Landhelgisgæslan Þyrlan flutti þrjá slasaða mótorhjólamenn á sjúkrahús Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út síðdegis vegna tveggja aðskilinna vélhjólaslysa, annars vegar á Búðarhálsi þar sem tveir slösuðust og hins vegar við Flúðir þar sem einn slasaðist á krossaramóti. Allir þrír voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar. Innlent 10.6.2023 18:33 Annasamur sólarhringur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út síðastliðinn sólarhring. Tvö útkallanna voru utan af sjó. Innlent 7.6.2023 12:15 Smábátur strandaði við Arnarstapa Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík. Innlent 5.6.2023 23:53 Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1.6.2023 23:40 Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó. Innlent 21.5.2023 08:41 Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Landhelgisgæsluna á fundartíma Landhelgisgæslan býðst aðstoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík stendur. Þyrla um borð í dönsku varðskipi er til taks í leit og björgun eða sjúkraflutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftirliti fyrir lögreglu í Reykjavík. Innlent 17.5.2023 06:01 Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Innlent 14.5.2023 13:57 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. Innlent 13.5.2023 17:37 Þyrla sótti slasaðan mann eftir bílslys á Klettshálsi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem slasaðist í bílslysi á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Von var á henni til lendingar við Landspítalann í Fossvogi rétt eftir klukkan 13:00. Innlent 13.5.2023 12:50 Kölluð út eftir að ekki náðist samband við strandveiðibát á Faxaflóa Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma. Innlent 8.5.2023 13:32 Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Innlent 6.5.2023 18:30 Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Skoðun 3.5.2023 13:01 Wilson Skaw dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum. Innlent 2.5.2023 10:45 Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Innlent 28.4.2023 11:46 Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. Innlent 24.4.2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. Innlent 24.4.2023 07:37 Gera ráð fyrir að ferðin til Akureyrar taki sólarhring Búist er við því að síðar í dag verði hægt verði að taka flutningaskipið Wilson Skaw, sem strandaði í Húnaflóa á þriðjudag, í tog til Akureyrar. Unnið er að því að dæla olíu frá skipinu. Innlent 23.4.2023 11:45 Senda kafara til að kanna hugsanlegar skemmdir Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel. Innlent 21.4.2023 16:22 „Við þurftum að fara svolítið varlega“ Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. Innlent 21.4.2023 12:51 Wilson Skaw komið á flot Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. Innlent 21.4.2023 10:21 Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Innlent 20.4.2023 16:06 2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax. Innlent 19.4.2023 11:09 Kafarar könnuðu ástand skipsins Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag. Innlent 19.4.2023 07:18 Skipið virðist hafa siglt óhefðbundna leið Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. Innlent 18.4.2023 22:27 Skip strandaði á Húnaflóa Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð. Innlent 18.4.2023 15:25 Líta mál skipsins alvarlegum augum Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Innlent 16.4.2023 13:49 Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. Innlent 15.4.2023 21:04 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10.4.2023 09:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan göngumann á Mýrar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slasaðs göngumanns á Mýrum í Borgarfirði. Göngumaðurinn var sóttur og hefur verið fluttur á spítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Innlent 6.4.2023 16:12 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 29 ›
Þyrlan flutti þrjá slasaða mótorhjólamenn á sjúkrahús Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út síðdegis vegna tveggja aðskilinna vélhjólaslysa, annars vegar á Búðarhálsi þar sem tveir slösuðust og hins vegar við Flúðir þar sem einn slasaðist á krossaramóti. Allir þrír voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar. Innlent 10.6.2023 18:33
Annasamur sólarhringur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út síðastliðinn sólarhring. Tvö útkallanna voru utan af sjó. Innlent 7.6.2023 12:15
Smábátur strandaði við Arnarstapa Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík. Innlent 5.6.2023 23:53
Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1.6.2023 23:40
Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó. Innlent 21.5.2023 08:41
Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Landhelgisgæsluna á fundartíma Landhelgisgæslan býðst aðstoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík stendur. Þyrla um borð í dönsku varðskipi er til taks í leit og björgun eða sjúkraflutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftirliti fyrir lögreglu í Reykjavík. Innlent 17.5.2023 06:01
Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Innlent 14.5.2023 13:57
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. Innlent 13.5.2023 17:37
Þyrla sótti slasaðan mann eftir bílslys á Klettshálsi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem slasaðist í bílslysi á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Von var á henni til lendingar við Landspítalann í Fossvogi rétt eftir klukkan 13:00. Innlent 13.5.2023 12:50
Kölluð út eftir að ekki náðist samband við strandveiðibát á Faxaflóa Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma. Innlent 8.5.2023 13:32
Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Innlent 6.5.2023 18:30
Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Skoðun 3.5.2023 13:01
Wilson Skaw dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum. Innlent 2.5.2023 10:45
Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Innlent 28.4.2023 11:46
Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. Innlent 24.4.2023 12:55
Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. Innlent 24.4.2023 07:37
Gera ráð fyrir að ferðin til Akureyrar taki sólarhring Búist er við því að síðar í dag verði hægt verði að taka flutningaskipið Wilson Skaw, sem strandaði í Húnaflóa á þriðjudag, í tog til Akureyrar. Unnið er að því að dæla olíu frá skipinu. Innlent 23.4.2023 11:45
Senda kafara til að kanna hugsanlegar skemmdir Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel. Innlent 21.4.2023 16:22
„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. Innlent 21.4.2023 12:51
Wilson Skaw komið á flot Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. Innlent 21.4.2023 10:21
Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Innlent 20.4.2023 16:06
2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax. Innlent 19.4.2023 11:09
Kafarar könnuðu ástand skipsins Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag. Innlent 19.4.2023 07:18
Skipið virðist hafa siglt óhefðbundna leið Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. Innlent 18.4.2023 22:27
Skip strandaði á Húnaflóa Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð. Innlent 18.4.2023 15:25
Líta mál skipsins alvarlegum augum Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Innlent 16.4.2023 13:49
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. Innlent 15.4.2023 21:04
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10.4.2023 09:39
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan göngumann á Mýrar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slasaðs göngumanns á Mýrum í Borgarfirði. Göngumaðurinn var sóttur og hefur verið fluttur á spítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Innlent 6.4.2023 16:12