Kennaraverkfall Nýr skóli í verkfalli kennara Einkaskóli með á annan tug grunnskólabarna úr þriðja til sjöunda bekk hefur verið starfræktur frá fyrsta degi verkfalls kennara. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er skólastjóri og kennir með aðstoð kennaranema og foreldra barnanna. Innlent 13.10.2005 14:46 Menntamálaráðuneytið ónauðsynlegt "Ef ríkisstjórninni kemur ekki við hvað er að gerast í skólum landsins þá legg ég til að menntamálaráðuneytið verði lagt niður og það strax," segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Innlent 13.10.2005 14:46 Ekkert verkfall hjá krökkunum Verkfall grunnskólakennara hefur sett daglegt líf grunnskólabarna verulega úr skorðum. Krakkarnir deyja þó ekki ráðalausir heldur taka sér ýmislegt fyrir hendur á meðan skólinn er lokaður. Því er nóg að gera í myndbandaleigum, sundlaugum og bókasöfnum landsins svo dæmi séu nefnd. Innlent 13.10.2005 14:46 Þroskahjálp gagnrýnir KÍ Landssamtökin Þroskahjálp gagnrýna Kennarasamband Íslands fyrir að mismuna fötluðum börnum með undanþágum í kennaraverkfallinu eftir því hvar þau stunda nám. Innlent 13.10.2005 14:46 Ákveðnir þættir afgreiddir Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna eru væntanlegar í Karphúsið klukkan tvö en í gær var fundað í rúma átta tíma. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir erfitt að leggja mat á hvort eitthvað miði í viðræðunum. Innlent 13.10.2005 14:46 Undanþágur skapa hættu á mismunun Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist ekki vilja tjá sig um ályktun fulltrúafundar landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem skorað er á kenanra að veita fleiri undanþágur svo hægt sé að veita öllum fötluðum börnum kennslu og þjálfun. Innlent 13.10.2005 14:46 Nefndirnar hittast enn Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna eru væntanlegar í Karphúsið um klukkan tíu en í gær var fundað í rúma átta tíma. Litlar fréttir berast af gangi viðræðna en líkt og fyrr segja menn von á meðan menn ræðast enn við. Verkfall grunnskólakennara hófst 20. september og hefur þegar staðið yfir í þrjár vikur. Innlent 13.10.2005 14:46 Ríkissáttasemjari sleit fundinum Ríkissáttasemjari sleit sáttafundi í kennaradeilunni fyrir um hálfri klukkustund og sendi deiluaðila heim. Hann hyggst ekki fá þá aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir einfaldlega bera of mikið í milli. Innlent 13.10.2005 14:46 Líklega setið fram eftir Samningafundur í vinnudeilu kennara og sveitarfélaga hefur staðið yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því klukkan tíu í morgun. Úr Karphúsinu berast þær einu fregnir að líklegt sé að áfram verði setið eitthvað fram eftir. Innlent 13.10.2005 14:46 Enn fundað í dag Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til sáttafundar í Karphúsinu núna klukkan tíu. Fundi í gær lauk um kvöldmatarleytið en hann hófst klukkan níu í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 14:46 Verkfall ekki liðið mikið lengur Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa fundað frá því klukkan tíu í morgun en litlar fréttir berast af gangi mála. Grunnskólakennarar hafa nú verið þrjár vikur í verkfalli og segir sveitarstjórnar- og alþingismaðurinn Gunnar I. Birgisson að það verði ekki liðið mikið lengur. Innlent 13.10.2005 14:46 Engin tíðindi úr Karphúsinu Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til sáttafundar í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði nú laust fyrir hádegi að engin tíðindi væri að hafa af samningaviðræðunum. Innlent 13.10.2005 14:46 Enn fundað Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara orðna langeyga eftir viðbrögðum samninganefndar sveitarfélaga við kröfum þeirra. Samningafundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga hófst klukkan níu í morgun og er enn fundað. Innlent 13.10.2005 14:45 Vilja efnisleg viðbrögð Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara orðna langeyga eftir efnislegum viðbrögðum samninganefndar sveitarfélaga við kröfum um styttingu kennsluskyldu og færslu launaflokka úr svokölluðum potti grunnlauna. Haft er eftir Finnboga á heimasíðu Kennarasambandsins að kennarar hafi margítrekað að þessar kröfur séu ófrávíkjanlegar og ekki verði hvikað frá þeim. Innlent 13.10.2005 14:45 Vill að ríkið taki í taumana "Mér finnst deilan flókin og þung í vöfum. Stjórnvöld verða að láta til sín taka. Þetta er stórmál og skrítið að deilan geti gengið svona án þess að maður heyri nokkurn skapaðan hlut," sagði Bryndís Kristiansen á Austurvelli í gær. Innlent 13.10.2005 14:45 Foreldrar og börn á Alþingi Áhyggjufullir foreldrar söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið fyrir hádegið. Til stóð að mæta á þingpalla með svöng og þreytt börn en enginn þingfundur er í dag. Innlent 13.10.2005 14:45 Þröngt í búi hjá kennurum Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Innlent 13.10.2005 14:45 Með pabba í vinnunni Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Innlent 13.10.2005 14:45 Kennarar á þingpöllum Aðeins 30 kennurum var hleypt á þingpalla á meðan utandagskrárumræður stóðu yfir um kennaradeiluna. Meinuðu þingverðir nokkrum fjölda kennara inngöngu í Alþingishúsið. Innlent 13.10.2005 14:45 Ekki ósamstíga Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi R-listans vísar ummælum forsætisráðherra þess efnis að Samfylkingin á þingi væri ósamstíga R-listanum í borgarstjórn á bug. "Ég bendi á að borgarstjórinn gekk á fund fjárlaganefndar á mánudag og fór yfir íþyngjandi ákvarðanir sem ríkið hefur tekið fyrir sveitarfélögin." Innlent 13.10.2005 14:45 Vilja lagabreytingar Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Innlent 13.10.2005 14:45 Óvænt stefna umræðu Utandagskrárumræður tóku óvænta stefnu á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að tala tungum tveimur og sitt með hvorri um kennarverkfallið á Alþingi og í borgarstjórn. Össur Skarphéðinsson segir ríkisstjórnina ekki geta verið stikkfrí í deilunni. Innlent 13.10.2005 14:45 Laun í fæðingarorlofi lækka Vegna nýrra laga um fæðingarorlof hefur verkfall kennara áhrif á tekjur þeirra í fæðingarorlofi allt til ársloka 2006. Þeir kennarar sem vænta barns nú í desember standa verst þar sem núgildandi reglur Tryggingamálastofnunar miða við laun þeirra frá ágúst 2003 til október 2004. Innlent 13.10.2005 14:45 Svartsýnn á lausn deilunnar Grafalvarleg staða er komin upp í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna, segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands: "Deilan er í hnút og ég er langt frá því að var bjartsýnn." Innlent 13.10.2005 14:45 Gæslu í grunnskóla frestað Frjálsri viðveru barna í íþróttahúsi og matsal grunnskóla Súðavíkur í verkfalli kennara hefur verið frestað að sinni, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Ástæðuna segir Ómar vera viðbrögð kennaranna við notkun húsnæðisins sem og að fulltrúar kennarar hafi rætt við foreldra og varað þá við að standa að gæslunni. Innlent 13.10.2005 14:45 Engin mótsögn hjá Samfylkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, vísar því á bug að þversögn sé á milli afstöðu Samfylkingarinnar á Alþingi og innan R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 14:45 Funduðu í níu tíma Launanefnd sveitarfélaganna lagði fram skriflega tillögu að viðræðugrundvelli um launamyndunarkerfi og uppbyggingu þess á fundi með samninganefnd kennara í gær. Fundurinn stóð á níundu klukkustund. Innlent 13.10.2005 14:44 Óánægja kennara látin óáreitt Teikn voru á lofti um óánægju kennara allt frá fyrsta starfsári síðasta kjarasamnings. Taka hefði átt á ágreiningsmálum á fundum samstarfsnefnda kennara og sveitarfélaganna á samningstímanum og reyna að afstýra verkfalli kennara, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrum formaður Félags grunnskólakennara. Innlent 13.10.2005 14:44 Lítið miðar í kennaradeilunni Að sögn sáttasemjara miðar lítið í samningsátt í kennaradeilunni. Deilendur áttu tíu klukkustunda langan fund í dag,og ákveðið var að boða til fundar á morgun, fimmta daginn í röð. Innlent 13.10.2005 14:44 165 milljónir úr sjóði kennara Um 165 milljónir voru greiddar úr Vinnudeilusjóði kennara á mánudag. Kennari í fullu starfi fær 3.000 krónur fyrir hvern verkfallsdag. Það eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Innlent 13.10.2005 14:44 « ‹ 7 8 9 10 11 12 … 12 ›
Nýr skóli í verkfalli kennara Einkaskóli með á annan tug grunnskólabarna úr þriðja til sjöunda bekk hefur verið starfræktur frá fyrsta degi verkfalls kennara. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er skólastjóri og kennir með aðstoð kennaranema og foreldra barnanna. Innlent 13.10.2005 14:46
Menntamálaráðuneytið ónauðsynlegt "Ef ríkisstjórninni kemur ekki við hvað er að gerast í skólum landsins þá legg ég til að menntamálaráðuneytið verði lagt niður og það strax," segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Innlent 13.10.2005 14:46
Ekkert verkfall hjá krökkunum Verkfall grunnskólakennara hefur sett daglegt líf grunnskólabarna verulega úr skorðum. Krakkarnir deyja þó ekki ráðalausir heldur taka sér ýmislegt fyrir hendur á meðan skólinn er lokaður. Því er nóg að gera í myndbandaleigum, sundlaugum og bókasöfnum landsins svo dæmi séu nefnd. Innlent 13.10.2005 14:46
Þroskahjálp gagnrýnir KÍ Landssamtökin Þroskahjálp gagnrýna Kennarasamband Íslands fyrir að mismuna fötluðum börnum með undanþágum í kennaraverkfallinu eftir því hvar þau stunda nám. Innlent 13.10.2005 14:46
Ákveðnir þættir afgreiddir Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna eru væntanlegar í Karphúsið klukkan tvö en í gær var fundað í rúma átta tíma. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir erfitt að leggja mat á hvort eitthvað miði í viðræðunum. Innlent 13.10.2005 14:46
Undanþágur skapa hættu á mismunun Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist ekki vilja tjá sig um ályktun fulltrúafundar landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem skorað er á kenanra að veita fleiri undanþágur svo hægt sé að veita öllum fötluðum börnum kennslu og þjálfun. Innlent 13.10.2005 14:46
Nefndirnar hittast enn Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna eru væntanlegar í Karphúsið um klukkan tíu en í gær var fundað í rúma átta tíma. Litlar fréttir berast af gangi viðræðna en líkt og fyrr segja menn von á meðan menn ræðast enn við. Verkfall grunnskólakennara hófst 20. september og hefur þegar staðið yfir í þrjár vikur. Innlent 13.10.2005 14:46
Ríkissáttasemjari sleit fundinum Ríkissáttasemjari sleit sáttafundi í kennaradeilunni fyrir um hálfri klukkustund og sendi deiluaðila heim. Hann hyggst ekki fá þá aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir einfaldlega bera of mikið í milli. Innlent 13.10.2005 14:46
Líklega setið fram eftir Samningafundur í vinnudeilu kennara og sveitarfélaga hefur staðið yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því klukkan tíu í morgun. Úr Karphúsinu berast þær einu fregnir að líklegt sé að áfram verði setið eitthvað fram eftir. Innlent 13.10.2005 14:46
Enn fundað í dag Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til sáttafundar í Karphúsinu núna klukkan tíu. Fundi í gær lauk um kvöldmatarleytið en hann hófst klukkan níu í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 14:46
Verkfall ekki liðið mikið lengur Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa fundað frá því klukkan tíu í morgun en litlar fréttir berast af gangi mála. Grunnskólakennarar hafa nú verið þrjár vikur í verkfalli og segir sveitarstjórnar- og alþingismaðurinn Gunnar I. Birgisson að það verði ekki liðið mikið lengur. Innlent 13.10.2005 14:46
Engin tíðindi úr Karphúsinu Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til sáttafundar í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði nú laust fyrir hádegi að engin tíðindi væri að hafa af samningaviðræðunum. Innlent 13.10.2005 14:46
Enn fundað Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara orðna langeyga eftir viðbrögðum samninganefndar sveitarfélaga við kröfum þeirra. Samningafundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga hófst klukkan níu í morgun og er enn fundað. Innlent 13.10.2005 14:45
Vilja efnisleg viðbrögð Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara orðna langeyga eftir efnislegum viðbrögðum samninganefndar sveitarfélaga við kröfum um styttingu kennsluskyldu og færslu launaflokka úr svokölluðum potti grunnlauna. Haft er eftir Finnboga á heimasíðu Kennarasambandsins að kennarar hafi margítrekað að þessar kröfur séu ófrávíkjanlegar og ekki verði hvikað frá þeim. Innlent 13.10.2005 14:45
Vill að ríkið taki í taumana "Mér finnst deilan flókin og þung í vöfum. Stjórnvöld verða að láta til sín taka. Þetta er stórmál og skrítið að deilan geti gengið svona án þess að maður heyri nokkurn skapaðan hlut," sagði Bryndís Kristiansen á Austurvelli í gær. Innlent 13.10.2005 14:45
Foreldrar og börn á Alþingi Áhyggjufullir foreldrar söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið fyrir hádegið. Til stóð að mæta á þingpalla með svöng og þreytt börn en enginn þingfundur er í dag. Innlent 13.10.2005 14:45
Þröngt í búi hjá kennurum Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Innlent 13.10.2005 14:45
Með pabba í vinnunni Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Innlent 13.10.2005 14:45
Kennarar á þingpöllum Aðeins 30 kennurum var hleypt á þingpalla á meðan utandagskrárumræður stóðu yfir um kennaradeiluna. Meinuðu þingverðir nokkrum fjölda kennara inngöngu í Alþingishúsið. Innlent 13.10.2005 14:45
Ekki ósamstíga Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi R-listans vísar ummælum forsætisráðherra þess efnis að Samfylkingin á þingi væri ósamstíga R-listanum í borgarstjórn á bug. "Ég bendi á að borgarstjórinn gekk á fund fjárlaganefndar á mánudag og fór yfir íþyngjandi ákvarðanir sem ríkið hefur tekið fyrir sveitarfélögin." Innlent 13.10.2005 14:45
Vilja lagabreytingar Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Innlent 13.10.2005 14:45
Óvænt stefna umræðu Utandagskrárumræður tóku óvænta stefnu á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að tala tungum tveimur og sitt með hvorri um kennarverkfallið á Alþingi og í borgarstjórn. Össur Skarphéðinsson segir ríkisstjórnina ekki geta verið stikkfrí í deilunni. Innlent 13.10.2005 14:45
Laun í fæðingarorlofi lækka Vegna nýrra laga um fæðingarorlof hefur verkfall kennara áhrif á tekjur þeirra í fæðingarorlofi allt til ársloka 2006. Þeir kennarar sem vænta barns nú í desember standa verst þar sem núgildandi reglur Tryggingamálastofnunar miða við laun þeirra frá ágúst 2003 til október 2004. Innlent 13.10.2005 14:45
Svartsýnn á lausn deilunnar Grafalvarleg staða er komin upp í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna, segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands: "Deilan er í hnút og ég er langt frá því að var bjartsýnn." Innlent 13.10.2005 14:45
Gæslu í grunnskóla frestað Frjálsri viðveru barna í íþróttahúsi og matsal grunnskóla Súðavíkur í verkfalli kennara hefur verið frestað að sinni, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Ástæðuna segir Ómar vera viðbrögð kennaranna við notkun húsnæðisins sem og að fulltrúar kennarar hafi rætt við foreldra og varað þá við að standa að gæslunni. Innlent 13.10.2005 14:45
Engin mótsögn hjá Samfylkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, vísar því á bug að þversögn sé á milli afstöðu Samfylkingarinnar á Alþingi og innan R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 14:45
Funduðu í níu tíma Launanefnd sveitarfélaganna lagði fram skriflega tillögu að viðræðugrundvelli um launamyndunarkerfi og uppbyggingu þess á fundi með samninganefnd kennara í gær. Fundurinn stóð á níundu klukkustund. Innlent 13.10.2005 14:44
Óánægja kennara látin óáreitt Teikn voru á lofti um óánægju kennara allt frá fyrsta starfsári síðasta kjarasamnings. Taka hefði átt á ágreiningsmálum á fundum samstarfsnefnda kennara og sveitarfélaganna á samningstímanum og reyna að afstýra verkfalli kennara, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrum formaður Félags grunnskólakennara. Innlent 13.10.2005 14:44
Lítið miðar í kennaradeilunni Að sögn sáttasemjara miðar lítið í samningsátt í kennaradeilunni. Deilendur áttu tíu klukkustunda langan fund í dag,og ákveðið var að boða til fundar á morgun, fimmta daginn í röð. Innlent 13.10.2005 14:44
165 milljónir úr sjóði kennara Um 165 milljónir voru greiddar úr Vinnudeilusjóði kennara á mánudag. Kennari í fullu starfi fær 3.000 krónur fyrir hvern verkfallsdag. Það eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Innlent 13.10.2005 14:44
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti