
Skagafjörður

Veðurstofa varar við sjö stiga skjálfta en Ragnar býst við hámark sex stiga
Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig.

Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn
Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld.

Fann fyrir jarðskjálfta af stærð 5,6 á Sauðárkróki
Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir á Norðurlandi rétt eftir klukkan 15 í dag

Brunaeftirlitsmenn neita að láta flytja sig hreppaflutningum norður á Sauðárkrók
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra vill deildina heim í hérað.

Einn í haldi í tengslum við þrjú innbrot
Einn er í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í tengslum við innbrot á þremur stöðum á Blönduósi í nótt þar sem verðmætum var stolið.

Snjókoma í lok maí kom ekki á óvart þrátt fyrir blíðviðri undanfarna daga
„Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður

KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu
Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur.

Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“
Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi.

Sjómenn komu til aðstoðar vegna leka á Skagafirði
Leki kom að tíu metra löngum fiskibát á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn er um borð og sagði hann í samskiptum við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að leikinn væri talsverður.

Baldur um grun um veðmálasvindl: Hafði enga trú á að þetta væri til staðar
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur.

Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað
Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun.

Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr
Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.

Riða í Skagafirði
Matvælastofnun undirbýr nú aðgerðir eftir að hafa staðfest riðuveiki á bænum Grófargili, við Varmahlíð í Skagafirði.

Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“
Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga.

Þetta gera þau sem leigja draumabýlin á Tröllaskaga
Bræðurnir John og Eric Jackson fóru á dögunum í skemmtiferð á vegum Depla, eða Eleven Experiences. Þar gengu þeir fjöll, fóru í þyrluferð, veiddu, fóru í hvalaskoðun og margt fleira og var sýnt frá því í myndbandi á YouTube.

Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði
Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins.

KKÍ segir enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls
Leikmenn Tindastóls eru saklausir af veðmálasvindli.

Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók
Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar.

Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi
Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt.

Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu
Línan brást algjörlega í óveðrinu.

Segja veðjað fyrir allt að hundrað milljónir á leik ÍR og Tindastóls
Íslenskar getraunir hafa beðið alþjóðlega fyrirtækið GLMS, sem hefur aðgang að upplýsingum frá veðmála- og getraunafyrirtækjum og sérhæfir sig í að rannsaka veðmálasvindl, hvort veðmál tengd leiknum hafi verið óeðlilega mikið.

Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl.

Harðorðar bókanir frá sveitarstjórnum fyrir norðan: „Ljóst er að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins brugðust“
Sveitarstjórn Húnaþings vestra sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafa sent frá sér nokkuð harðorðar bókanir vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í sveitarfélögunum tveimur vegna óveðursins sem gekk yfir landið í vikunni.

Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann.

Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi
Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar.

Rafmagn skammtað á Króknum
Rafmagnslaust er nú víða um land vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir síðasta eina og hálfa sólarhringinn eða svo.

Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt
Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum.

Ók frá Reykjavík í nótt til að búa sig undir storminn
Agnes Hulda Agnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segist hafa undirbúið sig undir óveðrið strax síðustu nótt.

Telur alla á Króknum hafa vit á því að halda sig heima
Elvar Freyr Snorrason, sjómaður á Drangey á Sauðárkróki, segist vanur óveðri af störfum sínum úti á sjó.

Alltaf hressandi að fara út og gera eitthvað skemmtilegt
Brynjar Logi Steinunnarson, formaður Skagfirðingarsveitar á Sauðárkróki, segir sveitina klára fyrir verkefni kvöldsins. Veður hefur verið slæmt á Króknum í dag og er von á að það versni eftir því sem líður á kvöldið.