Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 11:07 Volvo bíllinn var mikið skemmdur. Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38
Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59