Samgönguslys

Fréttamynd

Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum

Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu

Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið.

Erlent
Fréttamynd

Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga

Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum

Innlent
Fréttamynd

Banaslys nærri Húnaveri

Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós.

Innlent
Fréttamynd

Var 100 metrum frá því að stranda

Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær.

Erlent