Viðskipti

Fréttamynd

PS3 kemur til Evrópu 23. mars

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti

Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi AMR fór niður

Gengi hlutabréfa í bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR Corp., sem FL Group á 5,98 prósenta hlut í, lækkaði í gær um 8,49 prósent á markaði í dag og var lokagengi dagsins 36,7 dalir á hlut. Greiningardeild Kaupþings segir líklegt að lækkunin skýrist af tilkynningu félagsins á hlutafjáraukningu til niðurgreiðslu skulda og skuldbindinga og kaupa á nýjum flugvélum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Útlán bankanna tóku kipp undir lok árs

Útlán íslensku bankanna námu rúmum 3.808 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Lánin stóðu nokkuð í stað frá vordögum liðins ár en hafa vaxið hratt á síðustu mánuðum liðins árs. Skuldir heimilanna gagnvart bankakerfinu jukust um 30 prósent á milli ára. Helsta ástæðan er skuldbreyting húsnæðislána sem aftur minnkaði hlut Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Air France-KLM tvístígandi um Alitalia

Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

MAN hætt við yfirtöku á Scania

Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki einhugur innan japanska seðlabankans

Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fleiri farþegar flugu með Finnair

Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Launavísitalan lækkaði í desember

Launavísitala í desember í fyrra mældist 300,8 stig en það er 0,1 prósentustiga lækkun frá mánuðinum á undan. Lækkunin skýrist af því að áhrifa gætir ekki lengur af 26.000 króna eingreiðslu við endurskoðun kjarasamninga ASÍ og SA á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005, að sögn Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir meiri verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent í febrúar. Gangi það eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent sem er 0,3 prósenta hækkun á milli mánaða. Greiningardeildin spáir 3,4 prósenta verðbólgu á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukning í íbúðalánum bankanna

Bankarnir lánuðu 4,2 milljarða krónur til íbúðakaupa í desembermánuði í fyrra. Ný lán bankanna hafa aukist jafnt og þétt frá því í ágúst í fyrra en þá nam upphæð nýrra íbúðalána 2,9 milljörðum króna. Bankarnir veittu 420 ný lán á síðasta mánuði liðins árs og nam meðalupphæð hvers láns 9,9 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag þegar vísitalan endaði í 6.930 stigum. Þar með var síðasta met vísitölunnar slegið þegar vísitalan fór í 6.925 stig 15. febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Citigroup kaupir af ABN Amro

Bandaríski bankinn Citigroup hefur keypt veðlánaarm hollenska bankans ABN Amro. Tilgangurinn er að auka útlánastarfsemi bankans og gerir Citigroup ráð fyrir að fjölga viðskiptavinum um 1,5 milljónir talsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Netsvikarar stela úr Nordea-bankanum

Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð. Þrjótarnir notuðu hugbúnað, sem afritaði lykilorð þeirra viðskiptavina sem notuðu netbanka Nordea.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukinn hagnaður hjá Nýherja

Hagnaður Nýherja nam 305,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 76,5 milljóna króna hagnað árið 2005. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam 68 milljónum króna, sem er 42,9 milljónum krónum meira en árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Citigroup

Bandaríski bankinn Citigroup skilaði rúmlega 5,3 milljarða dala hagnaði á síðasta fjórðungi 2006. Þetta jafngildir 369,7 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum sem er 26 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður bankans á árinu í heild nam jafnvirði 1.660 milljarða króna, sem er 12 prósentum minna en árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta ár það besta hjá Lýsingu

Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð lækkaði í desember

Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú. Ástæðan er aukið framboð á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Toyota innkallar 533.000 bíla

Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega hálfa milljón sportjeppa af gerðinni Sequioa og Tundra pallbílum í Bandaríkjunum til að gera við galla í stýrisbúnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki búist við lægri lánshæfiseinkunn

Greiningardeild Glitnis býst ekki við að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Í febrúar verður ár liðið frá því Fitch gaf ríkissjóði neikvæða lánshæfiseinkunn og býst Glitnir við að Fitch muni bíða og sjá til hverju framvindur. Greiningardeildin segir það hugsanlegt að matsfyrirtækið breyti horfunum í stöðugar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Eimskips í takt við væntingar

Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði 79 milljóna dala hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 5,5 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam rúmlega 148.000 bandaríkjadala, eða tæpum 10,6 milljónum króna, sem er í takt við væntingar. Félagið ætlar að gera upp í evrum frá og með 1. nóvember á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir lækka á Taílandi

Seðlabanki Taílands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 19 punkta í 4,75 prósent með það fyrir augum að blása í glæður efnahagslífsins og auka bjartsýni neytenda. Stýrivextir hafa ekki lækkað í Taílandi í hálft ár en eftirspurn hefur minnkað í kjölfar minnkandi verðbólgu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil hækkun vísitölu byggingarkostnaðar

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar og gildir fyrir febrúar, hækkar um 2,30 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Samningsbundin laun í byggingariðnaði hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent og höfðu helstu áhrif á vísitöluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnair flýgur á skýrslu

Hlutabréf í Finnair hækkuðu um fjögur prósent á miðvikudaginn eftir að ABN Amro sendi frá sér skýrslu um evrópsk flugfélög þar sem mælt var með kaupum á bréfum finnska flugfélagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á lækkun stýrivaxta í júlí

Ekki er líkur á að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti fyrr en í júlí, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Deildin segir vexti á millibankamarkaði hafa hækkað meira en stýrivextir Seðlabankans og bendi slíkt til lausafjárskorts. Þannig sé ólíkt að vextirnir lækki í bráð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum

Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni.

Viðskipti erlent