Brennslan

Fréttamynd

Djarfar myndir Eddu hrundu af stað bylgju nærfatamynda

„Þetta byrjar sem sagt þannig að ég fæ skilaboð send inn í inboxið mitt frá gervireikningi og sú manneskja sendir mér mynd þar sem ég er á nærfötunum og skrifar við myndina, átt þú ekki kærasta? átt þú ekki foreldra? Þú ert ekki að taka neina ábyrgð sem opinber persóna og í raun segir þarna að ég ætti bara að skammast mín,“ segir Crossfit-stjarnan og einkaþjálfarinn Edda Falak í Brennslunni á FM957 í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Ingó kominn í sótthreinsibransann

„Ég veit ekki eiginlega hvar ég á að byrja með þessa sögu en hún tengist í raun öllu síðasta ári. Maður var orðin svolítið leiður á því að vera gigga allar helgar á milli staða. Svo kemur þetta ástand og það var bara fínt, ég fékk smá pásu frá giggunum,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð sem er byrjaður að flytja inn nýjar vörur sem kallast X-Mist og eru sótthreinsibrúsar.

Lífið
Fréttamynd

„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Egill Ploder og Svala Björgvins gefa út jólalag

„Jólalagakeppni Brennslunnar var eitthvað sem var ákveðið að fara í seint í ágúst. Reglurnar voru þær að við máttum hafa samband við einn pródúsent og fá annan listamann til þess að vera með okkur á laginu. Einhvern veginn endaði það þannig að ég stóð einn eftir með tilbúið lag en hitt náðist ekki fyrir tíma,“ segir Egill Ploder sem hefur því gefið út jólalag með Svölu Björgvinsdóttur og ber lagið heitið Undir mistilteini. Hann vann lagið ásamt Svölu og Inga Bauer.

Lífið
Fréttamynd

Drekkur orkudrykk fyrir svefninn

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir mætti á dögunum í dagskrárliðinn Yfirheyrsluna í Brennslunni. Hún var sjálf meðal þáttastjórnanda í þættinum fyrir ekki svo löngu.

Lífið