Viðskipti erlent

Olíuverð niður um rúman dal

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni.

Verð á olíu, sem afhent verður í október, lækkaði um 1,36 dali eða 1,8 prósent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 71,15 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, lækkaði um 1,19 í Lundúnum í Bretlandi og fór tunnan í 71,15 dali.

Ernesto er við suðurhluta Haití og mun senn fara yfir Kúbu.

Veðurfræðingar spá því að Ernesto geti enn hlaupið kapp í kinn og orðið að fellibyl á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×