Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt

Fréttamynd

Hvert er nafn mitt?

Stjörnurnar eiga það til að ganga undir dulnefni til að verja einkalíf sitt frá ágengum aðdáendum. Dulnefnin eru misgóð og þykja sum hreinlega hlægileg.

Lífið
Fréttamynd

Brad segir börnin vilja brúðkaup

Í apríl á þessu ári trúlofuðust stjórstjörnurnar Brad Pitt og Angelina Jolie og nú bíður slúðurheimurinn vægast sagt spenntur eftir að þær gifti sig með háværri flugeldasýningu. En viti menn engin dagsetning hefur verið staðfest hvað þá svo mikið sem lítill sætur orðrómur um að brúðkaup sé framundan. Parið hefur gefið út yfirlýsingu um að þegar allir mega gifta sig og þá vísar það sérstaklega til samkynheigðar þá ætlar það að ganga í heilagt hjónaband. Nú hefur Extra tímaritið eftir Brad að börnin þeirra þrýsti stöðugt á þau að giftast - þannig að ekki er öll von úti enn. Maddox, Pax, Sahara, Shiloh, Knox, og Vivienne munu sjá til þess að foreldrar þeirra láti verða að því.

Lífið
Fréttamynd

Ofurhjón gera vel við sig

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie drifu alla fjölskylduna til Kent á Englandi þar sem Brad var við tökur á kvikmyndinni World War Z.

Lífið
Fréttamynd

Vill Scott með sér í lið

Angelina Jolie og Brad Pitt ætla að ganga í það heilaga í nánustu framtíð en hafa lítið látið uppi um væntanlegt brúðkaup. Orðrómur er á sveimi um að hönnuðurinn L?Wren Scott gæti hannað brúðarkjól Jolie.

Lífið
Fréttamynd

Fjölskylduævintýri

Kvikmyndin er framleidd af Walt Disney Productions og er ævintýrið um Þyrnirós sagt frá sjónarhorni illu drottningarinnar Maleficent.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnubörn með litað hár

Stjörnubörnin í Hollywood fá frjálsar hendur þegar kemur að hárinu og eru þau ansi ung þegar þau lita það í fyrsta sinn.

Lífið
Fréttamynd

Angelina Jolie keypti Beckham nærbuxur fyrir Pitt

Stórleikkonan Angelina Jolie gerði stórkaup í H&M verslun í Surrey á dögunum. Á meðal þess sem hún keypti voru sérstakar David Beckham nærbuxur sem hún keypti fyrir eiginmann sinn, leikarann Brad Pitt.

Lífið
Fréttamynd

Skotvöllur í brúðargjöf

Brad Pitt hefur látið útbúa skotvöll fyrir tilvonandi eiginkonu sína Angelinu Jolie sem fyrirfram brúðargjöf. Pitt ku hafa pungað út hátt í 250 milljónum íslenskra króna fyrir skotvöll og vopn en völlurinn stendur í garði sumarhúss leikaraparsins í Frakklandi.

Lífið
Fréttamynd

Myndband af Angelinu og Brad

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikaraparið Brad Pitt, 48 ára, og Angelinu Jolie, 37 ára, ásamt börnunum Zahara, Shiloh, Vivienne, og Knox yfirgefa veitingahús í Frakklandi eftir að hafa snætt hádegisverð á staðnum. Fjölskyldan snæddi fimm pizzur að sögn sjónvarvotta...

Lífið
Fréttamynd

Leikur með mömmu Angelinu

Vivienne Jolie-Pitt, 4 ára dóttir Angelinu Jolie og Prad Pitt mun leika í nýjustu Disney mynd Angelinu, Maleficent, sem kemur út árið 2014. Stúlkan mun leika prinsessu Aurora þegar hún var yngri. Leikkonan Elle Fanning leikur prinsessuna þegar hún vex úr grasi...

Lífið
Fréttamynd

Samgleðst Aniston

Brad Pitt á að hafa slegið á þráðinn til hinnar nýtrúlofuðu Jennifer Aniston og óskað henni til hamingju með trúlofunina.

Lífið
Fréttamynd

Aniston og leitin að ástinni

Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt.

Lífið
Fréttamynd

Grunur um að gifting sé framundan

Undirbúningur fyrir stór veisluhöld stendur nú yfir á franska heimili Brad Pitt og Angelinu Jolie. Sagan segir að parið hyggst ganga í heilagt hjónaband þessa helgi..

Lífið
Fréttamynd

Átta önnur fræg framhjáhöld

Tímaritið US Weekly ljóstraði upp um framhjáhald Kristen Stewart og leikstjórans Ruperts Sanders í síðustu viku. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu enda var Stewart í sambandi með Robert Pattinson og Sanders kvæntur og tveggja barna faðir. Fleiri Hollywood-stjörnur hafa þó orðið fyrir því að misstíga sig svo opinberlega og í kjölfarið orðið fyrir álitshnekki. Við tókum saman átta önnur fræg framhjáhöld sem hægt er að skoða með því að smella á myndina og fletta myndasafninu.

Lífið
Fréttamynd

Afskaplega ástfangin

Angelinu Jolie og Brad Pitt er ætlað að eyða ævinni saman ef marka má orð vinar þeirra, skartgripahönnuðarins Roberts Procop. Hann hannaði trúlofunarhring Jolie og hefur þekkt parið í nokkur ár.

Lífið
Fréttamynd

Ekki hrifin af Rihönnu

Angelina Jolie vill ekki að börn sín hlusti á tónlist Rihönnu. Leikkonunni mun þykja textar Rihönnu óviðeigandi og vill ekki að börn sín læri slík orð. „Pax söng lagið Birthday Cake og hló mikið að blótsyrðunum og Angelina var alls ekki sátt. Hún vill að börnin haldi sakleysi sínu sem lengst og gerði geisladiskinn upptækan,“ sagði innanbúðarmaður og bætti við að Jolie fylgist einnig vel með netnotkun barnanna. Jolie og Brad Pitt eiga saman sjö börn og er Maddox Jolie-Pitt, ellefu ára, elstur þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi

"Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir "paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum.

Lífið
Fréttamynd

Einsamall í Cannes

Leikarinn Brad Pitt mætti einn síns liðs á rauða dregilinn í Cannes í vikunni. Unnusta hans Angelina Jolie var fjarri góðu gamni sökum vinnu að sögn miðla vestan hafs sem einnig höfðu orð á því hversu illa Pitt tæki sig út á rauða dreglinum einsamall. Parið er einmitt í sviðsljósinu þessa stundina því búist er við að þau gangi í það heilaga í sumar en mikil leynd er yfir stað og stund brúðkaupsins.

Lífið
Fréttamynd

Angelina og Brad njóta lífsins í sólinni

Nýtrúlofaða parið Angelina Jolie og Brad Pitt var myndað um borð í bát ásamt tvíburunum, Knox og Vivienne, og Maddox, Pax, Zahara og Shiloh á Galapagos eyju sem er ein af mörgum undan ströndum Ekvadors í fyrradag. Angelina Jolie er góðgjörðasendiherra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og skoðaði aðstæður íbúa í Ekvador um helgina. Eins og sjá má naut fjölskyldan lífsins.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu pörin í Hollywood

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá þau pör sem fjölmiðlar vestan hafs vilja meina að séu þau voldugustu, vinsælustu og fallegustu í Hollywood.

Lífið
Fréttamynd

Angelina, Brad og börn á Galapagoseyjum

Brad Pitt og sjö ára dóttir hans, Zahara, voru klædd í blautbúninga á Galapagos eyju undan ströndum Ekvadors sem er ein af mörgum náttúruperlum á heimsminjaskrá UNESCO...

Lífið
Fréttamynd

Hringurinn sem allir eru að tala um

Leikkonan Angelina Jolie var með hringinn sem unnusti hennar, Brad Pitt, hannaði handa henni á baugfingri vinstri handar þegar hún yfirgaf Roosevelt hótelið í gær, mánudag...

Lífið
Fréttamynd

Trúlofunarhringur Angelinu

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá fyrstu myndina af trúlofunarhringnum sem Brad Pitt hannaði handa unnustu sinni, leikkonunni Angelinu Jolie...

Lífið
Fréttamynd

Zahara vill verða fyrirsæta

Zahara Jolie Pitt er staðráðin í því að verða fyrirsæta í óþökk föður síns, leikarans Brad Pitt, ef marka má frétt The Enquirer.

Lífið
Fréttamynd

Brad og Jolie á vaxmyndasafn

Ofurparið Angelina Jolie and Brad Pitt voru frumsýnd á vaxmyndasafninu, The Madame Tussauds, í Sydney í Ástralíu á dögunum...

Lífið
Fréttamynd

Jolie og stúlkurnar hennar

Shiloh Jolie-Pitt, 5 ára, og stóra systir hennar, Zahara, 7 ára, grettu sig í bátsferð með móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie, í Amsterdam í gær eins og sjá má á myndunum. Móður þeirra var greinilega skemmt en fjöldi ljósmyndara eltir mæðgurnar hvert sem þær stíga niður fæti. Þá má sjá stúlkurnar á flugvellinum á leið til Los Anglese síðar sama dag.

Lífið
Fréttamynd

Afslöppuð Angelina

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, og unnusti hennar, leikarinn Brad Pitt, 48 ára, voru sallarólega þegar bílstjóri þeirra keyrði þau í gegnum þvöguna fyrir utan Hyatt hótelið í New Orleans, Louisiana...

Lífið