Írak

Fréttamynd

Fimmtán látnir eftir sjálfsmorðsárás í Ramadi

Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að aftökum verði hætt í Írak

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að aftökum í Írak verði hætt og hvetja bæði bandaríska og breska herinn til að afhenda írökskum stjórnvöldum ekki menn sem dæmdir hafa verið til dauða í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Reid:Íraksstríðið er tapað

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað.

Erlent
Fréttamynd

Átta milljónir þurfa á hjálp að halda

Fjöldi þeirra sem þurfa á bráðri hjálp að halda í Írak er átta milljónir, þar á meðal tvær milljónir flóttamanna og tvær milljónir heimilislausra. Þetta kom fram á sérstökum fundi sem haldin var um málefni Írak.

Erlent
Fréttamynd

Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn

Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin.

Erlent
Fréttamynd

Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn

Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna.

Erlent
Fréttamynd

Vel á annað hundrað látinn eftir helgina í Írak

Vel á annað hundrað hafa fallið í hrinu ofbeldisverka í Írak um helgina. Mörg hundruð liggja þungt haldnir eftir röð bílsprengjuárása um allt landið í dag og í gær. Þá fórust tveir breskir hermenn þegar tvær herþyrlur skullu saman rétt utan við höfuðborgina Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Áframhaldandi blóðbað í Írak

Átján féllu og fimmtíu manns eru særðir eftir tvær bílsprengjuárásir í fjölförnu hverfi í Baghdad í Írak í morgun. Seinni sprengjan sprakk aðeins nokkrum mínútum á eftir þeirri fyrri, þegar fjöldi fólks hafði safnast saman á staðnum þar sem sú fyrri sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Mikið mannfall í árás í Karbala í morgun

Lögregla í hinni helgu borg Karbala hefur lýst yfir útgöngubanni og lokað öllum leiðum inn og út úr borginni eftir að hátt í fimmtíu manns létust og yfir 60 særðust í sjálfsmorðsárás í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sprengjuna við fjölfarna strætisvagnastöð nærri bænahúsi sjía í borginni þar sem barnabarn Múhameðs spámanns er sagt grafið.

Erlent
Fréttamynd

Þrír starfsmenn í íraska þinghúsinu yfirheyrðir

Íraska þingið fordæmdi í morgun sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í þinghúsinu í Bagdad í gær. Einn þingmaður lét lífið í árásinni og tuttugu og tveir særðust. Þrír starfsmenn mötuneytis þingsins hafa verið yfirheyrðir í morgun vegna árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Árás í þingi glæpaverk hugleysingja

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, lýsti árásinni í írakska þinginu í Bagdad í morgun sem glæpaverki hugleysingja og sagði að hún myndi ekki draga kjarkinn úr írökskum þingmönnum. Að minnsta kosti tveir írakskir þingmenn eru nú sagðir látnir og vel á annan tug manna særður eftir árásina sem var í kaffiteríu í írakska þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Írana um að vopnbúa uppreisnarmenn súnnía

Talsmaður Bandaríkjahers sakaði í dag Írana um að um sjá uppreisnarmönnum úr röðum súnnía í Írak fyrir vopnum í baráttu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjaher heldur slíku fram en áður höfðu Bandaríkjamenn sakaða Írana, sem eru langflestir sjíar, um að sjá sjíum í Írak fyrir vopnum.

Erlent
Fréttamynd

Máli á hendur Rasmussen vegna Íraksstríðs vísað frá

Landsréttur í Danmörku vísaði í dag frá máli sem 26 andstæðingar Íraksstríðsins höfðuðu á hendur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vegna þátttöku Dana í stríðinu. Hópurinn, sem nefndi sig stjórnarskrárnefndina, var stofnaður í kjölfar innrásarinnar í Írak árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Stakk sér undir borð

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stakk sér undir borð þegar sprengja sprakk meðan hann hélt blaðamannafund í Írak í dag ásamt Nouiri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Réttur þriðjungur Bandaríkjamanna styður stríðið í Írak

Rétt liðlega þriðjungur Bandaríkjamanna styður hernaðinn í Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem bandaríska fréttastöðin CNN birti í dag en hún var gerð í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak ásamt stuðningsmönnum sínum og steyptu Saddam Hussein af stóli.

Erlent
Fréttamynd

Boða mestu herferð gegn andófsmönnum sem farin hefur verið

Herferð írakskra og bandarískra hersveita gegn andófsmönnum í Bagdad, sem staðið hafa fyrir fjömörgum blóðugum árásum undanfarna mánuði, hefst innan skamms og verður stærrri en nokkur aðgerð sem lagt hefur verið í frá því að ráðist var inn í Írak fyrir nærri fjórum árum.

Erlent
Fréttamynd

Segja helming árásarmanna koma frá Sýrlandi

Íröksk stjórnvöld segja að helmingur þeirra andófsmanna úr röðum súnnía sem staðið hafi fyrir sprengjuárásum að undanförnu í Írak hafi komið frá Sýrlandi. Segjast yfirvöld í Írak jafnframt hafa sýnt sýrlenskum stjórnvöldum sannanir þar að lútandi.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðasta árás ársins í Írak

Hvíta húsið lýsir sjálfsmorðsárásinni í Bagdad í dag þar sem um 135 manns létu lífið og á þriðja hundrað særðist sem grimmdarverki gegn saklausum borgum og heitir því að hjálpa írökskum yfirvöldum að koma á lögum og reglum í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Segist munu binda enda á stríðið í Írak sem forseti

Hillary Clinton, sem hefur boðið sig fram sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008, segist munu binda enda á stríðið í Írak ef hún verði fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Þessu lýsti hún yfir á fundi með átta öðrum sem vonast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Mikið mannfall í bílsprengjuárás í Bagdad

45 eru látnir og 95 særðir eftir að vörubíll fullur af sprengiefni sprakk við fjölfarinn markað í miðborg Bagdad í dag. Sprengingin varð í Sadriya-hverfinu þar sem sjíar eru fjölmennir en sprengjuárásir hafa áður verið gerðar þar.

Erlent
Fréttamynd

Skildi sprengju eftir í dúfnakassa

Að minnsta kosti fimmtán létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás í miðborg Bagdad í morgun. Hryðjuverkið var framið á fjölförnum dýramarkaði í miðborginni en talið er að árásarmaðurinn hafi falið vítisvél sína í kassa sem var fullur af dúfum.

Erlent
Fréttamynd

Um hundrað látnir í Írak í dag

Hundrað manns hið minnsta hafa fallið í bílsprengju- og eldflaugaárásum í Bagdad í dag og er dagurinn því einn sá blóðugasti frá upphafi árs. 88 létust og 160 særðust snemma í morgun þegar tvær bílsprengjur sprungu á markaði með notuð föt sem fátækir íbúar Bagdad-borgar sækja mikið.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad

Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun.

Erlent