Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 11:07 Volvo bíllinn var mikið skemmdur. Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38
Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59