Íþróttir Schwarzer stendur í marki Boro Nú líður senn að því að úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða milli Sevilla og Middlesbrough fari að hefjast og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Mark Schwarzer stendur á ný í marki Middlesbrough eftir meiðsli og þeir Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka eru í fremstu víglínu. Fredi Kanoute er á varamannabekk Sevilla, en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla. Sport 10.5.2006 18:27 Arsenal með hæstu sjónvarpstekjurnar Í dag var birtur listi yfir sjónvarpstekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu 2005-2006. Arsenal er í efsta sætinu á listanum og á það að mestu að þakka árangur sinn í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea eru í öðru sæti listans, Liverpool í þriðja og Manchester United í fjórða sætinu. Sport 10.5.2006 17:10 Chris Paul nýliði ársins með yfirburðum Í dag var staðfest að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets hefði hlotið nafnbótina nýliði ársins í NBA deildinni eins og greint var frá fyrir nokkru. Paul var nálægt því að hljóta einróma kosningu, en allir utan einn af þeim 125 sem kusu, völdu hann í fyrsta sætið. Deron Williams hjá Utah Jazz hlaut efsta sætið hjá einum þeirra. Sport 10.5.2006 16:37 Coppell framlengir við Reading Knattspyrnustjórinn Steve Coppell hefur framlengt samning sinn við Íslendingaliðið Reading um eitt ár, en liðið leikur sem kunnugt er í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið fyrstu deildina með miklum yfirburðum. Coppell var fyrir vikið kjörinn stjóri ársins í deildinni. "Það var aldrei spurning fyrir mig að skrifa undir nýjan samning," sagði Coppell. Sport 10.5.2006 16:28 Ósáttur við miðastuldinn Rafa Benitez hefur skorað á enska knattspyrnusambandið að bregðast betur við atburðunum sem áttu sér stað á föstudaginn síðasta, þegar 1600 miðum á úrslitaleik Liverpool og West Ham í enska bikarnum var stolið í Liverpool. Benitez segir lið sitt ekki mega við því að missa þessa stuðningsmenn af pöllunum um helgina. Sport 10.5.2006 16:08 Einar tekur við ÍBV Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í DHL-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð og tekur hann við af Alfreð Finnssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Einar kemur úr röðum Fram, þar sem hann hefur starfað sem leikmaður og þjálfari síðustu ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Sport 10.5.2006 15:51 Óskar áfram með Val Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár. Sport 10.5.2006 15:45 Miami - New Jersey í beinni á NBA TV Annar leikur Miami Heat og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan 12 á miðnætti í kvöld. Miami þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað fyrsta leiknum illa á heimavelli sínum. Sport 10.5.2006 15:28 Hneykslaður á tilboði Tottenham Paul Jewell hjá Wigan hefur staðfest að Tottenham hafi spurst fyrir um bakvörðinn Pascal Chimbonda strax eftir lokaleikinn í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en var hneykslaður yfir þeirri upphæð sem Lundúnaliðið bauð í hann. Chimbonda er nær örugglega talinn vera á förum frá Wigan í sumar. Sport 10.5.2006 14:29 Við erum litla liðið í úrslitaleiknum Steve McClaren segir að spænska liðið Sevilla verði klárlega talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en segist ekkert hafa á móti því að sínir menn verði taldir litla liðið fyrir leikinn. Bein útsending verður frá leiknum á Sýn í kvöld og hefst hún klukkan 18:00. Sport 10.5.2006 14:10 Roader fær undanþágu Nú stendur fátt í vegi fyrir því að Glenn Roader fái að taka við stjórn Newcastle eftir allt saman, en beiðni félagsins um að vita honum undanþágu sem knattspyrnustjóra var hafnað á dögunum. Roader hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni, en stjórnarformaður Newcastle hefur nú hlotið stuðning kollega sinna í deildinni um að hleypa Roader að og mun hann afla sér tilskilinna réttinda meðfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri. Sport 10.5.2006 14:02 Alan Smith gæti orðið klár í september Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðjumaðurinn Alan Smith gæti mögulega verið orðinn góður af meiðslum sínum í september í haust, en ef hann byrjar að spila þá eins og áætlað er, yrði það sjö mánuðum eftir að hann fótbrotnaði mjög illa í bikarleik gegn Liverpool. "Ég hef trú á því að hann snúi aftur í byrjun september. Hugarfar hans er ótrúlegt og meiðslin virðast engin áhrif hafa á andann í drengnum," sagði Alex Ferguson í viðtali í dag. Sport 10.5.2006 13:56 Thompson og Henchoz látnir fara Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga þeirra Stephane Henchoz og David Thompson og eru þeir því á leið frá félaginu í sumar. Þá hefur félagið skilað hinum unga Reto Ziegler aftur til Tottenham, en hann hafði verið á lánssamningi hjá félaginu í nokkra mánuði. Sport 10.5.2006 13:47 Eiður hefur ekki rætt við Blackburn Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að engar viðræður hafi farið fram milli Eiðs og forráðamanna Blackburn Rovers eins og fram hefur komið í breskum fjölmiðlum undanfarið. Eiður á eins og er í viðræðum við Chelsea um framtíð sína. Þetta kemur fram á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sport 10.5.2006 13:43 Dallas burstaði meistarana Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Sport 10.5.2006 04:54 Auðveldur sigur Detroit Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Sport 10.5.2006 03:43 Ronaldo sáttur við að vera áfram Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid segist vel geta hugsað sér að vera áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili, en talið var víst að hann yrði jafnvel seldur í sumar. Ronaldo segir hlutina væntanlega koma betur í ljóst eftir HM í sumar og þá þegar nýr forseti hefur verið kosinn hjá spænska liðinu. Sport 10.5.2006 22:32 OPNA Reykjavíkurmeistaramótið hefst í dag OPNA Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla hefst í dag klukkan fjögur og byrjar keppnin á gæðingaskeiði PP1 ungl, ungm, og 1. fl, meistara á kappreiðavelli. Þetta mót er án efa eitt af þeim stærri sem haldin eru á þessu ári, en það stendur yfir til sunnudags. Sport 10.5.2006 07:29 Rick Adelman látinn fara Vefsíðan Sacramento Bee í Bandaríkjunum hefur í kvöld eftir heimildarmönnum sínum að síðar í kvöld verði haldinn blaðamannafundur hjá liði Sacramento Kings þar sem þjálfara liðsins verði sagt upp störfum. Samningur hans við félagið er að renna út og verður ekki endurnýjaður ef marka má þessar nýjustu fregnir. Sport 9.5.2006 21:46 Haukar unnu fyrsta leikinn Haukar lögðu Fylki 32-28 í fyrsta úrslitaleik liðanna um deildarbikarinn í handbolta í kvöld, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður bikarmeistari. Það var ekki síst fyrir stórleik Birkis Ívars Guðmundssonar í markinu að Haukarnir höfðu sigur og getur liðið því tryggt sér bikarinn með sigri í næsta leik sem fram fer í Árbænum á fimmtudag. Sport 9.5.2006 21:33 Robson verður ekki rekinn Stjórnarformaður West Brom, sem nýlega féll úr ensku úrvalsdeildinni, tilkynnti í kvöld að knattspyrnustjóri félagsins, Bryan Robson, yrði áfram við stjórn hjá félaginu. Formaðurinn sagði stöðugleika lykilinn að því að ná árangri og sagðist ekki hafa trú á því að það að reka stjórann væri endilega besta lausnin í stöðunni. Sport 9.5.2006 21:26 Manchester United hafði betur Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United 1-0 sigur á Glasgow Celtic í kvöld í sérstökum kveðjuleik til heiðurs Roy Keane. Ronaldo skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks eftir laglegan undirbúning frá Ryan Giggs. Roy Keane spilaði síðari hálfleikinn í treyju Manchester United að viðstöddum nálægt 70.000 áhorfendum á Old Trafford í Manchester. Sport 9.5.2006 21:18 Watford og Leeds mætast í úrslitum Nú er ljóst að það verða Watford og Leeds United sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust, eftir að Watford gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Watford vann fyrri leikinn 3-0 á útivelli og því var alltaf á brattann að sækja fyrir lærisveina Ian Dowie í kvöld. Sport 9.5.2006 21:00 Logi skoraði 6 mörk í sigri Lemgo Íslendingaliðið Lemgo vann góðan 30-25 sigur á sterku liði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.5.2006 20:39 Boðar reglubreytingar á næsta ári David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili. Sport 9.5.2006 18:36 McClaren vill klára dæmið með stæl Juande Ramos, þjálfari Sevilla frá Spáni, segist búast við erfiðum leik þegar lið hans mætir Middlesbrough í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, en það verður einmitt síðasti leikur McClaren sem stjóri Middlesbrough. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.5.2006 17:25 Stuðningsmenn Liverpool sitja í súpunni Nokkrir af stuðningsmönnum Liverpool gætu nú þurft að sætta sig við að missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum í Cardiff um næstu helgi eftir að fjöldi miða á leikinn voru á meðal þess sem stolið var úr sendibíl frá póstinum í miðborg Liverpool á föstudaginn. Miðarnir hafa þegar verið gerðir ógildir en miðasalan í Cardiff hefur neitað að gera aðra miða í stað þeirra sem stolið var og því missa stuðningsmennirnir líklega af leiknum vegna þessa leiðindaatviks. Sport 9.5.2006 17:13 Nadal stefnir óðum að metinu Spænski tenniskappinn Rafael Nadal stefnir nú hraðbyri að meti Guillermo Vila yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli, en í dag vann hann sinn 48. leik í röð þegar hann lagði Carlos Moya í fyrstu umferð Masters-mótsins í Róm. Nadal vann sigur 6-1,2-6 og 6-2 og getur náð meti Vila ef hann ver titil sinn frá í fyrra á mótinu. Sport 9.5.2006 17:04 Tottenham heimtar annan leik Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni. Sport 9.5.2006 16:45 Snæfell ræður bandarískan þjálfara Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Sport 9.5.2006 16:39 « ‹ 215 216 217 218 219 220 221 222 223 … 334 ›
Schwarzer stendur í marki Boro Nú líður senn að því að úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða milli Sevilla og Middlesbrough fari að hefjast og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Mark Schwarzer stendur á ný í marki Middlesbrough eftir meiðsli og þeir Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka eru í fremstu víglínu. Fredi Kanoute er á varamannabekk Sevilla, en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla. Sport 10.5.2006 18:27
Arsenal með hæstu sjónvarpstekjurnar Í dag var birtur listi yfir sjónvarpstekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu 2005-2006. Arsenal er í efsta sætinu á listanum og á það að mestu að þakka árangur sinn í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea eru í öðru sæti listans, Liverpool í þriðja og Manchester United í fjórða sætinu. Sport 10.5.2006 17:10
Chris Paul nýliði ársins með yfirburðum Í dag var staðfest að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets hefði hlotið nafnbótina nýliði ársins í NBA deildinni eins og greint var frá fyrir nokkru. Paul var nálægt því að hljóta einróma kosningu, en allir utan einn af þeim 125 sem kusu, völdu hann í fyrsta sætið. Deron Williams hjá Utah Jazz hlaut efsta sætið hjá einum þeirra. Sport 10.5.2006 16:37
Coppell framlengir við Reading Knattspyrnustjórinn Steve Coppell hefur framlengt samning sinn við Íslendingaliðið Reading um eitt ár, en liðið leikur sem kunnugt er í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið fyrstu deildina með miklum yfirburðum. Coppell var fyrir vikið kjörinn stjóri ársins í deildinni. "Það var aldrei spurning fyrir mig að skrifa undir nýjan samning," sagði Coppell. Sport 10.5.2006 16:28
Ósáttur við miðastuldinn Rafa Benitez hefur skorað á enska knattspyrnusambandið að bregðast betur við atburðunum sem áttu sér stað á föstudaginn síðasta, þegar 1600 miðum á úrslitaleik Liverpool og West Ham í enska bikarnum var stolið í Liverpool. Benitez segir lið sitt ekki mega við því að missa þessa stuðningsmenn af pöllunum um helgina. Sport 10.5.2006 16:08
Einar tekur við ÍBV Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í DHL-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð og tekur hann við af Alfreð Finnssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Einar kemur úr röðum Fram, þar sem hann hefur starfað sem leikmaður og þjálfari síðustu ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Sport 10.5.2006 15:51
Óskar áfram með Val Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár. Sport 10.5.2006 15:45
Miami - New Jersey í beinni á NBA TV Annar leikur Miami Heat og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan 12 á miðnætti í kvöld. Miami þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað fyrsta leiknum illa á heimavelli sínum. Sport 10.5.2006 15:28
Hneykslaður á tilboði Tottenham Paul Jewell hjá Wigan hefur staðfest að Tottenham hafi spurst fyrir um bakvörðinn Pascal Chimbonda strax eftir lokaleikinn í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en var hneykslaður yfir þeirri upphæð sem Lundúnaliðið bauð í hann. Chimbonda er nær örugglega talinn vera á förum frá Wigan í sumar. Sport 10.5.2006 14:29
Við erum litla liðið í úrslitaleiknum Steve McClaren segir að spænska liðið Sevilla verði klárlega talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en segist ekkert hafa á móti því að sínir menn verði taldir litla liðið fyrir leikinn. Bein útsending verður frá leiknum á Sýn í kvöld og hefst hún klukkan 18:00. Sport 10.5.2006 14:10
Roader fær undanþágu Nú stendur fátt í vegi fyrir því að Glenn Roader fái að taka við stjórn Newcastle eftir allt saman, en beiðni félagsins um að vita honum undanþágu sem knattspyrnustjóra var hafnað á dögunum. Roader hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni, en stjórnarformaður Newcastle hefur nú hlotið stuðning kollega sinna í deildinni um að hleypa Roader að og mun hann afla sér tilskilinna réttinda meðfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri. Sport 10.5.2006 14:02
Alan Smith gæti orðið klár í september Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðjumaðurinn Alan Smith gæti mögulega verið orðinn góður af meiðslum sínum í september í haust, en ef hann byrjar að spila þá eins og áætlað er, yrði það sjö mánuðum eftir að hann fótbrotnaði mjög illa í bikarleik gegn Liverpool. "Ég hef trú á því að hann snúi aftur í byrjun september. Hugarfar hans er ótrúlegt og meiðslin virðast engin áhrif hafa á andann í drengnum," sagði Alex Ferguson í viðtali í dag. Sport 10.5.2006 13:56
Thompson og Henchoz látnir fara Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga þeirra Stephane Henchoz og David Thompson og eru þeir því á leið frá félaginu í sumar. Þá hefur félagið skilað hinum unga Reto Ziegler aftur til Tottenham, en hann hafði verið á lánssamningi hjá félaginu í nokkra mánuði. Sport 10.5.2006 13:47
Eiður hefur ekki rætt við Blackburn Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að engar viðræður hafi farið fram milli Eiðs og forráðamanna Blackburn Rovers eins og fram hefur komið í breskum fjölmiðlum undanfarið. Eiður á eins og er í viðræðum við Chelsea um framtíð sína. Þetta kemur fram á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sport 10.5.2006 13:43
Dallas burstaði meistarana Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Sport 10.5.2006 04:54
Auðveldur sigur Detroit Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Sport 10.5.2006 03:43
Ronaldo sáttur við að vera áfram Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid segist vel geta hugsað sér að vera áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili, en talið var víst að hann yrði jafnvel seldur í sumar. Ronaldo segir hlutina væntanlega koma betur í ljóst eftir HM í sumar og þá þegar nýr forseti hefur verið kosinn hjá spænska liðinu. Sport 10.5.2006 22:32
OPNA Reykjavíkurmeistaramótið hefst í dag OPNA Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla hefst í dag klukkan fjögur og byrjar keppnin á gæðingaskeiði PP1 ungl, ungm, og 1. fl, meistara á kappreiðavelli. Þetta mót er án efa eitt af þeim stærri sem haldin eru á þessu ári, en það stendur yfir til sunnudags. Sport 10.5.2006 07:29
Rick Adelman látinn fara Vefsíðan Sacramento Bee í Bandaríkjunum hefur í kvöld eftir heimildarmönnum sínum að síðar í kvöld verði haldinn blaðamannafundur hjá liði Sacramento Kings þar sem þjálfara liðsins verði sagt upp störfum. Samningur hans við félagið er að renna út og verður ekki endurnýjaður ef marka má þessar nýjustu fregnir. Sport 9.5.2006 21:46
Haukar unnu fyrsta leikinn Haukar lögðu Fylki 32-28 í fyrsta úrslitaleik liðanna um deildarbikarinn í handbolta í kvöld, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður bikarmeistari. Það var ekki síst fyrir stórleik Birkis Ívars Guðmundssonar í markinu að Haukarnir höfðu sigur og getur liðið því tryggt sér bikarinn með sigri í næsta leik sem fram fer í Árbænum á fimmtudag. Sport 9.5.2006 21:33
Robson verður ekki rekinn Stjórnarformaður West Brom, sem nýlega féll úr ensku úrvalsdeildinni, tilkynnti í kvöld að knattspyrnustjóri félagsins, Bryan Robson, yrði áfram við stjórn hjá félaginu. Formaðurinn sagði stöðugleika lykilinn að því að ná árangri og sagðist ekki hafa trú á því að það að reka stjórann væri endilega besta lausnin í stöðunni. Sport 9.5.2006 21:26
Manchester United hafði betur Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United 1-0 sigur á Glasgow Celtic í kvöld í sérstökum kveðjuleik til heiðurs Roy Keane. Ronaldo skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks eftir laglegan undirbúning frá Ryan Giggs. Roy Keane spilaði síðari hálfleikinn í treyju Manchester United að viðstöddum nálægt 70.000 áhorfendum á Old Trafford í Manchester. Sport 9.5.2006 21:18
Watford og Leeds mætast í úrslitum Nú er ljóst að það verða Watford og Leeds United sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust, eftir að Watford gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Watford vann fyrri leikinn 3-0 á útivelli og því var alltaf á brattann að sækja fyrir lærisveina Ian Dowie í kvöld. Sport 9.5.2006 21:00
Logi skoraði 6 mörk í sigri Lemgo Íslendingaliðið Lemgo vann góðan 30-25 sigur á sterku liði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.5.2006 20:39
Boðar reglubreytingar á næsta ári David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili. Sport 9.5.2006 18:36
McClaren vill klára dæmið með stæl Juande Ramos, þjálfari Sevilla frá Spáni, segist búast við erfiðum leik þegar lið hans mætir Middlesbrough í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, en það verður einmitt síðasti leikur McClaren sem stjóri Middlesbrough. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.5.2006 17:25
Stuðningsmenn Liverpool sitja í súpunni Nokkrir af stuðningsmönnum Liverpool gætu nú þurft að sætta sig við að missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum í Cardiff um næstu helgi eftir að fjöldi miða á leikinn voru á meðal þess sem stolið var úr sendibíl frá póstinum í miðborg Liverpool á föstudaginn. Miðarnir hafa þegar verið gerðir ógildir en miðasalan í Cardiff hefur neitað að gera aðra miða í stað þeirra sem stolið var og því missa stuðningsmennirnir líklega af leiknum vegna þessa leiðindaatviks. Sport 9.5.2006 17:13
Nadal stefnir óðum að metinu Spænski tenniskappinn Rafael Nadal stefnir nú hraðbyri að meti Guillermo Vila yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli, en í dag vann hann sinn 48. leik í röð þegar hann lagði Carlos Moya í fyrstu umferð Masters-mótsins í Róm. Nadal vann sigur 6-1,2-6 og 6-2 og getur náð meti Vila ef hann ver titil sinn frá í fyrra á mótinu. Sport 9.5.2006 17:04
Tottenham heimtar annan leik Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni. Sport 9.5.2006 16:45
Snæfell ræður bandarískan þjálfara Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Sport 9.5.2006 16:39