nýja Wembley-leikvangsins segjast ekkert geta fullyrt um hvort mannvirkið verði tilbúið á tilsettum tíma í vor til að hýsa úrslitaleikinn í enska bikarnum. Sport 11.11.2005 15:32
Detroit með 5. sigurinn í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95. Sport 11.11.2005 13:37
Prinsinn getur komist á toppinn á ný Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár. Sport 10.11.2005 19:47
Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sport 10.11.2005 20:59
Phoenix - Detroit í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA. Sport 10.11.2005 18:49
Gerði nýjan samning við Wigan Varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við spútniklið Wigan í ensku úrvalsdeildinni, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Bastia fyrir hálfa milljón punda. Sport 10.11.2005 16:54
Eru dagar Alain Perrin taldir? Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth virðist loksins vera að missa þolinmæðina í garð knattspyrnustjórans Alain Perrin, sem hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í fjórum af tuttugu leikjum síðan hann tók við á síðasta tímabili. Það er versti árangur nokkurs stjóra í sögu félagsins. Sport 10.11.2005 16:28
Æsileg barátta um annað sætið Petter Solberg og Marcus Grönholm há nú mikið einvígi um annað sætið í stigakeppni ökumanna á heimsmeistaramótinu í ralli. Nú stendur Ástralíurallið sem hæst og þar hefur Solberg nauma forystu eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. Þeir félagar eru hnífjafnir í öðru sæti stigakeppninnar með 71 stig, en eru þó 56 stigum á eftir heimsmeistranum Sebastien Loeb sem þegar hefur tryggt sér titilinn. Sport 10.11.2005 16:02
Ánægður hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool segist nú vera ánægður í herbúðum liðsins og segist vilja klára samning sinn hjá félaginu. Cissé var mjög ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði Liverpool í upphafi leiktíðar, en er nú orðinn markahæstur í liðinu og virðist hafa skipt um skoðun. Sport 10.11.2005 15:45
Látið Crouch í friði Michael Owen hefur biðlað til stuðningsmanna enska landsliðsins að baula ekki á Peter Crouch þegar hann spilar fyrir liðið, því það geti grafið undan sjálfstrausti hans. Áhorfendur bauluðu á Crouch þegar hann spilaði fyrir England gegn Austurríki í síðasta mánuði, en framherjinn leggjalangi hefur ekki skorað mark fyrir Liverpool eða enska landsliðið í 16 leikjum á tímabilinu. Sport 10.11.2005 15:32
Lék á tveimur yfir pari í dag Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta keppnisdegi sínum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag á tveimur höggum yfir pari, eða 74 höggum. Skor er almennt frekar hátt á mótinu og innan við þriðjungur kylfinganna á mótinu á San Rouque vellinum eru á pari eða þar undir. Sport 10.11.2005 15:53
Ívar samdi við Reading til 2008 Ívar Ingimarsson hefur skrifað undir nýjan samning við fyrstu deildar liðið Reading, sem þýðir að hann verður hjá félaginu í þrjú ár til viðbótar. Ívar hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2003, en samningur hans hefði runnið út í sumar. Sport 10.11.2005 14:06
Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár. Sport 10.11.2005 14:12
King og Lampard heilir Þrátt fyrir fréttir um hið andstæða í gær, virðist nú sem þeir Ledley King og Frank Lampard verði klárir í slaginn með enska landsliðinu gegn Argentínu á laugardaginn. Talið var að King gæti ekki spilað vegna hnémeiðsla, en bæði hann og Lampard komust í gegn um æfingu með enska liðinu í morgun. Sport 10.11.2005 13:57
Vitali Klitschko hættur Þungavigtarhnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 34 ára gamall vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Fyrirhuguðum andstæðingi hans Hasim Rahman hefur því verið afhent WBC meistarabeltið, en þeir áttu að berjast núna 12. nóvember. Sport 10.11.2005 13:52
Nowitzki meiddist og Dallas tapaði Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Philadelphia sigraði Dallas auðveldlega 112-97 eftir að Dallas var án Dirk Nowitzki lengst af í leiknum, en hann meiddist í baki. Keith Van Horn skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en Allen Iverson skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Sport 10.11.2005 12:15
Ballack verður ekki seldur í janúar Michael Becker, umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack hjá Bayern Munchen, segir að leikmaðurinn verði alls ekki seldur frá Bayern þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar, en fjöldi liða er á höttunum eftir Ballack sem hefur enn ekki gefið upp hvort hann ætli að framlengja samning sinn við Bayern. Sport 9.11.2005 17:42
Ledley King meiddur á hné Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Ledley King verði með enska landsliðinu þegar það mætir Argentínumönnum í æfingaleik á laugardaginn, eftir að hann gat ekki æft með liðinu í dag vegna hnémeiðsla. Sport 9.11.2005 17:36
Verður frá í tvo mánuði Miðvallarleikmaðurinn Mark van Bommel hjá Barcelona verður frá keppni í um tvo mánuði eftir að að hann meiddist illa á æfingu með hollenska landsliðinu. Hann fór í aðhlynningu hjá læknum í Amsterdam og hefur verið ráðlagt að fara ekki strax til Barcelona vegna þess að hann er enn mikið bólginn. Sport 9.11.2005 17:30
Philadelphia - Dallas í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Dallas Mavericks verður í beinni útsendingu á NBA TV körfuboltastöðinni á Digital Ísland í kvöld. Þarna eru á ferðinni tvö skemmtileg lið, sem hafa á að skipa tveimur af betri leikmönnum heimsins, þeim Allen Iverson og Dirk Nowitzki. Sport 9.11.2005 14:17
Fékk Mike Tyson í heimsókn Tveir kóngar í íþróttaheiminum, knattspyrnuhetjan Diego Armando Maradona og hnefaleikakappinn Mike Tyson, fóru mikinn í sjónvarpsþætti þess fyrrnefnda í argentísku sjónvarpi í gær. Maradona og Tyson eiga ýmislegt sameiginlegt. Sport 9.11.2005 14:00
Sacramento fékk grínið borgað Skondin uppákoma varð fyrir leik Sacramento og Detroit í NBA í nótt. Í upphitun fyrir leik liðanna eru venjulega spiluð myndbrot á risaskjá fyrir ofan völlinn og þegar lið Detroit var kynnt, hafði einhverjum háðfuglinum dottið í hug að sýna myndir af brenndum bílum og ónýtum byggingum, til að gera grín af staðalmyndum um bílaborgina. Þetta fór ekki vel fyrir brjóstið á leikmönnum Detroit. Sport 9.11.2005 13:09
Hannover rekur þjálfarana Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 hefur rekið aðalþjálfarann Ewald Lienen og aðstoðarmann hans Michael Frontzeck, eftir að þeir náðu aðeins einum sigri í síðustu átta leikjum með liðið. Lienen er þriðji þjálfarinn sem tekur pokann sinn í úrvalsdeildinni í vetur, en áður höfðu þeir Klaus Augenthaler hjá Leverkusen og Wolfgan Wolf hjá Nurnberg verið látnir fara. Sport 9.11.2005 13:03
Þrælahald stundað í fótbolta Sextán ára knattspyrnumenn frá Afríku fara unnvörpum til Belgíu að reyna fyrirsér í atvinnumennskunni. Fæstir ná að uppfylla þann draum og þeir lenda á bótum hjá belgíska ríkinu. Sport 9.11.2005 13:46
Byrjar strax að æfa aftur Fyrirliði Newcastle, Alan Shearer, er strax kominn aftur heim til Newcastle eftir kviðslitsaðgerð sem hann gekkst undir í Þýskalandi í byrjun vikunnar og hefur þegar byrjað rólegar æfingar. Sport 9.11.2005 12:54
Tibúinn að mæta Argentínu David Beckham hefur átt eftirminnilegar stundir með enska landsliðinu þegar það hefur mætt Argentínumönnum á stórmótum og hlakkar til að mæta þeim í vináttuleik þann 12. næstkomandi. Sport 9.11.2005 12:41
Verðum að ná í 20 stig fyrir jól Birmingham hefur gengið skelfilega í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð og liðið situr nú í 19. sæti deildarinnar með aðeins sex stig úr fyrstu tólf leikjunum. Steve Bruce hefur sett liðinu markmið og ætlar því að vera komið með 20 stig um jólin. Sport 9.11.2005 12:25
Detroit enn taplaust Detroit Pistons heldur áfram sigurgöngu sinni í upphafi leiktíðar í NBA og í gær rúllaði liðið yfir Sacramento á útivelli 102-88. Milwaukee Bucks tapaði sínum fyrsta leik, en Los Angeles Lakers byrjar ágætlega. Sport 9.11.2005 11:21
Miklu betri en Beckham Brasilímaðurinn Juninho Pernambucano hefur að mati sérfræðinga tekið krúnuna af sjálfum David Beckham sem helsti aukaspyrnusérfræðingur heims. Sport 8.11.2005 22:14
Ceres 4 þrekþjálfari Þróttar Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Sport 8.11.2005 22:16
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent