Viðskipti

Fréttamynd

Svartsýnir í röðum bandarískra fjárfesta

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum féll með skelli á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar vestanhafs óttast nú að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda, sem gengu í gegnum þingið á föstudag, dugi ekki til að koma fjármálakerfinu á réttan kjöl.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óljóst gengi krónunnar

Talsvert er á reiki hvert gengi krónunnar er í raun. Samkvæmt meðalgengi Seðlabankans kostar eitt breskt pund 200 krónur. Hjá Kaupþingi í Svíþjóð kostar það hins vegar 255 íslenskar krónur að kaupa eitt pund.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö félög falla um 20 prósent í Kauphöllinni

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum og bandaríska álfélagsins Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga hefur fallið um rúm 20 prósent í dag. Þá hefur Bakkavör fallið um tæp 15 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 14, krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í enda ágúst árið 2003.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dow Jones ekki lægri í fimm ár

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur fallið um 3,39 prósent í dag og stendur vísitalan í 9.974 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2003 þegar hún var að rísa upp eftir að netbólan sprakk og hryðjuverkaárásir á Bandaríkin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn einn skellurinn í Bandaríkjunum

Enn einn skellurinn var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar telja björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku, hvergi duga til að koma fjármálakerfinu aftur á réttan kjöl.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

DeCode fellur um fimmtung

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 21,18 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréfaverðið fór niður í 26 sent á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn toppaði daginn í miklum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum rauk upp um 4,2 prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Viðskipti með bréf í bankanum voru langt umfram önnur félög, eða um 11,3 milljarðar króna. Á eftir fylgir færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 0,83 prósent og Exista, sem hækkaði um 0,22 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Englandsbanki opnar bönkum dyrnar á gátt

Englandsbanki hefur rýmkað reglur um veð sem gerir breskum bönkum auðveldara um vik að sækja sér lausafé. Í tilkynningu sem bankinn sendir frá sér í dag segir að hann hafi ákveðið að gera þetta vegna lausafjárþurrðar á fjármálamörkuðum um þessar mundir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ríkið styður við bak nýsköpunarfyrirtækja

„Þetta er fyrsta skrefið af mörgum“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áður en hann skrifaði í morgun undir stofnun samstarfsvettvangs um uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, auk forsvarsmanna hjá Samtökum iðnaðarins og í nýsköpunargeiranum á Sprotaþingi Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir hækkar mest í morgunsárið

Gengi hlutabréfa í Glitni hækkaði um 3,23 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Landsbankans, sem hækkaði um 1,34 prósent og Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn einn skellurinn á Wall Street

Nýjustu upplýsingar hins opinbera í Bandaríkjunum um samdrátt í framleiðslu og vísbendingar um aukið atvinnuleysi urðu til þess að svartsýni greip um sig í röðum fjárfesta vestanhafs í dag. Bankar og fjármálafyrirtæki hertu enn frekar tökin á sjóðum sínum og hömstruðu fjármagn með þeim afleiðingum að lánsfé varð enn dýrara en í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir niður um rúm 13 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Glitni, Existu og Spron féll um rúm þrettán prósent í Kauphöllinni í dag. Bakkavör fór niður um 10,5 prósent, Straumur um 8,3, Atorka um 6,14 prósent, Landsbankinn um 4,75 prósent og Marel um 4,06 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evran lækkar gagnvart flestum nema krónu

Gengi evru lækkaði um 0,7 prósent gagnvart Bandaríkjadal í morgun og hefur það ekki verið lægra í ár. Þá hefur evran ekki verið lægra gagnvart jeni í tvö ár. Evran kostar nú 154,8 krónur. Í gær rauf evran 157 krónu múrinn og hafði þá aldrei verið sterkari gagnvart krónunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn veikist krónan

Krónan hefur veikst um 0,35 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 202,7 stigum. Krónan veiktist hastarlega í gær og fór hæst í 207 stig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Buffett opnar veskið á ný

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi DeCode aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,56 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 38 sentum á hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkin opna í mínus

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í Bandaríkjunum í dag eftir mikla uppsveiflu í gær. Mikill órói er í röðum fjárfesta sem vonast til þess að Öldungadeild Bandaríkjaþings gefi græna ljósið á björgunaraðgerðir stjórnvalda vestanhafs í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur aldrei dýrari

Gengi Bandaríkjadals fór í 112 íslenskar krónur í hádeginu en gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Endi dollarinn yfir 111 krónum í dag hefur hann aldrei verið dýrari.

Viðskipti innlent