Gætu gripið til þess að loka skólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 18:39 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira