Viðskipti

Fréttamynd

Neytendur bjartsýnir í ágúst

Væntingavísitala Gallup mældist 108 stig í ágúst og er það 22,6 prósenta hækkun frá síðasta mánuði. Niðurstöðurnar benda til að íslenskir neytendur séu almennt bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð undir 70 dölum

Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Dagsbrún

Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan næstmest á Íslandi

Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgan er næstmest á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar í Japan

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun skilaði tæplega 6,5 milljarða króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2 milljörðum króna. Tap fyrir skatta nam tæpum 23 milljörðum króna sem er 25 milljarða króna verri afkoma en á sama tíma fyrir ári. Landsvirkjun greiddi í fyrsta skipti skatt af starfsemi sinni á árinu en tapið skýrist af veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan í Neskaupstað tapaði 204 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtækið 728,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Síldarvinnslunnar segir að útlit sé fyrir að rekstur félagsins verði þokkalegur á síðari hluta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar frekar

Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki

Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mæla með sölu í bréfum HB Granda

Greiningardeild Landsbanks segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningu á iSEC markað koma til með að hafa mikil áhrif á hluthafa félagsins. Sé hætt við að hluthafar læsist inni og er mælt með sölu á bréfum félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Amazon.com kaupir eigin bréf

Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð niður um rúman dal

Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dæmi eru um laun í evrum

Bakkavör, Össur og Marel greiða öll fyrir stjórnarsetu í erlendum gjaldmiðli. Að auki hefur Marel samið við hluta starfsmanna hér um evrutengdar launagreiðslur. Hjá ASÍ hafa verið viðraðar hugmyndir um laun í evrum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun skilaði 194 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári en þá tapaði stofnunin 40 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið tap hjá CVC

Fjárfestingarfélagið CVC tapaði tæpum 10,4 milljónum bandaríkjadala eða tæplega 729 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði félagið tæplega 4,9 milljóna dala tapi eða 342,5 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Eyri Invest

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 926 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið 4,1 milljarðs króna hagnaði. Í tilkynningu frá félaginu segir að niðursveifla á hlutabréfamörkuðum á fyrri hluta ársins hafi haft áhrif á afkomu félagins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Risasamruni á Ítalíu

Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Besta afkoma í sögu SPH

Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) skilaði 311 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 69,6 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra og besta rekstrarniðurstaða sparisjóðsins á fyrri hluta árs í 103 ára sögu hans..

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá SPK

Sparisjóður Kópavogs (SPK) skilaði 222 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 135 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn er umfram áætlanir og sá mesti í sögu SPK á einum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði um rúman dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ryanair gegn breska ríkinu

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum.

Viðskipti erlent