Íþróttir

Fréttamynd

Gary Neville snýr aftur í kvöld

Gary Neville mun í kvöld leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst, þegar hann leikur með varaliði Manchester United gegn West Brom. Neville meiddist á nára í leik gegn Villareal í Meistaradeildinni, en er nú óðum að braggast. Þá er fyrirliðinn Roy Keane farinn að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur lengi, en nokkuð er í að hann geti byrjað að spila.

Sport
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af miklu álagi

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann hafi ekki áhyggjur af því auka álagi sem fylgir þáttöku Liverpool í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan dagana 15.-18 desember næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Versta frammistaða sem ég hef séð

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, sagði að frammistaða leikmanna sinna í tapinu gegn Kýpur í gær, hefði verið sú versta sem hann hefði séð á ævi sinni. Wales tapaði 1-0, en þetta var vináttuleikur þjóðanna.

Sport
Fréttamynd

David Duval í forystu í Japan

Kylfingurinn David Duval er mjög óvænt í forystu á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir. Duval lék fyrsta hringinn í gær á 64 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forystu á Tiger Woods, sem hefur titil að verja á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima.

Sport
Fréttamynd

Landsliðshópurinn valinn í dag

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur gert fjórar breytingar á leikmannahóp sínum sem keppir þrjá æfingaleiki við Norðmenn hérlendis dagana 25.-28 nóvember, en í dag tilkynnti hann 16 manna hóp sinn.

Sport
Fréttamynd

Undirgöngin loguðu í slagsmálum

Landslið Tyrkja og Svisslendinga eiga ekki von á góðu frá Alþjóða Knattspyrnusambandinu eftir að uppúr sauð milli leikmanna og starfsmanna þegar þeir gengu af velli eftir viðureign liðanna í gær.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur skoraði 12 í sigurleik

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur uppteknum hætti með liði sínu Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en Guðjón skoraði 12 mörk í sigri liðsins á Willemshaven í gærkvöld 28-21.

Sport
Fréttamynd

Skrópaði í herþjónustu

Þær fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum að körfuboltamaðurinn Vlade Divac, sem nýlega lagði skóna á hilluna og er farinn að starfa sem útsendari fyrir LA Lakers í Evrópu, hafi skrópað í herþjónustu í heimalandi sínu Serbíu og Svartfjallalandi og hefur herinn nú lagt fram kæru á hendur honum.

Sport
Fréttamynd

Bryant og Iverson skoruðu 42 stig

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Allen Iverson hjá Philadelphia voru í miklu stuði og leiddu lið sín til sigurs með því að skora 42 stig.

Sport
Fréttamynd

Boston - Seattle í beinni

Leikur Boston Celtics og Seattle Supersonics verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt klukkan hálf eitt. Viðureign þessara liða verður athyglisverð í ljósi þess að bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er og vilja eflaust hrista af sér slenið og sigra í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur á toppinn

Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28.

Sport
Fréttamynd

Tékkar og Spánverjar áfram

Tékkar tryggðu sér farseðilinn í sína fyrstu heimsmeistarakeppni í kvöld þegar þeir lögðu Norðmenn með einu marki gegn engu og samanlagt 2-0. Það var Tomas Rosicky sem skoraði mark Tékka. Þá komust Spánverjar auðveldlega áfram eftir 1-1 jafntefli við Slóvaka í kvöld og samtals 6-2.

Sport
Fréttamynd

Svisslendingar áfram

Svisslendingar eru komnir á HM í Þýskalandi á næsta ári, þrátt fyrir 4-2 tap í Tyrklandi í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með sigri Svisslendinga 2-0 og því fara þeir áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Tuncay Sanli skoraði þrennu fyrir Tyrki í leiknum, en það dugði ekki til og því sitja þeir eftir með sárt ennið í þetta skiptið.

Sport
Fréttamynd

Læt ekki teyma mig út í að spreða peningum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að taka upp budduna í janúar og spreða peningum í leikmenn nema einhver sérstakur leikmaður verði á lausu. Því er haldið fram að eitthvað sé til af peningum í bauknum hjá Arsenal þó félagið tali um að halda að sér höndum, en nöfn þeirra Dirk Kuyt og Fernando Torres hafa verið nefnd í því sambandi.

Sport
Fréttamynd

Held að Henry fari frá Arsenal

Ruud Gullit, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Newcastle, telur að Thierry Henry muni líklega yfirgefa Arsenal fljótlega, úr því að hann hefur neitað að framlengja samning sinn við enska félagið. Gullit telur að Barcelona væri kjörið lið fyrir Frakkann.

Sport
Fréttamynd

Valur tekur á móti Fram

Það verður sannkallaður toppslagur í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í kvöld, þegar Valur tekur á móti Fram í Laugardalshöllinni. Fram er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Valur kemur næst með 12 stig. ÍBV tekur á móti KA í Eyjum og þá leika Haukar og Stjarnan á Ásvöllum klukkan 20, en hinir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Trinidad og Tobago á HM í fyrsta sinn

Lið Trinidad og Tobago komst í dag á HM í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið lagði Bahrein 1-0 á útivelli og samtals 2-1. Trinidad verður því minnsta þjóðin sem tekur þátt í lokakeppni HM í Þýskalandi á næsta ári, því aðeins um ein milljón manna búa í Trinidad og Tobago.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo, Baptista og Zidane klárir gegn Barcelona

Real Madrid er nú óðum að fá stjörnur sínar til baka úr meiðslum fyrir leik ársins í spænska boltanum á laugardaginn, en þá mætast erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid í uppgjöri stórliðanna á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Við spiluðum eins og kerlingar

Age Hareide, þjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, en síðari leikurinn fer fram í Tékklandi nú í kvöld. Hareide sagði að sínir menn hefðu spilað eins og kerlingar, en það fór fyrir brjóstið á nokkrum löndum hans.

Sport
Fréttamynd

Sektaður um 1000 pund fyrir að hrækja á barn

Vandræðagemlingurinn El Hadji Diouf hjá Bolton var í dag sektaður um 1000 pund fyrir að hrækja á ellefu ára gamalt barn eftir leik Bolton og Middlesbrough í nóvember á síðasta ári. Líklegt þótti að Diouf yrði dæmdur í bann vegna atviksins, en hann slapp með skrekkinn. Diouf á yfir höfði sér dóm vegna ölvunaraksturs á dögunum, en hann hefur átt mjög erfitt með að hegða sér vel undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Ólafi og félögum

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar í spænsku úrvalsdeildinni, sigraði Arrate 24-20 í gærkvöld og því heldur liðið toppsæti deildarinnar ásamt Barcelona. Ólafur lét lítið fyrir sér fara í leiknum og náði ekki að skora. Börsungar sigruðu Bidasoa með níu mörkum 38-29 og Barcelona og Ciudad eru því efst og jöfn með 16 stig eftir 9 leiki.

Sport
Fréttamynd

Alonso verður næsti Schumacher

Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í formúlu 1, segir að Fernando Alonso eigi eftir að feta í fótspor Michael Schumacher og verða sigursælasti ökumaðurinn formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Dregið í 8-liða úrslit í dag

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. Í karlaflokki mætast Fram og Fylkir, Þór og Stjarnan, HK og Haukar og svo FH og ÍBV. Leikirnir fara fram 6. og 7. desember. Í kvennaflokki mætast Valur og Fram, FH og Haukar, HK og ÍBV og svo bikarmeistarar Stjörnunar og Grótta. Kvennaleikirnir fara fram um miðjan janúar.

Sport
Fréttamynd

Pistons með áttunda sigurinn í röð

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics.

Sport
Fréttamynd

Allt annað en Madrid yrði skref aftur á bak

"Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur látið hafa það eftir sér að úr því útlit sé fyrir að Michael Ballack sé að fara frá Bayern, sé Real Madrid eini raunhæfi kosturinn fyrir hann því annarsstaðar nái hann ekki að bæta sig sem knattspyrnumaður.

Sport
Fréttamynd

Ástralir tryggðu sér sæti á HM 2006

Ástralir tryggðu sér í dag sæti á HM í Þýskalandi eftir frækinn sigur á Ungverjum í vítaspyrnukeppni í Sydney. Marco Breciano skoraði mark Ástrala á 35. mínútu og því var staðan jöfn 1-1 samanlagt, en Ástralir höfðu betur í vítakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Þór sigraði KR

Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Denver í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu klukkan 01:30 í nótt á NBA TV. Þar verður athyglisvert að fylgjast með einvígi þeirra Dirk Nowitzki hjá Dallas og Carmelo Anthony hjá Denver.

Sport