Viðskipti

Fréttamynd

Krefjast ritstjórnarlegs sjálfstæðis

Ráðandi hluthafar í bandaríska útgáfufélaginu Dow Jones hafa farið fram á að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og fjölmiðlasamsteypa hans, News Corporation, veiti ábyrgð fyrir því að ritstjórnarlegu sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í útgáfufélagið í byrjun maí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrirtæki Marel Food Systems fær dönsk útflutningsverðlaun

Scanvaegt International, dótturfyrirtæki Marel Food Systems, hlaut í gær heiðursverðlaun Friðriks níunda Danakonungs fyrir framúrskarandi árangur í útflutningsstarfi. Það var Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem afhenti forstjórum Scanvaegt, Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, heiðursverðlaunin við konunglega athöfn í Fredensborgarhöll.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 4,0 prósent

Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Hækkunin er í lægri kantinum en spár greiningadeilda viðskiptabankanna spáðu allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur Group eykur hlut sinn í Debenhams

Hlutabréf í Debenhams hækkuðu um rúmlega fjögur prósent í dag eftir að Baugur Group jók hlut sinn í fyrirtækinu í 4,87 prósent. Baugur keypti bréfin í gegnum félagið Unity Investments. Talsmenn Debenhams neituðu að tala við fréttamenn um kaup Baugs á bréfum í fyrirtækinu. Ekki hefur enn náðst í talsmenn Baugs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá hækkun vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Kaupþings spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent á milli mánaða, en Hagstofan birtir nýja vísitölu í dag. Gangi þetta eftir mælist verðbólga á 12 mánaða tímabili 4,1 prósent, samanborið við 4,7 prósent í síðasta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 10 prósenta hagvexti

Greiningardeild Kaupþings spáir því að hagvöxtur verði við 10 prósent á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Má vöxtinn einkum rekja til um 25 prósenta vaxtar í útflutningi á vöru og þjónustu á fjórðungnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka

Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf Actavis í 90 krónum á hlut

Gengi hlutabréfa í Actavis hækkaði um 6,26 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag þegar kauptilboð í bréfin upp á 90 krónur á hlut. Þetta er um sex krónum hærra en yfirtökutilboð Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hljóðar upp á. Gengið lækkaði skömmu síðar og stendur nú í 86,5 krónum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn í Bandaríkjunum hækkaði í dag

Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum endaði í hærri tölum en hefur gert undanfarna daga. Lækkandi olíuverð og góða fréttir frá fyrirtækjum leiddu til hækkunarinnar en markaðurinn hafði lækkað undanfarna þrjá daga á undan. McDonalds var á meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynntu um gott gengi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exorka fær 3 ný virkjanaleyfi í Þýskalandi

Exorka, dótturfélag Geysis Green Energy, hefur gengið frá kaupum á þremur leyfum fyrir jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi í Þýskalandi. Fyrir átti Exorka þar eitt virkjanaleyfi. Í kjölfarið getur Exorka byggt orkuver í Bæjaralandi sem framleitt getur 15-25 megawatta raforku á ári. Heildarvirði fjárfestingarinnar nemur 20 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,07 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur hún nú í 7.953 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 15. maí síðastliðinn en þá rauf hún 8.000 stiga múrinn í fyrsta sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Velta í dagvöruverslun eykst um 8,8 prósent

Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent í maí á föstu verðlagi samanborið við sama tíma í fyrra. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin hins vegar 13,2 prósentum, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem bætir við að fátt bendi til að einkaneysla sé að dragast saman. Megi búast við að sölutölur eigi eftir að hækka á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum

Gengi hlutabréfa lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins á 14 af 17 fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Lækkanirnar koma í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum í gær og í Japan. Þetta er fimmti lækkanadagurinn í röð í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan tekur breytingum

Eftir lokun markaða í dag mun Kauphöll Íslands tilkynna hvaða félög verða hluti af nýrri úrvalsvísitölu sem tekur gildi hinn 2. júlí. Greiningardeild Landsbankans telur líklegast að Alfesca og Atlantic Petroleum þurfi að víkja fyrir Existu og Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma ríkissjóðs umfram væntingar

Afkoma ríkissjóðs var umfram áætlanir fjárlaga á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 36,7 milljarða króna á tímabilinu, sem er um 12,4 milljörðum meira en í fyrra. Hagstæða afkomu má rekja til aukinna tekna sem voru 149 ma.kr. samanborið við 120 milljarða samkvæmt fjárlögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldatryggingarálag bankanna lækkar

Skuldatryggingarálag bankanna hefur farið lækkandi frá því um miðjan mars. Greiningardeild Landsbankans segir lækkunina í raun ná lengra aftur en skuldatryggingarálagið náði hámarki fyrir rúmu ári þegar það var margfalt hærra en nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Gengi hlutabréfa hækkaði um þrjú prósent við lokun hlutabréfamarkaðarins í Sjanghæ í Kína í dag eftir að stjórnvöld vísuðu því á bug að þau ætli að hækka fjármagnstekjurskatt í því augnamiði að kæla kínverskan hlutabréfamarkað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Íslendingar hafa tekið virkan þátt í þróunaraðstoð í Malaví, einu fátækasta ríki Afríku. Hagkerfið er þriðjungi minna en það íslenska þrátt fyrir að íbúar landsins séu fjörutíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir Innovate

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Innovate Holdings í Bretlandi. Fyrir átti Eimskip 55 prósenta hlut í félaginu. Innovate er eitt stærsta fyrirtæki Bretlands á sviði hitastýrðra flutninga og rekur 30 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum. Kaupverð nemur 30,3 milljónum punda, jafnvirði fjögurra milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í fjögur prósent. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir á evrusvæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfi ári síðan og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa skoðar álver á Grænlandi

Norska ál- og olíufyrirtækið Norsk Hydro staðfesti í dag að það hefði hætt við áform um að byggja álver á Vestur-Grænlandi. Viðræður hafa staðið yfir frá byrjun árs en heimastjórn Grænlands ákvað hins vegar að hefja viðræður við bandaríska álrisann Alcoa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Síldarvinnslunni

Aðalsteinn Helgason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf á Neskaupsstað. og í stað hans hefur Gunnþór Ingvason verið ráðinn til starfa. Þá hefur Jóhannes Pálsson sömuleiðis verið ráðinn framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Síldarvinnslunnar. Hann mun jafnframt hafa umsjón með markaðs, sölumálum og vinnslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið það viðkvæmasta í heimi

Íslenska hagkerfið er viðkvæmt og það líklegasta af 25 nýmörkuðum til að verða fyrir skakkaföllum vegna slæmra ytri skilyrða. Hagkerfi Ísraels, Kólumbíu, Chile og Argentínu standa hins vegar á traustum grunni. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers sem ísraelska dagblaðið Haretz birti í gær.

Viðskipti innlent