Margrét Sverrisdóttir, sem nýverið var sagt upp starfi sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, stefnir á æðstu embætti innan flokksins á flokksþinginu, sem haldið verður í janúar. Þetta kom fram í Kastljósviðtali við hana á RÚV í gærkvöldi.
Hún sagðist telja eðlilegt að hún sæktist eftir embætti varaformanns, en það færi eftir þróun mála hvort hún sæktist eftir formennskunni sjálfri.