Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Spekileki frá Landsbankanum?

Tíðar mannabreytingar í bankageiranum eru ekki óvanalegar en brotthvarf margra áberandi og háttsettra stjórnenda og starfsmanna í Landsbankanum – allt saman konur – að undanförnu hafa vakið nokkra athygli.

Klinkið
Fréttamynd

Ís­lands­banki: Eftir hverju er að bíða?

Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki

Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum.

Innherji
Fréttamynd

Svana Huld fer aftur til Arion banka

Svana Huld Linnet hefur aftur verið ráðin til starfa hjá Arion banka en hún hefur áður starfað hjá bankanum í ein átta ár. Hún mun taka við starfi forstöðumanns markaðsviðskipta á nýju ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki hækkar einnig vexti

Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun.

Neytendur
Fréttamynd

Arion banki hækkar vextina

Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­bankinn hækkar vexti

Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans.

Neytendur