Fréttir Handrukkarar á ferð? Tveir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík eftir að þeir voru handteknir þar um hálf sjö í gærkvöldi, vegna líkamsárásar. Þeir höfðu ráðist á mann fyrir utan heimili hans í bænum og leikið hann svo hart að hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans. Innlent 5.12.2006 08:00 30 fallið og 29 særst 30 manns hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu í norðurhluta Bagdad, fulla af shía múslimum þar sem 14 létust og fjórir særðust. Rétt á eftir sprungu þrjár bílsprengjur í surðurhluta Bagdad. þar létust 16 manns og talið er að allt að 25 hafi særst. Erlent 5.12.2006 07:58 Sprenging í flugeldaverksmiðju kostar tvo lífið Tveir slökkviliðsmenn týndu lífi og 12 brenndust illa þegar eldur kviknaði í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Englands í gærkvöldi. Erlent 4.12.2006 19:24 Valdarán virðist í uppsiglingu Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. Erlent 4.12.2006 19:17 Fríverslunarviðræður eftir áramótin Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. Erlent 4.12.2006 19:05 Verra en borgarastyrjöld í Írak Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Erlent 4.12.2006 18:57 Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Innlent 4.12.2006 18:27 Ragnheiður nýr bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks í Árborg. Gengið hefur verið frá samningi um samstarf flokkanna. Viðræður hafa staðið yfir frá því á föstudagskvöld eftir að það slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Innlent 4.12.2006 14:30 Verra en borgarastyrjöld Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu. Erlent 4.12.2006 12:15 Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:40 Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:35 Tveir karlmenn enn á gjörgæsludeild eftir slys Karlmaður sem slasaðist við æfingu með svokölluðu dráttarsegli fyrir rúmri viku liggur enn á gjörgæsludeild. Þá er maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka í nóvember enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 4.12.2006 12:26 Valdarán í uppsiglingu á Fiji-eyjum Herinn á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Búið er að koma upp vegatálmum og einangra höfuðborgina. Talið er að herforinginn Frank Bainimarama ætli að ræna völdum en hann hefur hótað því segi forsætisráðherra eyjanna ekki af sér. Erlent 4.12.2006 12:11 Pilturinn sem var stunginn fær að fara heim í dag Sautján ára piltur, sem stunginn var með hnífi í Kópavogi aðfaranótt laugardags, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Hann er nú á almennri deild og verður útskrifaður af spítalanum í dag. Innlent 4.12.2006 12:10 Segir Margréti hafa búið til ágreining um innflytjendamál Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, hafa búið til ágreining um málefni innflytjenda í flokknum til að búa í haginn fyrir slag um formennsku eða varaformennsku í flokknum. Innlent 4.12.2006 12:08 Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 12:13 Nýr meirihluti að myndast Allt stefnir nú í að sjálfstæðismenn, sem voru ótvíræðir sigurvegarar síðustu bæjarstjórnarkosninga í Árborg, verði í minnihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir af kjörtímabilinu. Innlent 4.12.2006 11:57 13 metra há jólageit Í sænska bænum Gavle er sá siður á að fyrir jólin er reist 13 metra há geit sem gerð er úr hálmi og er hún síðan aðalsmerki bæjarins á meðan jólahátíðinni stendur. Hún hefur hinsvegar aðeins lifað af tíu sinnum af þeim 40 skiptum sem þetta hefur verið gert enda kitlar marga brunavarga í puttana þegar þeir sjá geitina. Erlent 4.12.2006 11:48 Drengurinn á batavegi Átta ára drengur sem slasaðist í árekstri á Sandskeiði á laugardaginn er á batavegi. Hann er enn á gjörgæsludeild en hann hlaut alvarlega áverka í slysinu. Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstrinum. Innlent 4.12.2006 11:41 EU og Kasakstan í samstarf Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar. Erlent 4.12.2006 11:02 Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Innlent 4.12.2006 10:36 Viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður undirrituð Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Yu Guangzhou aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína í Peking. Á fundinum var síðan undirrituð viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli ríkjanna og var ákveðið að þær myndu hefjast þegar í upphafi árs 2007. Innlent 4.12.2006 10:31 Djúpt á ástinni Hvar myndir þú vilja gifta þig? Í kirkju, á fjallstoppi eða undir yfirborði jarðarinnar? 10 kínversk pör völdu það síðastnefnda og giftu sig í 300 metra djúpum námugöngum. "Að giftast manninum sem ég elska á vinnustað hans hefur mikla merkingu fyrir mér." sagði ein brúðurin aðspurð. Erlent 4.12.2006 10:25 40 ára fangelsi fyrir nauðgun Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki. Erlent 4.12.2006 10:05 Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 09:42 Íslendingar voru í samstarfi við margar aðrar þjóðir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar hafi verið í samstarfi við margar aðrar þjóðir um að koma í veg fyrir samþykki banns á botnvörpuveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, á allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna nýverið. Innlent 4.12.2006 08:29 Óþekkt fórnarlömb flóðbylgjunnar lögð til grafar Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að grafa lík um 500 fórnarlamba flóðbylgjunnar sem gekk yfir svæðið fyrir nærri tveimur árum. Hingað til hafa þau verið geymd í kælibílum í þeirri von um að einhver eigi eftir að bera kennsl á þau en vegna mikils kostnaðar við það var ákveðið að grafa líkin í sérstökum kirkjugarði sem stjórnvöld hafa búið til. Erlent 4.12.2006 08:09 Filippseyjar í sárum Spænskt lækna- og björgunarlið sögðu í dag ólíklegt að einhver myndi finnast á lífi fjórum dögum eftir að fellibylur sem gekk á land á Filippseyjum olli aurskriðum. Aurskriðurnar umkringdu og eyddu heilu þorpunum og sagði björgunarmaður sem var þar að störfum að leitarhundar fyndu eingöngu lík. Erlent 4.12.2006 08:41 Margrét stefnir á toppinn í Frjálslynda flokknum Margrét Sverrisdóttir, sem nýverið var sagt upp starfi sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, stefnir á æðstu embætti innan flokksins á flokksþinginu, sem haldið verður í janúar. Þetta kom fram í Kastljósviðtali við hana á RÚV í gærkvöldi. Innlent 4.12.2006 07:49 Flugeldaverksmiðja springur Tveir slökkviliðsmenn létu lífið í eldum sem geysuðu í flugeldaverksmiðju í suðuhluta Englands í gær. Flugeldar sprungu og sást reykurinn í margra kílómetra fjarlægð en verksmiðjan er um 100 kílómetra frá Lundúnum. Erlent 4.12.2006 07:47 « ‹ 286 287 288 289 290 291 292 293 294 … 334 ›
Handrukkarar á ferð? Tveir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík eftir að þeir voru handteknir þar um hálf sjö í gærkvöldi, vegna líkamsárásar. Þeir höfðu ráðist á mann fyrir utan heimili hans í bænum og leikið hann svo hart að hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans. Innlent 5.12.2006 08:00
30 fallið og 29 særst 30 manns hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu í norðurhluta Bagdad, fulla af shía múslimum þar sem 14 létust og fjórir særðust. Rétt á eftir sprungu þrjár bílsprengjur í surðurhluta Bagdad. þar létust 16 manns og talið er að allt að 25 hafi særst. Erlent 5.12.2006 07:58
Sprenging í flugeldaverksmiðju kostar tvo lífið Tveir slökkviliðsmenn týndu lífi og 12 brenndust illa þegar eldur kviknaði í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Englands í gærkvöldi. Erlent 4.12.2006 19:24
Valdarán virðist í uppsiglingu Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. Erlent 4.12.2006 19:17
Fríverslunarviðræður eftir áramótin Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. Erlent 4.12.2006 19:05
Verra en borgarastyrjöld í Írak Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Erlent 4.12.2006 18:57
Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Innlent 4.12.2006 18:27
Ragnheiður nýr bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks í Árborg. Gengið hefur verið frá samningi um samstarf flokkanna. Viðræður hafa staðið yfir frá því á föstudagskvöld eftir að það slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Innlent 4.12.2006 14:30
Verra en borgarastyrjöld Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu. Erlent 4.12.2006 12:15
Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:40
Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn. Viðskipti innlent 4.12.2006 13:35
Tveir karlmenn enn á gjörgæsludeild eftir slys Karlmaður sem slasaðist við æfingu með svokölluðu dráttarsegli fyrir rúmri viku liggur enn á gjörgæsludeild. Þá er maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka í nóvember enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 4.12.2006 12:26
Valdarán í uppsiglingu á Fiji-eyjum Herinn á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Búið er að koma upp vegatálmum og einangra höfuðborgina. Talið er að herforinginn Frank Bainimarama ætli að ræna völdum en hann hefur hótað því segi forsætisráðherra eyjanna ekki af sér. Erlent 4.12.2006 12:11
Pilturinn sem var stunginn fær að fara heim í dag Sautján ára piltur, sem stunginn var með hnífi í Kópavogi aðfaranótt laugardags, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Hann er nú á almennri deild og verður útskrifaður af spítalanum í dag. Innlent 4.12.2006 12:10
Segir Margréti hafa búið til ágreining um innflytjendamál Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, hafa búið til ágreining um málefni innflytjenda í flokknum til að búa í haginn fyrir slag um formennsku eða varaformennsku í flokknum. Innlent 4.12.2006 12:08
Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 12:13
Nýr meirihluti að myndast Allt stefnir nú í að sjálfstæðismenn, sem voru ótvíræðir sigurvegarar síðustu bæjarstjórnarkosninga í Árborg, verði í minnihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir af kjörtímabilinu. Innlent 4.12.2006 11:57
13 metra há jólageit Í sænska bænum Gavle er sá siður á að fyrir jólin er reist 13 metra há geit sem gerð er úr hálmi og er hún síðan aðalsmerki bæjarins á meðan jólahátíðinni stendur. Hún hefur hinsvegar aðeins lifað af tíu sinnum af þeim 40 skiptum sem þetta hefur verið gert enda kitlar marga brunavarga í puttana þegar þeir sjá geitina. Erlent 4.12.2006 11:48
Drengurinn á batavegi Átta ára drengur sem slasaðist í árekstri á Sandskeiði á laugardaginn er á batavegi. Hann er enn á gjörgæsludeild en hann hlaut alvarlega áverka í slysinu. Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstrinum. Innlent 4.12.2006 11:41
EU og Kasakstan í samstarf Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar. Erlent 4.12.2006 11:02
Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Innlent 4.12.2006 10:36
Viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður undirrituð Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Yu Guangzhou aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína í Peking. Á fundinum var síðan undirrituð viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli ríkjanna og var ákveðið að þær myndu hefjast þegar í upphafi árs 2007. Innlent 4.12.2006 10:31
Djúpt á ástinni Hvar myndir þú vilja gifta þig? Í kirkju, á fjallstoppi eða undir yfirborði jarðarinnar? 10 kínversk pör völdu það síðastnefnda og giftu sig í 300 metra djúpum námugöngum. "Að giftast manninum sem ég elska á vinnustað hans hefur mikla merkingu fyrir mér." sagði ein brúðurin aðspurð. Erlent 4.12.2006 10:25
40 ára fangelsi fyrir nauðgun Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki. Erlent 4.12.2006 10:05
Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 09:42
Íslendingar voru í samstarfi við margar aðrar þjóðir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar hafi verið í samstarfi við margar aðrar þjóðir um að koma í veg fyrir samþykki banns á botnvörpuveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, á allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna nýverið. Innlent 4.12.2006 08:29
Óþekkt fórnarlömb flóðbylgjunnar lögð til grafar Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að grafa lík um 500 fórnarlamba flóðbylgjunnar sem gekk yfir svæðið fyrir nærri tveimur árum. Hingað til hafa þau verið geymd í kælibílum í þeirri von um að einhver eigi eftir að bera kennsl á þau en vegna mikils kostnaðar við það var ákveðið að grafa líkin í sérstökum kirkjugarði sem stjórnvöld hafa búið til. Erlent 4.12.2006 08:09
Filippseyjar í sárum Spænskt lækna- og björgunarlið sögðu í dag ólíklegt að einhver myndi finnast á lífi fjórum dögum eftir að fellibylur sem gekk á land á Filippseyjum olli aurskriðum. Aurskriðurnar umkringdu og eyddu heilu þorpunum og sagði björgunarmaður sem var þar að störfum að leitarhundar fyndu eingöngu lík. Erlent 4.12.2006 08:41
Margrét stefnir á toppinn í Frjálslynda flokknum Margrét Sverrisdóttir, sem nýverið var sagt upp starfi sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, stefnir á æðstu embætti innan flokksins á flokksþinginu, sem haldið verður í janúar. Þetta kom fram í Kastljósviðtali við hana á RÚV í gærkvöldi. Innlent 4.12.2006 07:49
Flugeldaverksmiðja springur Tveir slökkviliðsmenn létu lífið í eldum sem geysuðu í flugeldaverksmiðju í suðuhluta Englands í gær. Flugeldar sprungu og sást reykurinn í margra kílómetra fjarlægð en verksmiðjan er um 100 kílómetra frá Lundúnum. Erlent 4.12.2006 07:47