Hong Kong

Fréttamynd

Hattur með erfða­efni Napóleons til sölu

Hattur sem fannst nýlega og var í eigu franska keisarans Napóleons Bónaparte er nú til sýningar í uppboðshúsinu Bonhams í Hong Kong. Erfðaefni keisarans fannst inni í hattinum og er því talið nær öruggt að keisarinn hafi borið hattinn á höfði sér.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina

Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong.

Erlent
Fréttamynd

Lýð­ræðis­bar­áttu­kona leyst úr fangelsi

Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað

Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldahandtökur í Hong Kong

Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum.

Erlent
Fréttamynd

Jos­hua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni

Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kon

Innlent