Dregið í 8-liða úrslit í dag

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. Í karlaflokki mætast Fram og Fylkir, Þór og Stjarnan, HK og Haukar og svo FH og ÍBV. Leikirnir fara fram 6. og 7. desember. Í kvennaflokki mætast Valur og Fram, FH og Haukar, HK og ÍBV og svo bikarmeistarar Stjörnunar og Grótta. Kvennaleikirnir fara fram um miðjan janúar.