Heilbrigðismál

Fréttamynd

Biðlistar eru ekki bara tölur á blaði

Leifur Á. Aðalsteinsson bíður eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm. Það tók spítalann tvo og hálfan mánuð að svara hvort tilvísun hans væri móttekin. Hann fær viðtal við bæklunarlækni eftir fjóra til fimm mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba

Miklar vonir eru bundnar við frekari árangur í að virkja ónæmisfrumur í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum. Krabbamein í lungum dregur um 1,7 milljónir manna til dauða árlega.

Innlent
Fréttamynd

Vandamál hversu fáir karlar nema hjúkrun

Félag hjúkrunarfræðinga ætlar að greiða innritunargjöld fyrir karlmenn sem fara í hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlar eru í námi eins og staðan er núna. Ísland er með eitt lægsta hlutfall karla í hjúkrun á öllum Vesturlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða

Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi.

Innlent
Fréttamynd

Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu

Vel miðar í baráttunni gegn lifrarbólgu C en á Vogi hafa 473 einstaklingar lokið lyfjameðferð við sjúkdómnum og eru læknaðir af smitinu. "Við erum á góðri leið með að ná markmiði okkar um útrýmingu,“ segir yfirlæknir á Vogi.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakann á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu

Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnastjóri lyfjamála ekki hrifinn af viðhaldsmeðferðum

Verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis telur að hjálpa eigi fólki út úr lyfjafíkn frekar en að veita skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna standa á kaflaskilum. Stjórnvöld séu þátttakendur í samtalinu. Tillögur að aðgerðum vegna lyfjamisnotkunar verða kynntar í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Segir refsistefnu yfirvalda koma verst niður á veikasta hópnum

Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Vinnan þurfi að vera mun faglegri og upplýsingagjöfin betri. Margs konar skaðaminnkandi úrræði geta gagnast. Notendurnir sjálfir upplifa virðingarleysi og sorg en sorg þeirra er ekki samfélagslega viðurkennd.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum

Mismunandi skammtastærð gæti skýrt að hluta hví við notum meira af þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir. Umtalsverð aukning hefur verið í ávísunum til ungra kvenna. Að mati yfirlæknis getur opinská umræða um sjúkdóminn stuðlað að því að fleiri leiti sér aðstoðar.

Innlent