Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Það verður ekki bæði sleppt og haldið

Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á „góðri“ leið með að skella á gólfið.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur barna í grunn­skóla- hvar liggur vandinn?

Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

MA vann MORFÍs

Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, þetta árið. Úrslit fóru fram á föstudagskvöld í Háskólabíó.

Lífið
Fréttamynd

Mennta­kerfið - lykill að inngildingu

Breytt samfélagsgerð kallar á breyttar áherslur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur varðaði fjölbreyttara samfélag, fjölmenningu eða hvers kyns aðrar breytingar sem heimurinn er að ganga í gegnum og þær áskoranir sem þeim fylgja.

Skoðun
Fréttamynd

Breið­holt brennur

Oft eru glæður áður en það verður bál og fólk hristir hausinn yfir því að enginn hafi áttað sig á aðstæðum áður en illa fór. Við höfum samt valið, við getum byggt upp góða framtíð í stað þess að þurfa að deyfa elda.

Skoðun
Fréttamynd

25 þjóð­erni í Grundaskóla á Akra­nesi

Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi.

Innlent
Fréttamynd

Skapandi ó­ná­kvæmni tveggja hag­fræðinga

Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða.

Skoðun
Fréttamynd

Má brjóta lög?

Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“.

Skoðun
Fréttamynd

Grunn­skóli á kross­götum

Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Má segja að erindin sem lutu að grunnskólanum hafi verið tvö. Annars vegar erindi Ragnars Þórs Ragnarssonar grunnskólakennara í Norðlingaskóla, Menntun og mannvit á krossgötum: Um áhrif gervigreindar á skóla og samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Halda and­litinu í skólanum en hrynja niður heima

Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar – á hrað­braut í kulnun

Á ráðstefnunni „Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar“ sem Kennarasamband Íslands hélt í Hörpu 9. apríl 2024 var farið yfir niðurstöður viðhorfs- og þjónustukönnunar KÍ.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta með safn­skóla fyrir grind­vísk börn

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 

Innlent
Fréttamynd

Bestu árin

Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Þar kenndi ýmissa grasa og eitt dagskrárefna var samtal um framhaldsskólann. 

Skoðun
Fréttamynd

Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“

Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 

Innlent
Fréttamynd

Að­sóknar­met slegið í Lista­há­skólanum

Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Safnar undir­skriftum gegn for­eldrum

Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýst er eftir endur­reisn fram­halds­skólans

Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans.

Skoðun
Fréttamynd

Höfðu af­skipti af barnaníðingi í Dalslaug

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af dæmd­um barn­aníðingi í Dals­laug í Úlfarsár­dal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Lausnar­gjaldið ó­greitt en gögnin hvergi að sjá

Háskólinn í Reykjavík hefur enn ekki greitt lausnargjald fyrir gögn sem stolið var af rússneskum hakkarahópi í byrjun árs. Þrátt fyrir það hafa gögnin ekki verið birt. Lektor í tölvunarfræði segir þetta óvenjulegt fyrir hópinn en fleiri íslensk fyrirtæki hafi lent í því sama.

Innlent