Samgönguslys

Fréttamynd

Umferðarslys á bæði Þela­merkur­vegi og Hörg­ár­dals­vegi

Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta.

Innlent
Fréttamynd

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var eins og sprenging“

Sendi­bíl­stjóri sem fékk fólks­bíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjar­bakka í Breið­holti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendi­bíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði á staur í Breið­holti

Fólks­bíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breið­holtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan við­bragðs­aðilar voru á vett­vangi.

Innlent
Fréttamynd

„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“

Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður.

Lífið
Fréttamynd

Nem­endur urðu vitni að slysinu í kennslu­stund

Nem­endur Kvenna­skólans í Reykja­vík sem sátu í tíma í Mið­bæjar­skólanum urðu vitni að um­ferðar­slysinu sem varð á Lækjar­götu í gær þar sem öku­maður sendi­ferða­bíls lést. Skóla­stjóri segir nem­endur og starfs­fólk harmi slegið vegna málsins og er nem­endum boðið upp á á­falla­hjálp.

Innlent
Fréttamynd

Allir nema einn út­skrifaðir eftir rútu­slysið

Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar fram­koma hjól­reiða­­manns sem hjólaði dóttur hennar niður

Móðir unglingsstúlku sem slasaðist eftir að hjólað var á hana, og mátti þola skammir hjólreiðamanns í kjölfarið, segir hjólreiðamanninn hafa látið dóttur hennar halda á hjóli hans, á sama tíma og hún var mikið slösuð á úlnlið. Ökumaður sem hafi verið vitni að atvikinu hafi ekkert gert til að aðstoða.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skil­orðs­bundinn dóm fyrir mann­dráp af gá­leysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins.

Innlent
Fréttamynd

Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr

Kýr drápust í tveimur um­ferðar­slysum á Norður­landi um helgina, annars vegar í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á þjóð­veginum og hins vegar í Eyja­fjarðar­sveit. Ein kú drapst í Hörg­ár­dal en fjórar í Eyja­fjarðar­sveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­legur endir á góðu ferða­lagi“

Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt

Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati

Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar.

Innlent