Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Flestir skiluðu auðu

Hið fyrsta af þremur samræmdum stúdentsprófum var lagt fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins í morgun en undirtektir nemenda voru dræmar. Tveir af hverjum þremur nemendum sem tóku prófið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi skiluðu auðum prófblöðum.

Innlent
Fréttamynd

Skila auðu til að mótmæla prófum

Samræmd stúdentspróf hefjast í framhaldsskólum landsins í dag en óvíst er hversu mikil þátttakan í þeim verður. Fjöldi framhaldsskólanema er ósáttur við prófin og hótar að skila auðum prófúrlausnum í mótmælaskyni.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Innlent
Fréttamynd

Hefur hækkað um tvo þriðju

Árlegt framlag ríkissjóðs vegna hvers nemanda á framhaldsskólastigi hefur hækkað um 65 prósent síðasta áratuginn. Árið 1995 voru greiddar 400 þúsund krónur á hvern nemanda að núvirði en í dag er upphæðin komin í 665 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi fleiri háskólamenntaðir

23 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru háskólamenntuð en aðeins tólf prósent íbúa landsbyggðarinnar. Rúmlega helmingur landsbyggðarfólks hefur aðeins lokið grunnnámi en þriðjungur íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Flestir þreyttu samræmdu prófin

97 prósent nemenda í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyttu samræmd próf í stærðfræði og íslensku í síðasta mánuði. Einn af hverjum þrjátíu nemendum fékk hins vegar undanþágu frá Námsmatsstofnun og þurfti því ekki að þreyta prófin.

Innlent
Fréttamynd

Tugir kennara mótmæltu við þinghúsið

Tugir framhaldsskólakennara söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið skömmu áður en þingfundur hófst í dag, til að mótmæla áformum um stytta nám til framhaldsskólaprófs úr fjórum árum í þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Kosið milli átta nafna

Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans.

Innlent
Fréttamynd

Verjum mestu fé til menntamála

Íslendingar verja mestu fé OECD ríkja til menntamála. Formaður Kennarasambands Íslands segir að verja mætti meira fé til menntunar kennara

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hversu mörgum verði synjað

Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um hversu margir komast ekki í nám í haust. Allir nýnemar sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskóla eru komnir inn, segir Þórir Ólafsson, séfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Hann segir þó menntamálaráðuneytið ekki hafa tölur um það hversu margir fengu neitun um skólavist í haust.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldafall í löggildingarprófum

Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Allir nýnemar fá skólavist

Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti samningur sinnar tegundar

Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík kom best út úr prófunum

Nemendur í Reykjavík komu best út úr samræmdu prófunum í tíunda bekk en nemendur í Suðurkjördæmi verst. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Ekki er hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um málefni sérskóla leyst

Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna. 

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri sótt um í HR

Aldrei hafa fleiri sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík en nú. Þegar miðað er við heildarfjölda umsókna í Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann í fyrra eru umsóknirnar um 70 prósent fleiri í ár.

Innlent
Fréttamynd

Vantar heimild fyrir 80 nemendur

Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukið framlag til HÍ

Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Rafræn innritun í framhaldsskóla

Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Prófessorsstaða kennd við Jónas

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hafa undirrritað viljayfirlýsingu um að stofnuð verði staða prófessors í samvinnufræðum við skólann sem kennd verði við Jónas frá Hriflu. Hundrað og tuttugu ár eru nú liðin frá fæðingu Jónasar.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskukennsla skert um 33%?

Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri í framhaldsskóla

Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 50% námsmanna í vinnu

Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki.

Innlent
Fréttamynd

Skólagjöld ekki handan við hornið

Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

HÍ ódýr í rekstri

Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Samstarf við kínverskan háskóla

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí.

Innlent
Fréttamynd

Páskafrí grunnskólanna ekki stytt

Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. 

Innlent
Fréttamynd

Rektorskjör í HÍ í dag

Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars.

Innlent
Fréttamynd

Kristín og Ágúst efst í kjörinu

Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Formaður FG fagnar yfirlýsingunni

Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum.

Innlent