Páskafrí grunnskólanna ekki stytt 26. mars 2005 00:01 Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira