Björgunarsveitir

Fréttamynd

Ungur drengur brenndist í Aðalvík á Hornströndum

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Nú síðast í Aðalvík eftir að tilkynning barst um að ungur drengur hafi brennst. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir í Öræfum ferðamann sem hafði slasast og lent í sjálfheldu við Svínafellsjökul í dag.

Innlent
Fréttamynd

Komu innlyksa gönguhópi yfir Hrunaá

Fólkið kom vitlaust niður að ánni og var innlyksa við klettanef þar eftir að kona úr hópnum slasaði sig á fæti. Meiðsl hennar reyndust minni en talið var í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Færeyski forstjórinn bætti rör frítt

Björgunarskipi Ísfirðinga, Gísla Jóns, var fagnað í nýrri heimahöfn sinni um hádegi í gær. Það kom frá Bodö í Noregi. Stýrimaður á heimstíminu var Ásgeir Guðbjartsson.

Innlent
Fréttamynd

Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins

Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.

Innlent
Fréttamynd

Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga

Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum

Innlent